Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 2019 15
Um þessar mundir er rannsókna-
skipið Bjarni Sæmundsson í 12 daga
rannsóknaleiðangri í Arnarfirði og
í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt frétt
Hafrannsóknastofnunar er um borð
unnið að mörgum og fjölbreyttum
rannsóknaverkefnum og er gert ráð
fyrir að teknar verði um 500 stöðv-
ar með rækjuvörpu, sjótaka, botn-
greip, botnkjarnataka eða neðan-
sjávarmyndavél. Í þessum leiðangri
fer m.a. fram stofnmæling rækju,
könnuð umhverfisáhrif sjókvíaeldis
og rannsóknir á ungþorski.
Stofnmæling rækju
„Frá árinu 1988 hefur verið farið
árlega í leiðangra til að meta stofn-
stærð rækju. Niðurstöður úr mæl-
ingunum eru notaðar til að veita
stjórnvöldum ráðgjöf um veiðar
á innfjarðarækju. Ýmsum öðrum
upplýsingum er safnað, meðal ann-
ars um útbreiðslu, magn og lengd
allra fisktegunda í báðum fjörðun-
um og einnig er afrán þorsks, ýsu
og lýsu kannað. Þannig hafa niður-
stöður úr þessum mælingum meðal
annars sýnt að tegundasamsetning
og þéttleiki fiska og hryggleysingja
breyttist upp úr síðustu aldamótum
þegar magn þorsks og ýsu jókst en
á sama tíma minnkaði magn rækju,
flatfiska og ýmissa smáfiska.
Umhverfisáhrif
sjókvíaeldis
Álag á grunnsævi fer vaxandi vegna
ýmissa mannlegra athafna, svo
sem fiskeldis. til að meta áhrif
fiskeldis á lífríki botnsins er upp-
lýsingum nú safnað í botngreipar
og með myndavélum annað árið
í röð. Með slíkri árlegri vöktun
fást upplýsingar um þéttleika og
samsetningu botndýra á fjarsvæð-
um eldissvæða og hvernig það
getur hugsanlega breyst. Að auki
eru botnkjarnar teknir og súr-
efni, brennisteinsmagn og sýru-
stig er mælt úr setinu til að meta
ástand þess. Verkefninu er ætlað
að vakta ástand á fjarsvæðum eld-
is og fjarðakerfum í heild en eldis-
fyrirtæki standa sjálf að lögbund-
inni vöktun við eldissvæðin. Þetta
verkefni er styrkt af Umhverfis-
sjóði sjókvíaeldis.
Umhverfisrannsóknir
Árið 2001 hófst ítarleg kortlagning
hitafars og seltu í þessum tveimur
fjörðum. Þá voru settar út sérstakar
stöðvar þar sem árlega hefur verið
safnað upplýsingum um hitastig og
seltu sjávar. Á undanförnum árum
hafa einnig verið gerðar mælingar á
styrk súrefnis og næringarefna.
Rannsóknir á ungþorski
Á síðustu árum hefur verið kallað
eftir ítarlegri upplýsingum varðandi
nýliðun þorsks við Ísland. Í leið-
angrinum er ungþorskur merktur
til að sjá hversu lengi hann dvelst í
fjörðunum. Að auki er lögð áhersla
á mælingar á þorskseiðum með það
að markmiði að skoða ástand og
aldur seiða í mismunandi fjörðum
við landið.“
mm/ Ljósm. Rakel
Guðmundsdóttir
Um 450 manns tóku á laugardaginn þátt í landsæfingu
björgunarsveita á Snæfellsnesi. Veðrið var ekki upp á sitt
besta á laugardaginn, strekkingsvindur og rigning. Slík-
ar aðstæður eru reyndar oft þegar leit og björgun fólks á í
hlut og því reyndi bæði á fólk og búnað. Á æfingunni tókst
björgunarsveitafólk af öllu landinu á við 60 krefjandi verk-
efni, mörg hver í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Æfð
voru flest af þeim fjölbreyttu verkefnum sem björgunar-
sveitir takast á við í raunveruleikanum. „Æfingin gekk vel
en hún var skipulögð af heimamönnum og eiga þeir hrós
skilið fyrir undirbúninginn,“ segir í tilkynningu frá Lands-
björgu. Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns tók með-
fylgjandi myndir á laugardaginn. Myndin af bjargsigi er af
Facebook síðu Landsbjargar.
mm/ Ljósm. af.
Bjarni Sæmundsson í fjölþættum rannsóknaleiðangri
Björgunarsveitir héldu landsæfingu í Snæfellsbæ