Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 2019 21 Þessi samkoma er til minningar um þá sem tóku þátt í skipalestunum frá Hvalfirði í seinni heimsstyrjöldinni og áttu ekki afturkvæmt. Hópur listamanna frá Yakut í Síberíu kemur á Hernámssetrið og fræðir okkur um sögu Yakut fólksins í seinni heimsstyrjöldinni og um arfleifð Yakutia fólksins á þessum norðlægum slóðum. Á dagskránni verður fjallað um seinni heimsstyrjöldina og þátttöku Yakut þjóðflokksins í henni. Þetta verður blessunar- og friðarathöfn með dansi og tónlist. Frægasti Gyðingahörpu (khomus) leikari frá Yakut mun kynna hljóðfærið og leika nokkur verk sem þykja heillandi og andleg. Friðarsamkoma á Hernámssetrinu að Hlöðum Hvalfjarðarströnd Laugardaginn 12. október kl. 13.00 til 15.30. Það er frítt á viðburðinn og á safnið. María Neves var nýverið ráð- in í stöðu verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála hjá Borgarbyggð. Um er að ræða nýja stöðu sem snýr meðal annars að stefnumótun og markmiðasetningu í atvinnu-, upplýsinga- og menn- ingarmálum sveitarfélagsins og tók María við starfinu 16. september síðastliðinn. Hún er fædd í Portú- gal en flutti til Íslands sem unga- barn og ólst upp á tálknafirði. Árið 2006 flutti hún í Stykkishólm og hóf nám við Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga í Grundarfirði. Þaðan lauk hún stúdentsprófi árið 2009 og flutti skömmu síðar til Reykjavíkur. „Ég og maðurinn minn áttuðum okkur fljótlega á því að höfuðborg- arlífið væri ekki það sem við vorum að leita að og tókum ákvörðun um að flytja upp á Akranes árið 2014 og búum þar enn,“ segir María en hún er gift Birni Viðari húsasmiði. Er mikil fjölskyldumanneskja Beðin um að lýsa sjálfri sér segist María vera mikil fjölskyldumann- eskja sem þykir ekkert skemmti- legra en að verja tíma með sínu nán- asta fólki en hún á tvo yngri bræð- ur og foreldra sem hún er mjög náin. Hún er mikil handverkskona og syngur í kór með góðum kon- um og hefur gaman að zumba og að ferðast. „Mér finnst fátt nota- legra en að taka góðan göngutúr með góðan hlaðvarpsþátt í eyrun- um,“ segir hún. Áður en María tók til starfa hjá Borgarbyggð hefur hún gert ýmislegt. Hún vann sem verkefnastjóri hjá Iceland travel og var samfélagsmiðlafulltrúi hjá Rit- ara auk þess sem hún hefur tekið að sér verkefni fyrir Akraneskaupstað. Fékk hún mikinn áhuga á því sem hún starfaði við og ákvað að bæta við sig menntun á því sviði og hef- ur því iðulega verið í námi samhliða vinnu. Hún lauk diplómanámi í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum árið 2016 og BA námi í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst árið 2018. Hún er nú í meistaranámi í mark- aðsfræðum við Háskólann á Bif- röst. Starfið sniðið að Maríu María rakst á auglýsingu um starf verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála hjá Borgar- byggð og segir starfslýsinguna hafa verið nákvæmlega eins og hún hafði ímyndað sér draumastarfið. „Þetta snertir alla fleti þess náms sem ég hef lokið og tengist öllu því sem ég hef áður starfað við,“ segir hún brosandi. „Ég hef einnig ávallt haft mikinn áhuga á sveitarstjórnarmál- um og þetta er frábært tækifæri til að taka þátt í uppbyggingunni sem er að eiga sér stað í Borgarbyggð. Þetta var tækifæri, starf sem ég gat ekki sleppt að sækja um. Þetta starf er í rauninni bara eins og sniðið að mér,“ bætir hún við. Spurð hvað felist í starfinu hugs- ar hún sig smástund um og spyr á móti hvar skuli byrja? „Þetta er stórt og mikið starf og alveg nýtt svo við erum eiginlega enn að móta það,“ svarar hún. „Ég mun koma að stefnumótun og markmiðasetn- ingu í atvinnu-, upplýsinga- og menningarmálum. Auk þess mun ég starfa náið með atvinnu-, mark- aðs- og menningarmálanefndinni. Það verður í mínum verkahring að efla og samræma kynningar og markaðsmál, efla samstarf við at- vinnulífið og koma að málum sem snerta upplýsingatækni og rafræna þjónustu hjá sveitarfélaginu. Svo mun ég einnig koma til með að sjá um menningarviðburði hjá Borgar- byggð,“ segir María. Fjölbreytt verkefni framundan Fyrstu skref hennar í starfi hafa snúist um að vinna að stefnumót- un og aðgerðaáætlun í samvinnu við atvinnu-, markaðs- og menn- ingarnefnd Borgarbyggðar. „Það eru mörg verkefni sem bíða okkar og því mikilvægt að móta stefnu til lengri tíma. Það sem við ætlum að leggja áherslu á er að efla samstarf við fyrirtæki og eiga samtöl við menntastofnanir í sveitarfélaginu og hvetja meðal annars til nýsköp- unar. Þannig búum við til öflugra atvinnulíf. Við viljum að sveitar- félagið verði aðlaðandi kostur fyr- ir ný fyrirtæki sem sjá sér hag í því að hefja starfsemi á landsbyggðinni. Sveitarfélagið vill einnig stuðla að öflugu menningarlífi og styðja bet- ur við þá viðburði sem eru nú þeg- ar til staðar og hafa fest sig í sessi í Borgarbyggð, þar mun ég koma sterk inn,“ segir María. Hún segir starfið leggjast vel í sig eftir fyrstu vikurnar og að það séu mörg spenn- andi verkefni framundan hjá Borg- arbyggð. Aðspurð segist hún ekki hafa neina tengingu við sveitarfé- lagið áður en hún tók þar til starfa. „Ég kem með tvö alveg ný og fersk augu sem ég held að sé bara jákvætt því ég sé hlutina kannski frá aðeins öðru sjónarhorni,“ segir hún og brosir. „Þessa dagana er ég að vinna að markaðs- og kynningarmálum sem er ótrúlega spennandi verk- efni, sérstaklega þar sem við vilj- um meðal annars auka fólksfjölda í sveitarfélaginu og fá unga fólk- ið okkar aftur heim,“ segir María. Henni var einnig falið að leggja lokahönd á nýja stefnu sem íbú- ar, kjörnir fulltrúar og starfsmenn Borgarbyggðar hafa unnið að, en það er upplýsinga- og lýðræðis- stefna. „Sveitarstjórn Borgarbyggð- ar leggur áherslu á öfluga upplýs- ingagjöf og íbúasamráð í málefnum sveitarfélagsins. Við ætlum okkur að kynna þessa stefnu vel til íbúa sveitarfélagsins og til dæmis er nýi vefurinn stór hluti af þeirri vinnu og innleiðing á rafrænni þjónustu,“ segir María að endingu. arg „Ég kem með tvö alveg ný og fersk augu“ -segir María Neves, nýr verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og menningarmála hjá Borgarbyggð María Neves er nýr verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og menningarmála hjá Borgarbyggð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.