Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 2019 13 Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar óskar eftir tilboðum í verkið: Fimleikahús á Akranesi - Búnaður Nýtt fimleikahús er í byggingu á Akranesi og verður tekið í notkun vorið 2020. Verkefnið felst í því að útvega og setja upp fimleikabúnað tilbúinn til notkunar í nýju fimleikahúsi sem er í byggingu við Háholt, Brekkubæjarskóla á Akranesi. Um er að ræða að skaffa og setja upp fyrir fimleika ýmsan búnað í gryfjur sem er lyftanlegur að hluta, ásamt trambolínbraut (fasttrack) í gryfju. Einnig skal útvega gólfdúk og rafdrifnum skilrúmstjöldum ásamt fullnaðarfrágangi. Verktaki sem fær verkefnið mun þurfa að gera ráð fyrir og taka tillit til m.a. nágranna, umferð íbúa sem og annarra verktaka í og við framkvæmdasvæðið og sérstaklega mikilvægt er að verktaki taki tilliti til og lágmarki rask á skóla- og íþróttastarfi. Útboðsform Um opið útboð er að ræða og er það því almennt útboð eins og lýst er í grein 1.2.2 í ÍST30. Útboð þetta er einnig auglýst á hinu evrópska efnahagssvæði (EES). Verkinu skal að fullu lokið 30. desember 2019 Útboðsgögn verða afhent áhugasömum frá og með þriðjudeginum 8.október 2019. Senda skal óskir um útboðsgögn á netfangið omar@ vso.is. Tilboðum skal skilað í afgreiðslu bæjarskrifstofu Akranes, Stilliholti 16-18, 1. hæð, eigi síðar en þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. SK ES SU H O R N 2 01 8 VARMADÆLUR ÓDÝRARI LEIÐ TIL HÚSHITUNAR Hagkvæmar í rekstri | Endingargóðar Umhverfisvænar | Hljóðlátar GASTEC | VAGNHÖFÐA 9 | REYKJAVÍK OPIÐ 8:00 - 18:00 ALLA VIRKA DAGA Hafðu samband, við erum sérfræðingar í varmadælum. WWW.GASTEC.IS | SÍMI 587-7000 VARMADÆLUR HENTA SÉR- STAK LEGA VEL Á „KÖLDUM“ SVÆÐUM LANDSINS, ÞAR SEM EKKI ER HITAVEITA! FUJITSU varmadælurnar eru þekktar fyrir gæði og þeim fylgir 5 ára ábyrgð. Íbúar Vesturlands ATH.. Vetrardekkin komin á lager !! Get tekið nánast öll dekk í umfelgun og ballansseringu Er með ný og nákvæm tæki Tímapantaninr í síma 893-7616 Hjólbarðaverkstæðið í Nýja-Bæ Bæjarsveit Kveðja Kiddi Nýja-Bæ Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Næstkomandi föstudag hefur verið boðað til fundur hluthafa í Mennta- skóla Borgarfjarðar ehf. Á dagskrá fundarins eru breytingar á hlut- hafasamkomulagi og í kjölfar þess stjórnarkjör samkvæmt því. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns fyrr í haust hefur ríkt óánægja með- al fulltrúa meirihlutans í sveitar- stjórn Borgarbyggðar að hafa ekki formann stjórnar menntaskólans, í ljósi þess að sveitarfélagið á um 92% eignarhlut í félaginu. Fjöldi smærri hluthafa í einkahlutafélag- inu er 157 talsins og fara þeir með um 8% hlutafjár. Í minnisblaði sem kynnt er á heimasíðu skól- ans skrifar Kristinn Bjarnason lög- maður um tilurð væntanlegs hlut- hafasamkomulags: „Samkvæmt því sem fram kemur í minnisblaði um óformlegan fund stærstu hlut- hafa 19. ágúst sl. er meginmarkmið breytinga sem óskað var tillagna um að koma meiri festu í stjórnar- kjör en nú er og tryggja að stjórnar- formennska sé í höndum stjórnar- manns sem nýtur stuðnings þeirra sem fara með meirihluta hluthafa- valds Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. en fyrir liggur að Borgarbyggð á 91,98% hlutafjár og Loftorka Borgarnesi ehf. 5,59% en hlut- ir annarra hluthafa eru allir undir einu prósenti.“ Í orðanna hljóðan felst samkvæmt þessu að Hrefna B Jónsdóttir, formaður stjórnar MB, nýtur ekki trausts meirihluta sveit- arstjórnar, en stjórn kaus hana for- mann í stað Vilhjálms Egilssonar á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar síðasta vor og taldi stjórn sig vera að fylgja samþykktum félagsins. Fyrir fundinum nú á föstudag- inn liggur tillaga um að stjórn MB verði framvegis skipuð sex mönn- um í stað fimm nú. Falli atkvæði í stjórn jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum. Starf skólameistara MB var aug- lýst laust til umsóknar í sumar og sóttu níu um starfið. Búið er að ræða við umsækjendur og meta hæfni þeirra, en ákvörðun um ráðningu er nú í biðstöðu þar sem óskað var eftir fyrrgreindum hlut- hafafundi í félaginu áður en ráðn- ingarferlinu lauk. „Ný stjórn mun taka við því verkefni og vonandi leysa ráðningu skólameistara með farsælum hætti. Fráfarandi skóla- meistari lýkur störfum um næstu mánaðamót og því er mikilvægt að ráðningarferli ljúki sem fyrst,“ seg- ir Hrefna B. Jónsdóttir, fráfarandi formaður stjórnar MB, í samtali við Skessuhorn. mm Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar var á ellefta tímanum síð- astliðið mánudagskvöld kallað út að Hrognavinnslu Vignis G Jónssonar við Smiðjuvelli 4 á Akranesi. Fljót- lega kom í ljós að engin hætta var á ferðum og eldur var ekki laus í hús- inu. Reyk lagði hins vegar frá rey- kofni sem notaður er til matvæla- vinnslu. Störfum slökkviliðsmanna lauk því jafn skjótt og þau hófust. talsverða reykjarlykt lagði um bæj- arfélagið í hægviðri kvöldsins. mm Lögð til breyting á hluthafasamkomulagi Útkall að hrognavinnslufyrirtæki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.