Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 20192 Veðrið fer að verða vetrarlegra næstu vikuna, ef marka má spána. Því er um að gera að búa sig und- ir ríki veturs konungs, klæða sig vel og haga ferðahraða eftir veðri, svo fátt eitt sé nefnt. Norðaustan 8-13 m/s og víða rign- ing á morgun, fimmtudag. Jafn- vel talsverð rigning fyrir norðan og austan og snjókoma til fjalla. Bjart með köflum á Suður- og Vestur- landi. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast syðst. Áfram norðaustanátt á föstudag og stöku skúrir, en dálítil rigning með norðurströnd landsins. Snjó- koma til fjalla. Lengst af þurrt á Vesturlandi. Hiti 1 til 7 stig. Austlæg eða breytileg átt á laugardag. Skýj- að með köflum en dálítil væta með suður- og vesturströndinni. Hiti 1 til 6 stig að deginum. Austlæg átt og skýjað en úrkomulítið fyrir aust- an á sunnudag. Bjart með köflum á Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki í innsveitum norðaustanlands en 6 stig fyrir sunnan. Austlæg átt og lítilsháttar slydda eða rigning fyr- ir austan á mánudag, bjart með köflum um landið vestanvert. Hiti breytist lítið. „Hversu mikið sorp er flokkað á þínu heimili?“ var spurningin sem lesendur gátu svarað á vef Skessuhorns í liðinni viku. „Flokka í tvær tunnur“ sögðu flestir, eða 48%. „Flokka allt endurvinnan- legt“ sögðu 22% og jafn hátt hlut- fall sagði „flokka í þrjár tunnur eða fleiri“. „Ekkert flokkað“ sögðu 7% svarenda. Í næstu viku er spurt: Hvernig ferð þú helst ferða þinna? Anna Björk Nikulásdóttir er sér- fræðingur í máltækni. Hún stofn- aði fyrirtækið Grammatek á Akra- nesi ásamt eiginmanni sínum og ef hún er spurð kveðst hún vinna við að kenna tölvum íslensku. Hún er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Nýr umsjónar- maður fasteigna HVALFJSV: Hlynur Sigur- dórsson hefur verið ráðinn í starf umsjónarmanns fasteigna hjá Hvalfjarðarsveit. Hlynur er rafvirkja- meistari að mennt og með löggilt starfsheiti sem raf- fræðingur. Hann hef- ur rekið og verið eig- andi Rafþjónustu Sigurdórs undanfarin 19 ár. Hlynur hef- ur þegar hafið störf hjá Hval- fjarðarsveit, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. -kgk Veiktist af kannabisneyslu AKRANES: Ungmenni á Akranesi veiktist eftir að hafa neytt kannabisefnis síðdegis síðastliðinn fimmudag. Þurfti að flytja viðkomandi á spít- ala vegna veikindanna. Að sögn lögreglu virðist þetta til- felli tengt rafrettum. Þá er thc, virka efni kannabisplönt- unnar, blandað saman við raf- rettuvökvann og efnisins síð- an neytt í gegnum rafrettuna. -kgk Bætt aðgengi að sérfræðilæknum LANDIÐ: Verkefni sem Landspítali vinnur að, og felst í þróun tæknilausna til að stuðla að bættu aðgengi landsbyggðarinnar að sér- fræðiþjónustu, hlaut nýverið fimm milljóna króna styrk af byggðaáætlun Alþingis. Verk- efnið snýr annars vegar að beinum samskiptum sjúklinga við sérfræðinga sjúkrahússins og hins vegar að þróun tækni- legra leiða til að skapa skil- virkan og öruggan farveg fyrir ráðgjöf sérfræðinga Landspít- ala við heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni. -mm ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR NET LAGERSALA SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Síðastliðinn miðvikudag undirrit- uðu Sævar Freyr Þráinsson, bæjar- stjóri á Akranesi og Alma D. Möll- er landlæknir samning um inn- leiðingu Heilsueflandi samfélags á Akranesi. Bæjarfélagið er 29. sveit- Betur fór en á horfðist þegar öku- maður missti stjórn á bíl sínum á Snæfellsnesvegi til móts við Eið- hús í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnudagskvöld, með þeim afleið- ingum að bíllinn fór út af vegin- um, valt og hafnaði á hvolfi í vatni ofan í skurði. Ökumaður komst út um hliðarrúðu bílsins að sjálfsdáð- um, þaðan upp á veginn og náði að láta vita af sér. Neyðarlínu var til- kynnt um slysið kl. 18:30 á sunnu- dagskvöld, en lögregla telur að allt að hálftími hafi liðið frá því slysið varð og þar til ökumaður gat látið vita af sér. Sjúkrabíll og lögregla voru send á vettvang og í framhaldinu var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn til að sækja ökumanninn. Þyrlan fór síðan í loftið frá Snæ- fellsnesi um kl. 19:30 og var lent á Landspítala um það bil 20 mínút- um síðar. Ökumaðurinn slapp með minniháttar meiðsli, að sögn lög- reglu. kgk/ Ljósm. LHG. Akraneskaupstaður innleiðir markmið Heilsueflandi samfélags arfélag landsins sem leggur í þessa vegferð. „Meginmarkmið Heilsu- eflandi samfélags er að styðja sam- félagið á Akranesi í að skapa um- hverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa og þar með að sveitarfélagið verði sjálfbærara, skilvirkara og eftirsóknarverðara til búsetu. Lögð er áhersla á að bæta lífsgæði íbúanna þar sem andleg og líkamleg heilsa er í öndvegi og stuðlar þannig að ánægðari, ham- ingjusamari og heilsuhraustari íbú- um,“ segir í tilkynningu Akranes- kaupstaðar vegna samningsins. Starfshópur um innleiðingu Heilsueflandi samfélags á Akranesi hefur nú þegar tekið til starfa og er verkefnastjóri hópsins Hildur Kar- en Aðalsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Íþróttabandalags Akraness. Í starfshópnum sitja auk hennar full- trúar þeirra hópa í samfélaginu sem hafa mikinn snertiflöt við þjónustu sveitarfélagsins svo sem fulltrúi aldraðra og fulltrúi frístundastarfs. Heilsa og líðan allra skal vera leiðarstef í allri stefnumótun og að- gerðum á öllum sviðum Heilsuefl- andi samfélaga og allir geirar hafa hlutverk. Unnið er með áhrifaþætti heilbrigðis og vellíðanar svo sem fé- lags-, efnahags- og menningarlegar aðstæður, manngert og náttúrulegt umhverfi til að skapa sem ákjós- anlegastar aðstæður í lífi, leik og starfi fyrir fólk á öllum æviskeiðum. Holla valið þarf að vera eins auð- velt og kostur er svo sem að hreyfa sig, borða hollt, rækta geðið og ástunda grænan lífsstíl á sama tíma og spornað er gegn áhættuhegð- un svo sem neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. Stuðningur við starf Heilsueflandi leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er mikilvægur liður í starfi Heilsuefl- andi samfélags. mm Eftir undirritun samningsins. Bæjarstjóri, landlæknir og aðrir sem viðstaddir voru undirritunina. Ljósm. Akraneskaupstaður. Þyrla kölluð til vegna bílveltu á Snæfellsnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.