Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 201912 Síðastliðinn miðvikudag fór fram áhugavert íbúaþing í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Heiti þess var Lærdómssamfélagið Akra- nes og til umfjöllunar voru mennta- og frístundamál í víðasta samhengi út frá öllum skólastigum. Leitast var við að skilgreina hvað felst í samfé- lagi sem vill skapa frjótt og uppbyggi- legt lærdómssamfélag íbúum til hag- sældar. Um 120 manns sóttu þingið. Þorri gesta kom úr fræðasamfélaginu á Akranesi, en þó einnig áhugasamir foreldrar og ýmsir fleiri. Í fyrstu voru tvö erindi flutt en að þeim loknum boðið upp á örmálstofur og endað á umræður í hópum með þjóðfund- arfyrirkomulagi. Málþingsstjóri var Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Öflugt skólastarf styrkir sjálfsmynd íbúa Oddný Sturludóttir, aðjunkt á menntavísindasviði HÍ, var fyrri fyrir- lesari dagsins. Oddný fjallaði um eðli lærdómssamfélags og spurninguna; af hverju að breyta því sem gott þyk- ir? Hún fjallaði um einkenni þeirra samfélaga sem læra og hvar menntun á sér stað og hverjir koma að henni. Lagði hún áherslu á að börn læri all- an daginn, utan skóla sem innan og að óformlegt og sjálfsprottið nám væri ríkur þáttur menntunar. Radd- ir allra verða að heyrast: Barna, ung- linga, foreldra og starfsfólks á vett- vangi frítímans. Hún fjallaði jafn- framt um hver er mikilvægasta hæfn- in á 21. öldinni og um mikilvægi trausts í skóla- og frístundastarfi. Í huga Oddnýjar er ímynd Akra- ness sú að þar sé þroskað samfélag. Byggði hún þá skoðun sína á pers- ónulegri reynslu allt frá æsku. Með- al annars mótaðist sú ímynd af minn- ingu um Guðbjart Hannesson sem horft var til sem afar öflugur skóla- stjóri, starf skáta og skemmtilegar siglingar í æsku með Akraborginni á Skagann. Sagði hún að hvort sem til umfjöllunar væri formlegt skólanám, óformlegt nám, skólabyggingar, sjál- fsprottið nám eða annað, þá skiptu allir miklu máli í þroskuðu fræðasam- félagi, hvort sem það er húsvörður- inn í skólanum, kennarinn eða skóla- stjórinn. Öflugt skólastarf styrkti sjálfsmynd íbúa og því væri mikið unnið með því að hlúa vel að skólun- um. Innan þeirra leysist orka úr læð- ingi þegar fólk með ólíkan bakgrunn tengist og starfar saman. Loks sagði hún hlutverk fjölskyldunnar þýðing- armikið og áminnti foreldra um að það skipti máli hvernig þeir ræktuðu samskipti sín við börnin. Kennum börnum að vera gott fólk Viktor Elvar Viktorsson Skaga- maður var fenginn sem fyrirles- ari sem heimamaður með rætur í samfélaginu. Hann gekk sjálfur í leikskóla, grunnskóla og fram- haldsskóla á Akranesi og hefur auk þess sem foreldri átt börn á öllum þessum skólastigum. „Samt veit ég ekki hvers vegna ég var feng- inn til að miðla af reynslu minni. Það þykir nú ekki beint móðins í dag að vera 42 ára, hvítur karl- maður og þar að auki með skot- vopnaleyfi,“ sagði Viktor Elvar og uppskar hlátur. Sjálfur var hann nemandi á fyrstu árum leikskól- ans Vallarsels, gekk í Grundaskóla og lauk stúdentsprófi frá FVA, þar sem hann stundar reyndar einnig dreifnám í dag. „Skólar móta okk- ur sem einstaklinga og eiga stór- an þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þeir hafa áhrif á hvert leið okkar liggur í lífinu; starfsval, félagsstörf og annað. Mér finnst þessi tími hafa verið sá skemmti- legasti í lífinu.“ Rakti Viktor Elv- ar reynslu sína sem foreldri barna í skólum á Akranesi, kosti þeirra og mögulega galla. Sagði hann að í boði væru fjölbreyttar kennslu- aðferðir, stór verkefni, tónlist, íþróttir og félagsstarf. Varðandi grunnskólana brýndi hann skóla- fólk til að sinna strákum sér- staklega, rækta þeirra áhugasvið og hlúa vel að þeim þannig að þeir fyndu sig betur í skólakerf- inu. Minnti á að nýgengi örorku í landinu væri mest í hópi ungra karlmanna. Á framhaldsskólastig- inu sagði hann að mikið til sömu kennsluaðferðum væri beitt og þegar hann sjálfur stundaði þar nám. Viktor Elvar hvatti til auk- ins samráðs milli skólastiga og við tónlistarskólann og íþróttahreyf- inguna. Að endingu sagði hann mikil- vægt að foreldrar væru dugleg- ir í samtölum og samveru með börnum sínum. „Kennum gagn- rýna hugsun, leyfum þeim að efast um sannleiksgildi frétta,“ sagði hann og vísaði til falsfréttamiðl- unar sem því miður hefur aukist gríðarlega. „Kennum krökkum að nýta sér upplýsingar, ekki leggja áherslu á utanbókarlærdóm, held- ur kennum unga fólkinu að leita sér upplýsinga þegar það þarf að afla þeirra. Þannig er besta ráðið að efla skapandi kennslu, kveikja á skapandi hugsun og ýta undir sveigjanleika. Kennum börnum að vera gott fólk, leiðbeinum þeim til þess,“ sagði hann að endingu. Umræður í hópum Eftir erindi Oddnýjar og Vikors Elvars voru settar af stað nokkr- ar örmálstofur sem málþingsgest- ir gátu valið úr. Hver þeirra var 15 mínútur að lengd. Á þeim var fjallað um grunnskóla, leikskóla, frístund, tónlistarskóla, Fjöl- brautaskólann og Íþróttabanda- lag Akraness. Að þeim loknum var boðið upp á kvöldhressingu og endað á umræðum í hópum að þjóðfundarhætti og samantekt var svo í lokin. Á þjóðfundinum fóru fram umræður sem stýrt var af borðstjórum. Á hverju borði var fjallað um eftirfarandi spurningar: Hvernig sjáum við þróunina • á lærdómssamfélaginu Akra- nes verða næstu 3-4 árin? En 5-10 árin? Hvernig á samstarf heimil-• is og skóla að vera? Hvert er hlutverk foreldra í menntun barna sinna? Skyldur skóla? Skyldur foreldra? Er hægt að auka samvinnu • aðila innan lærdómssamfélag Akranes? Hvernig er það hægt? Á hvaða þekkingu og hæfni • þarf að leggja áherslu í lær- dómssamfélagi framtíðarinn- ar? Hvernig sjáum við tómstund/• tónlistarnám og íþróttastarf sem hluta af lærdómssam- félaginu? Er eitthvað sem þið viljið • taka upp úr því sem fram hef- ur komið á þinginu? Samantekt „þjóðfundar“ Í stuttri samantekt virtust allir vera sammála um að Akranes bæri mörg einkenni lærdómssamfélags. Það sem þátttakendur töldu eftirsókn- arverðast er að efla samstarf enn frekar milli allra aðila og mögu- leikar innan bæjarfélagsins væru mjög miklir. Samstarf þarf jafn- framt að efla innan allra kerfa sam- félagsins. Innan skólakerfis væri hægt að gera mun betur þvert á öll stig og samtvinna með öllum tómstundum. Margir kölluðu eft- ir auknu samtali við foreldra og lögðu áherslu á upplýsingagjöf sem skipti foreldra máli. Jafnframt kom fram að kennarar vilja meira sam- tal við foreldra. Einnig var nefnt að Akraneskaupstaður ætti að leggja áherslu á svonefnt Austurlands- módel eða Hafnarfjarðarleiðina, en þá er vísað til skilvirkara sam- starfs milli skólakerfisins og vel- ferðarkerfisins. Gegnumgangandi var viðhorf- ið að ábyrgðin á því að ná árangri væri sameiginlegt og samþætting kerfa mikilvægust. Komið var inn á breytingar á námstækifærum og mikilvægi þess að bjóða upp á fjöl- breyttar námsleiðir og mikilvægi þess að vinna betur saman á milli skólastiga. Fara út fyrir kassann og nálgast nýjar leiðir til að ná til nem- enda/barna. Útikennsla kom mjög oft inn í umræðuna. tækifærin eru alls staðar það þarf bara að nýta þau. Nýta styrkleika skólastigana og auka þannig samstarfið meðal þeirra. Samtal og jafningafræðsla, meðal kennara þvert á skólastigin, og læra betur af hvort öðru. mm Á örmálstofum var fjallað um skólana, frístund, tónlistarnám og íþróttastarf. Hér er FVA til umfjöllunar. Lærdómssamfélagið viðfangsefni íbúaþings á Akranesi Frá setningu málþingsins sem haldið var í Fjölbrautaskóla Vesturlands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.