Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 2019 19 Meistaraflokkur kvenna í blaki í Grundarfirði stóð fyrir kótilettu- kvöldi á veitingastaðnum Kaffi 59 fimmtudaginn 3. október. Frá- bær mæting var á þetta fyrsta kótil- ettukvöld vetrarins enda afskaplega góður matur að flestra mati. Kó- tilettukvöldin eru haldin til styrkt- ar meistaraflokknum enda mikið af ferðalögum framundan í 1. deild- inni. Liðið á ferðalög framundan til Siglufjarðar, Húsavíkur, Ísafjarð- ar, Akureyrar og svo til Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Svona styrkt- arkvöld eru því nauðsynleg fyrir rekstur liðsins. tfk Lionsklúbbur Grundarfjarðar kom færandi hendi á dögunum á Leik- skólann Sólvelli og gaf nýja fjór- burakerru fyrir yngstu börnin á leikskólanum. Nú eru stærri ár- gangar að koma inn í leikskólann á næstunni og því mikil þörf fyrir þessa viðbót. Anna Rafnsdóttir tók við gjöfinni frá Guðmundi Smára Guðmundssyni, formanni Lions- klúbbs Grundarfjarðar. tfk Rauða kross deildin í Borgarnesi fær af og til gjafir frá börnum sem ákveða að styðja við starfsemina. Skulu þeim færðar þakkir fyrir. gve Þessir kátu krakkar sem eru ýmist sjö, að verða átta ára, eða orðin átta, færðu Rauða kross deildinni kr. 2.981 í sumar. Þau seldu djús og kex til nágranna sinna og ákváðu að gefa Rauða krossinum ágóðann. Á myndinni eru frá vinstri: Anna Björk Þórisdóttir, Þorkell Halldórsson, Heiðrún Inga Jóngeirs- dóttir, Ásta Valentína Rós Elínardóttir, Lisa Camilla Carneiro Valencio og Halldór Gunnarsson. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir. Seldu varning til styrktar RKÍ Í sumar komu tvær stöllur og færðu Rauða kross deildinni 9.592 kr. Þær höfðu ákveðið að selja ýmislegt dót sem þær langaði ekki að eiga lengur og héldu á dögunum tómbólu í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Bestu þakkir fyrir, Dóra Karólína Brynjúlfsdóttir og Ólöf Ösp Hjaltadóttir. Lions gefur leikskólanum nýja fjórburakerru Þær Jófríður Friðgeirs- dóttir, Anna María Reynisdóttir og Kristín Halla Haraldsdóttir leikmenn liðsins stóðu í ströngu á fimmtudags- kvöldið. Kótilettukvöld blakkvenna sátu svo á svölunum hjá okkur,“ bæt- ir hann við. „Bróðir minn hélt því fram að ungarnir væru ekki fleygir og henti þeim fram af svölunum, til að kenna þeim að fljúga. Þeir náðu sér síðan á strik og þeir fylgdu okk- ur hvert sem við fórum, sátu bara á öxlunum á okkur,“ segir Garðar. „Ég bjó til kassa á skellinöðruna mína og þar settust þeir og fóru með mér út á Hellissand og Rif og um allt. Þegar þeir voru orðnir leiðir þá flugu þeir bara upp og ég stoppaði, beið að- eins eftir þeim og þeir komu aftur og settust á hjólið þegar ég ók af stað að nýju,“ segir hann. „Þeir voru hrekkj- óttir og vissu hverjir voru hræddir við þá, komu svífandi að fólki og krunk- uði og voru með læti,“ segir Garðar og hlær við endurminninguna. „Ann- ar hrafninn var ekki ýkja lengi með okkur. Hann fór í hænsnakofa og var skotinn. Eftir það varð hinn svolítið skeptískur á mannfólkið. Hann fylgdi mér hvert sem ég fór en hætti að setj- ast á öxlina á mér og svoleiðis.“ Erfið kveðjustund En hrafninn gat Garðar ekki haft að eilífu. Þegar hausta tók hvarf fugl- inn á braut og sneri ekki aftur. „Ég hafði hann alltaf með mér, hvert sem ég fór og gat alltaf krunkað á hann ef ég týndi honum. En í eitt skiptið neitaði hann að svara mér, sama hvað ég krunkaði og kallaði á hann. Pabbi sagði að ég yrði að leyfa honum að fara og vera með hinum ungfuglun- um,“ segir hann. „Svo kom hann og kvaddi mig. Hann flaug yfir mér, hátt uppi og hækkaði flugið. Síðan sneri hann sér við og steypti sér ofan á mig. Ég hugsaði með mér að ég stæði bara kjurr, ef hann goggaði í hausinn á mér þá færum við bara saman félag- arnir. En þegar hann var kominn al- veg að mér þá réttir hann sig við og þýtur rétt yfir hausinn á mér. Ég sá hann aldrei meir eftir það,“ segir Garðar, sem segist hafa séð mjög eft- ir hrafninum. „Mér fannst þetta vera eins og að missa minn besta vin. Við höfðum verið saman öllum stundum frá því pabbi kom með hann heim. Ég grét og grét þegar hann fór, þetta tók mig mjög sárt,“ segir hann. Hosa og hrafnarnir „En í æsku minni áttum við fleiri dýr og ég man sérstaklega eftir einni læðu sem hét Hosa og varð sirka 15 ára gömul. Hún er eini köttur- inn sem hefur verið fluttur til dýra- læknis í Stykkishólmi með sjúkra- bíl. Pabbi var með sjúkraflutningana og var á ferð í Hólminn á sjúkrabíln- um eitt skiptið. Þá kippti hann Hosu með til dýralæknis, því það þurfti að taka úr henni legið,“ segir Garðar og brosir. „Hosa átti alveg fullt af kett- lingum, hún var alltaf með kettlinga. Yngri systir mín hélt dagbók yfir alla kettlingana hennar, gaf þeim öllum nafn og skráði kyn og lit hvers ein- asta,“ bætir hann við. Hann segir að merkilegt nokk þá hafi Hosu sam- ið vel við hrafnana á þeim tíma sem þeir voru á heimilinu. Hún var allt- af góð við þá og einu sinni launuðu hrafnarnir henni góðvildina svo um munaði. „Hosa átti alltaf litla kett- linga og einu sinni man ég eftir því að hún lenti í slagsmálum við læðu úr nágrenninu. Þá átti hún þrjá kettlinga og þessi læða var að ráðast á hana fyr- ir utan húsið hjá okkur. Hrafnarn- ir voru á staðnum og Hosa tók kett- lingana sína, tróð þeim undir væng- ina á öðrum þeirra og hann lokaði þá inni og hélt þeim að sér. Læðan er að hafa Hosu, en þá kom hinn hrafninn að og í sameiningu ná Hosa og hann að reka læðuna í burtu, þetta var al- veg ótrúlegt,“ segir Garðar að end- ingu. Þar með lýkur samtali blaðamanns og Garðars um nokkrar ljúfar æsku- minningar frá uppvextinum í Ólafs- vík. Fullorðinsárin tóku síðan við, fjölskyldulífið og lífsbaráttan. Frá þeim hluta af ævi Garðars verður ef til vill sagt seinna. tíminn verður að fá að leiða það í ljós. kgk Garðar ásamt Sigurgeir föður sínum í vélsmiðjunni Sindra. Garðar er þarna rétt rúmlega tvítugur að aldri. Ljósm. Þórður Þórðarson yngri. Bræðrasynirnir Garðar og Viðar Gunnarsson ungir að árum í Ólafsvík. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.