Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 201910
Fjögurra ára
fangelsi
AKRANES: Héraðsdómur
Vesturlands tók í apríl síðast-
liðnum fyrir mál sem höfð-
að var gegn konu á Akranesi
sem grunuð var um tilraun til
manndráps í nóvember á síð-
asta ári. Konunni var gefið að
sök að hafa stungið tengda-
son sinn með hnífi í brjóst-
kassa. Dómur Héraðsdóms
Vesturlands var birtur síðast-
liðinn föstudag í kjölfar þess
að málinu hafði verið áfrýjað
til Landsréttar. Hlaut konan
fjögurra ára fangelsisdóm auk
þess sem hún var dæmd til að
greiða tengdasyni sínum 800
þúsund krónur í bætur. -arg
Styrkir til lista
og menningar-
arfs
LANDIÐ: Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið hefur nú
auglýst eftir umsóknum um
styrki af safnliðum á sviði lista
og menningararfs og stofn-
styrki til íþrótta- og æskulýðs-
mála. „Veittir eru styrkir til
annarra en ríkisaðila þ.e. fé-
laga, samtaka eða einstaklinga
vegna verkefna á árinu 2020
sem ekki njóta lögbundins
stuðnings eða falla undir sjóði
eða sérstaka samninga. Um-
sóknarfrestur er til miðnætt-
is mánudaginn 4. nóvember
nk. Rafræn umsóknareyðu-
blöð er að finna á umsóknar-
vef Stjórnarráðsins. -mm
Í vanda við Glym
HVALFJSV: Ferðamaður
lenti í vandræðum þar sem
hann var á göngu á Glym í
vikunni sem leið. Hafði hann
samband við viðbragðsaðila
og kvaðst vera fastur austan
við Glym, efst uppi við foss-
inn. Hann kvaðst vera einn á
ferð, vel útbúinn en að myrkr-
ið hafi komið aftan að hon-
um og hann væri kominn í
sjálfheldu því hann sæi ekk-
ert. Björgunarsveitarmenn frá
Björgunarfélagi Akraness fóru
á vettvang og komu mannin-
um til aðstoðar. -kgk
Pramma hvoldi
FAXAFLÓI: Óhapp varð að-
fararnótt miðvikudagsins í
síðustu viku þegar verið var að
draga pramma með áföstum
krana frá Hafnarfirði. Ætlun-
in var að fara með prammann
á Snæfellsnes, en ekki vildi
betur til svo að honum hvolfdi
úti á Faxaflóa. Lögregla ákvað
í samráði við Umhverfisstofn-
un að draga prammann að
bryggju á Grundartanga. -kgk
Fauk útaf
og valt
HVALFJSV: Bifreið fauk út
af Vesturlandsvegi við Hafn-
arfjall síðastliðinn fimmtu-
dag. Ökumaður reyndi að
halda bílnum, sem var með
kerru í eftirdragi, inni á veg-
inum þegar hann fékk á sig
vindhviðu. Það tókst ekki,
heldur missti ökumaður bíl-
inn út af veginum þar sem
hann valt. Ökumaðurinn var
einn í bílnum og var flutt-
ur á heilsugæsluna í Borgar-
nesi til aðhlynningar. Þá var
fenginn krani til að ná bíln-
um og kerrunni aftur upp á
veginn. -kgk
Aftanákeyrsla á
Ólafsbraut
ÓLAFSVÍK: Árekstur varð
laust eftir kl. 14:00 á sunnu-
dag þegar einum bíl var
ekið aftan á annan á Ólafs-
braut í Ólafsvík. Ökumað-
ur og farþegar annars bíls-
ins voru fluttir með sjúkrabíl
á heilsugæsluna í Ólafsvík til
aðhlynningar. Annar bíllinn
er óökuhæfur og var dreginn
af vettvangi með dráttarbíl.
-kgk
Á röngum
númerum
HVALFJ: Ökumaður var
stöðvaður þar sem hann kom
upp úr Hvalfjarðargöngum
síðastliðinn laugardag. Var
hann kærður fyrir skjala-
fals, þar sem hann hafði röng
skráningarnúmer á bifreið
sinni. Hann er einnig grun-
aður um akstur undir áhrif-
um ávana- og fíkniefna. Ekki
nóg með það, heldur reynd-
ist hann ekki vera með öku-
réttindi. Kom þetta í ljós á
vettvangi, en í lögreglubíl-
um er tölvubúnaður þar sem
lögreglumenn hafa beinan
aðgang inn í kerfi lögregl-
unnar. Þannig má á vettvangi
nálgast allar upplýsingar sem
þar eru skráðar. -kgk
Laust barn í bíl
AKRANES: Lögreglu var
tilkynnt um laust barn í bíl
á Akranesi fyrir kl. 8:00 einn
morgun í vikunni sem leið.
Íbúi hafði þá séð laust barn
í bíl og gert lögreglu við-
vart. Lögregla fór á stúfana
og reyndi að hafa uppi á við-
komandi, enda er slíkt athæfi
litið alvarlegum augum. -kgk
Ók undir
áhrifum
AKRANES: Síðdegis á
mánudag var lögreglu til-
kynnt um menn sem nálguð-
ust Akranes og væru mögu-
lega undir áhrifum fíkniefna
við aksturinn. Lögreglu-
menn á Akranesi fóru af
stað og stöðvuðu ökumann
og farþega við hringtorg-
ið áður en ekið er inn í bæ-
inn. Ökumaðurinn er grun-
aður um akstur undir áhrif-
um ávana- og fíkniefna. Auk
þess reyndist hann ekki vera
með ökuréttindi. Mennirn-
ir voru á bílaleigubíl og var
það bílaleigan sem gerði lög-
reglu viðvart. -kgk
Síðastliðinn föstudag var Svan-
dísi Svavarsdóttur heilbrigðisráð-
herra afhentur listi með nöfnum 38
af 46 kennara við Fjölbrautaskóla
Vesturlands þar sem þeir lýsa van-
trausti á Ágústu Elínu Ingþórsdótt-
ur skólameistara. Átelja þeir stjórn-
unarhætti skólameistara og fram-
komu hennar við undirmenn. Yfir-
lýsing kennaranna er svohljóðandi:
„Undirritaður kennarar við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi, FVA, lýsa yfir vantrausti á nú-
verandi skólameistara FVA, Ágústu
Elínu Ingþórsdóttur, og beina þeim
tilmælum til ráðherra að hún verði
ekki endurráðin sem skólameistari
skólans.“ Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra fól nýverið Svandísi
Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra
að taka að sér að skipa í stöðu skóla-
meistara Fjölbrautaskóla Vestur-
lands eftir að Lilja D Alfreðsdótt-
ir menntamálaráðherra sagði sig frá
málinu.
Eins og nýlega var greint frá
í Skessuhorni hefur Ágústa Elín
höfðað mál á hendur íslenska ríkinu
vegna þeirrar ákvörðunar mennta-
málaráðherra að auglýsa starf
skólameistara laust til umsóknar frá
og með næstu áramótum. Skipun-
artími skólameistara FVA rennur út
um næstu áramót og ákvað Lilja D
Alfreðsdóttir menntamálaráðherra
í sumar að auglýsa starfið laust til
umsóknar. Í kjölfar auglýsingar
sóttur fjórir um starfið, þar á með-
al núverandi skólameistari. Í hópi
þriggja annarra umsækjenda eru
tveir núverandi starfsmenn skólans.
mm/ Ljósm. glh.
Á miðvikudaginn í síðustu viku
veitti Lögreglan á Vesturlandi öku-
manni á stolnum bíl eftirför frá
Akrafjalli að þjóðveginum við af-
leggjarann að Melahverfi í Hval-
fjarðarsveit. Ökumaðurinn missti
þar stjórn á bifreiðinni, ók út af
og við það valt bifreiðin og end-
aði á hliðinni. Lögreglan greindi
frá þessu á Facebook síðu sinni og
segir að skömmu áður hafi verið
tilkynnt til lögreglunnar að bifreið
hafi verið tekin ófrjálsri hendi við
Gamla Kaupfélagið á Akranesi:
„Lögreglumenn á Akranesi
mættu bifreiðinni á Akrafjalls-
vegi þar sem henni var ekið á 139
km. hraða í átt að hringtorginu við
Hvalfjarðargöng. Ökumanni bif-
reiðarinnar var gefið merki um að
stöðva aksturinn, sem hann gerði
ekki og var því bifreiðinni veitt eft-
irför. Þrátt fyrir að lögreglan væri
með forgangsljós tendruð þá jók
ökumaðurinn ferðina og ók áfram
út úr hringtorginu norður Vestur-
landsveg á ofsahraða.“ Að sögn
lögreglu var mikil umferð á Vestur-
landsvegi og skapaðist mikil hætta
vegna þessa. Lögreglumenn komu
síðan að bifreiðinni við gatnamót-
in að Melahverfi þar sem hún var
utan vegar á hliðinni. Ökumaður
var handtekinn á staðnum grun-
aður um nytjastuld á bifreiðinni
og akstur undir áhrifum ávana- og
fíkniefna. Ökumaðurinn var fluttur
með sjúkrabifreið á slysadeild HVE
til skoðunnar. Hann reyndist ekki
slasaður og var vistaður í fangaklefa
að skoðun lokinni, segir í frétt Lög-
reglunnar á Vesturlandi.
mm
Bifreiðin utan vegar. Ljósm. Lögreglan á Vesturlandi.
Ofsaakstur og eftirför endaði
með bílveltu
Lýsa vantrausti á skólameistara FVA
Fyrri hluta framkvæmda við Esju-
braut á Akranesi er nú lokið og hef-
ur verið opnað fyrir umferð frá Kal-
manstorgi austur fyrir innkeyrslu
að Húsasmiðjunni. Við þetta verð-
ur aðkoma að Kalmansvöllum eðli-
leg aftur og hjáleiðum um lóð Bjar-
mars og Olís lokað.
Framkvæmdir eru hafnar við
næsta áfanga Esjubrautar, þ.e. frá
vestan við gatnamót Smiðjuvalla /
Dalbrautar að Esjutorgi. Lokað er
fyrir umferð um það svæði. Smiðju-
vellir og Dalbraut er því botnlanga-
götur að gatnamótunum Esjubraut-
ar. Aðeins seinna verður opnað frá
Esjubraut að Esjuvöllum og verða
ökumenn að nýta sér hjáleiðir frá
Dalbraut að Esjuvöllum í viku til
10 daga lengur. Er það vegna fram-
kvæmda við frágang gatnamóta
Esjuvalla og Esjubrautar. Aðkoma
verður frá Dalbraut að lóðunum
Dalbraut 16 og Þjóðbraut 13A. Að-
koma verður frá Smiðjuvöllum að
lóðum Esjubraut 49 og Smiðjuvöll-
um 4.
mm/akranes.is
Esjubraut lokuð að hluta