Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Hvítur, miðaldra,
gagnkynhneigður og
kristinn karlmaður
Frá örófi alda hefur fólki verið raðað í ákveðna flokka eða hópa, gjarnan
eftir meintum stalli þess í viðkomandi ættbálki, oft eftir kyni, lit eða útliti,
efnahag, eða bara einhverju allt öðru. Þetta er í raun nákvæmlega sambæri-
leg flokkun og til dæmis sauðfjárbændur viðhafa þegar þeir í aðdraganda
fengitímans skipa ám sínum niður í krærnar eftir því hvaða hrútur fær það
hlutverk að kíkja til þeirra fyrir jólin. Mislita féð gjarnan saman og Golsi
eða Móri sem hnusar að þeim. Kollur heimsækir handfangalausu skjáturn-
ar og svo framvegis. En það er víðar margur sauður í mislitu fé. Ég verð
nefnilega að koma með ærlega játningu. Hef undanfarið verið dáldið bæld-
ur yfir þeirri staðreynd að ég flokkast í hinn smáða minnihlutahóp sem nú
upp á síðkastið er skilgreindur sem; „hvítur, miðaldra, gagnkynhneigður og
kristinn karlmaður.“ Get auk þess bjargað mér á enskri tungu, er skráður í
ungmennafélag og er meira að segja í björgunarsveit. Þar hafið þið það! Ég
hef þó ekki enn látið freistast til að skrá mig í Frímúrararegluna eða Odd-
fellow, vil svona meira vita af föstu landi undir fótum áður en ég ana út í
kelduna. Hef nógu oft séð búfénað fastan í dýi og meira að segja krakka í
fjóshaug upp að mitti. En þessu með miðaldra, hvíta, gagnkynhneigða og
kristna karlmanninn get ég bara ekkert að gert. Sit uppi með skömmina þó
ég telji það dáldið ómaklegt.
En í stofni miðaldra, hvítra, gagnkynhneigðra, kristinna karla er vissu-
lega hægt að finna skemmd epli. Því fer fjarri að ég neiti fyrir það. Menn
sem hafa alveg til þess unnið að vera smáðir og úthrópaðir. Nýverið hafa til
dæmis hæstaréttarlögmaður og stjórnmálafræðiprófessor lýst óstjórnlegri
reiði í garð 16 ára unglingsstelpu frá Svíþjóð. Hún er smáð fyrir að vara við
hnattrænni hlýnun af manna völdum og lætur fátt stöðva sig, hvorki app-
elsínugulan forseta né aðra enn minni spámenn. Staðreyndin er nefnilega
sú að þessi skelegga stúlka kemur við auman blett þeirra sem telja að engu
þurfi að breyta, hér getum við áfram hagað okkur að vild, með mengandi
risaþotum, bílum, plastrusli og einfaldlega pönkast á jörðinni sem við höf-
um að láni.
Völd og ábyrgð eru bæði í okkar þjóðfélagi sem og hvarvetna á jörðinni
í höndum miðaldra karlmanna, ekki endilega kristinna eða hvítra, en karlar
eru þeir. Af þeim sökum virka ofsafengin viðbrögð appelsínuguls forseta,
hæstaréttarlögmanns og stjórnmálafræðiprófessorsins við eldræðu Gretu
thunberg sem vatn á myllu hennar. Hún kemur við auman blett og það
sjá allir. Mér mislíkar einfaldlega að svona forpokaðir karlskröggar séu að
sverta orðspor allra sem settur eru í þennan hóp miðaldra, hvítra, gagn-
kynhneigðra og kristinna karlmanna. Ég bendi á að við fæðingu var okkur
fengið ákveðið hlutverk og án karlmanna myndi fjölgun mannkyns ganga
hægt.
Þessi orðræða í kringum okkur karlana á vafalaust rætur að rekja til opn-
ari miðlunar og upplýsingastreymis en áður þekktist. Hægt er að skrifa eða
segja á samfélagsmiðlum nánast hvað sem er, hvenær sem er. Engin ritstýr-
ing, engu eirt. Bullið fer grímulaust út í kosmóið og er tekið sem heilög-
um sannleika. Það sama á vissulega við um orð hvítra, miðaldra, gagnkyn-
hneigðra og kristinna karlmanna. Þeir láta stundum óðslega á samfélags-
miðlum, senda frá sér eitraðar pillur sem þeir svo fá margfalt í hausinn.
Sitja uppi með skömmina.
Magnús Magnússon.
Vinna stendur yfir um þessar
mundir við endurbætur á Breiðar-
svæðinu á Akranesi. Það er fyrir-
tækið Íslandsgámar ehf. sem annast
verkið. Í því felst meðal annars að
jarðvegsskipta þarf hluta svæðisins
og leggja nýtt yfirborðsefni. Í síð-
ustu viku stöðvuðust framkvæmd-
ir þegar grafið var niður á sökk–
ul undan gamalli olíuuppdæling-
arstöð. Þá kom einnig í ljós olíu-
mengaður jarðvegur. „Þessi stöð er
síðan í kringum 1950. teknar voru
myndir af sökklinum og allt saman
skráð áður en sökkullinn var brot-
inn. Hann verður síðan fjarlægð-
ur,“ segir Þórður Guðnason hjá Ís-
landsgámum, í samtali við Skessu-
horn á mánudag. „En þarna var
líka úrgangsolía og á meðan var
verið að ákveða hvað ætti að gera
við olíumengaða jarðveginn hafa
framkvæmdir verið stopp, í rétt
rúma viku,“ segir hann. „til stend-
ur að færa jarðveginn yfir á næstu
lóð, gömlu olíudreifingarlóðina.
Það varð niðurstaðan hjá bæjaryf-
irvöldum,“ segir hann. „Það hefur
hins vegar gengið hægt að fá Olíu-
dreifingu til að taka við jarðvegin-
um á lóðina sína, en vonandi getum
við hafist handa að nýju í dag eða á
morgun,“ segir Þórður Guðnason
að endingu.
kgk
Landsréttur staðfesti 1. október sl.
úrskurð Héraðsdóms Vesturlands
frá 23. september, sem hafði dæmt
mann í þriggja mánaða nálgunar-
bann gegn ólögráða pilti. Er mann-
inum óheimilt að koma að heim-
ili piltsins, skóla og vinnustað, auk
þess sem honum er bannað að nálg-
ast piltinn eða veita eftirför, hafa
samband við piltinn í síma, senda
orðsendingar eða bréf, hafa sam-
skipti við hann á samskiptamiðlum
eða setja sig í samband við hann á
nokkkurn annan hátt.
Í dómnum kemur fram að mað-
urinn sé grunaður um að hafa
lagt hendur á piltinn, hóta hon-
um ofbeldi og reyna að hafa áhrif
á hvað hann segði í viðtölum hjá
barnaverndaryfirvöldum. Þá kem-
ur einnig fram að lögregla hafi í
eitt sinn stöðvað manninn þar sem
hann reyndi að þvinga piltinn inn í
bíl hjá sér.
Foreldrar piltsins óskuðu eftir
nálgunarbanni og barnaverndar-
nefnd sömuleiðis. Héraðsdómur
dæmdi manninn í nálgunarbann og
nú hefur Landsréttur staðfest þann
úrskurð.
Maðurinn dvaldi um skeið á lög-
heimili piltsins og kynntist honum.
Eftir það héldu pilturinn og bróð-
ir hans mikið til hjá manninum um
skeið. Í greinargerð lögreglustjóra
kemur fram að pilturinn hafi lýst því
að í fyrstu hafi honum liðið vel í sam-
skiptum við manninn, en það hafi
breyst að undanförnu. Hann hafi
orðið fyrir skömmum og aðkasti frá
manninum, meðal annars um að pilt-
urinn ætti að segja tiltekna hluti við
barnaverndaryfirvöld. Þá hafi maður-
inn slegið hann í andlitið og ítrekað
hótað piltinum barsmíðum. Pilturinn
hafi reynt að loka á öll samskipti við
manninn en hann hafi ekki látið sér
segjast. Lögregla hefur fjórum sinn-
um haft afskipti af manninum vegna
þessa, þar af einu sinni þegar hann
reyndi að þvinga piltinn upp í bíl til
sín. kgk/ Ljósm. úr safni.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
VLFA og varaforseti Alþýðusam-
bands Íslands, segir það dapurlegt
að viðskiptabankarnir þrír hafi ekki
viljað skila þeirri miklu stýrivaxta-
lækkun sem Seðlabankinn hef-
ur hrint í framkvæmd eftir að lífs-
kjarasamningurinn var undirritað-
ur. „Rétt er að vekja sérstaka athygli
á því að ein af aðalforsendum lífs-
kjarasamningsins var að stýrivextir
myndu lækka umtalsvert og að sú
vaxtalækkun myndi að sjálfsögðu
skila sér til íslenskra neytenda,
heimila og fyrirtækja,“ skrifar Vil-
hjálmur á Facebook síðu sína. „En
eins og mörgum er kunnugt hefur
Seðlabankinn lækkað stýrivextina í
þremur aðgerðum um 1,25% eftir
undirritun lífskjarasamnings. Það
er alveg morgunljóst að ef fjármála-
kerfið ætlar sér ekki að skila þessari
vaxtalækkun til neytenda nema í al-
gjöru skötulíki, þá mun það kalla á
hörð viðbrögð frá verkalýðshreyf-
ingunni, enda var vaxtalækkun ein
af aðalforsendum lífskjarasamn-
ingsins eins og áður sagði,“ skrifaði
Vilhjálmur.
mm
Frá framkvæmdum á Breiðarsvæðinu síðastliðinn mánudagseftirmiðdag.
Grófu niður á
olíumengaðan jarðveg
Framkvæmdir stöðvuðust í viku
Segir viðskiptabankana ekki
skila stýrivaxtalækkunum
Nálgunarbann gegn ólögráða pilti