Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 201922 Þegar blaðamaður kom í heimsókn til að taka viðtal við unga Skaga- dömu um förðun, þá hefði hæglega verið hægt að rugla stofunni í húsinu við Kirkjubraut á Akranesi við há- klassa snyrtistofu, miðað við hvernig öllu var stillt upp í rýminu. Þarna var hvítur leðurklæddur hástóll, bjart og góð lýsing, ásamt því að búið var að raða öllum förðunarvörunum sem átti að nota snyrtilega upp á borð fyrir framan hástólinn svo hægt væri að ganga að öllu fumlaust. Á móti blaðamanni tóku tvær ungar stúlkur. Þetta voru vinkonurnar Árný Stef- anía Ottesen og Erna Björt Elías- dóttir en áður en sú síðarnefnda tók sér sæti í stólnum þá tók blaðamaður hina hefðbundnu „fyrir“-mynd, en svo var byrjað að farða. Fór að stelast í maskara og meik Aðspurð segist Árný alltaf reyna að vinna skipulega þegar kemur að því að farða. „Um leið og ég byrja þá fer einhvern veginn allt út um allt,“ seg- ir hún og hristir hausinn yfir sjálfri sér. „Í upphafi er þetta alltaf svaka- lega skipulagt hjá mér, en svo áður en ég veit af, þá er allt saman komið í eitthvað bull. Ég veit alveg að ég þarf að ganga frá eftir mig og að það ger- ir mér aðeins auðveldara fyrir, en ég geri það einhvern veginn ekki,“ seg- ir Árný og hlær á meðan hún setur farða á Ernu Björt sem situr pollró- leg í hástólnum og nýtur þess að láta vinkonu sína stjana við sig. Árný og Erna eru 17 ára gaml- ar og stunda báðar nám við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi en þrátt fyrir ungan aldur þá leynir sér ekki reynslan og þekking- in á förðun hjá þeim stöllum. Dáist blaðamaður af hvað stelpurnar eru glöggar á hinar ýmsu snyrtivörur, förðunarpensla og fjölbreyttum að- ferðum til að mála sig og aðra og forvitnast blaðamaður í leiðinni hvenær þær byrjuðu yfir höfuð að farða sig? „Ég byrjaði örugglega í 7. bekk,“ segir Árný. „Þá fórum við að stel- ast í maskara og meik hjá mömmu hennar Ernu,“ bætir hún við og þær brosa báðar. „Það var allavega komin löngun til að prófa að mála sig þá. Í 8. bekk þá fór maður að mála sig fyrir daginn og mamma gaf mér til dæmis maskara, en það voru alltaf einhverjar reglur og mörk sett þar sem maður var svo ungur. Því meira sem maður var kominn á bragðið með þetta þá hafði mamma lítið sem ekkert að segja, svo hætti hún að setja reglur þegar hún sá að það var ekkert að virka,“ segir Árný um upphafið á þessu mikla áhuga- máli. Farðaði móður sína á brúðkaupsdaginn Það er skemmtilegt að segja frá því að blaðamaður, sem starfar einn- ig sem sjálfstæður ljósmyndari, myndaði brúðkaup móður Árnýj- ar í sumar en þess má geta að Árný græjaði brúðarförðunina á móður sinni, ömmu sinni og sjálfri sér og í minningu blaðamanns var sem Árný hefði verið að farða í fleiri ár, svo róleg og yfirveguð virtist hún vera. Árný hins vegar upplifði brúðkaupsdaginn hjá móður sinni töluvert öðruvísi en blaðamaður. „Nei, ég var sko í svakalegu stressi þarna! Ég var náttúrlega að farða mömmu og ömmu og mig. Þetta var soldið kaos en gekk alveg ótrú- lega vel,“ segir hún ánægð og bæt- ir við að mamma sín og amma biðji sig oft um að farða sig við ýmis til- efni í dag. „Það er soldið eins og þetta sé búið að snúast við, nú stel- ast mamma og amma í förðunar- dótið mitt,“ bætir hún við og hlær. Móðir Árnýjar, Sigurbjörg Ottesen bóndi á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, hefur að mestu fjár- magnað förðunarsafnið hjá dóttur sinni sem er nú orðið ansi veglegt, en Árný segist þó kaupa sér sjálf í safnið þegar hún fer til útlanda og margt af því sem er keypt nýt- ist í langan tíma eins og til dæmis augnskuggar. Þarf ekki að mála sig Þó að Árný hafi málað sig nokk- uð reglulega þegar hún var fyrst að prófa sig áfram í förðun þá er tölu- vert annað upp á teningnum í dag. „Ég mála mig alls ekki á hverjum morgni of mér líður ekki eins og ég þurfi að mála mig á hverju morgni. Ég til dæmis vakna aldrei sérstak- lega til þess að farða mig,“ útskýrir hún en segir að þegar hún hafi smá tíma á morgunana, en þá hefur hún það einfalt og þægilegt. „Ég nota þá hyljara, bronzing gel, maskara, smá bronzer yfir og kinnalit. Svo lyfti ég augabrúnunum örlítið upp með geli. Þetta tekur kannski hálftíma í mesta lagi,“ bætir hún við. „Ég get samt verið algjör dundari við þetta, eins og þegar við vinkonurnar mál- um okkur saman fyrir böll og slíkt þá getur maður alveg tekið 40 mín- útur og lengur í að mála sig. Einnig, oft eftir skóla, þá er rosalega gaman að fara og leika sér að farða sig, setja tónlist á og prófa sig áfram, þann- ig verður maður betri og öruggari í þessu,“ segir Árný ákveðin. Engar reglur í dag Rétt áður en Árný klárar að farða vinkonu sína þá spyr blaðamað- ur hvað sé svona skemmtilegt við förðun? „Það er hægt að gera svo mikið í dag, plús, maður getur orð- ið svo sætur,“ segir Árný á meðan hún leggur lokahönd á förðunina á Ernu. „Það er líka svo gífurleg fjölbreytni í förðun í dag, það eru engar reglur hvernig maður á að farða sig. Það er búið að brjóta alla slíka ramma sem betur fer. Fólk hefur frjálsari hendur til að prófa sig áfram og finna út hvað hentar fyrir hvern og einn, við erum öll svo ólík. Það er ekkert eitt rétt. Það hefði til dæmis eitthvað grafið mig fyrir að setja kinnalit á augn- lokin, en það má allt í dag,“ seg- ir Árný glöð með þróunina en alla þekkingu á förðunarvörum og að- ferðum hefur hún fundið á sam- félagsmiðlum á borð við Snap- chat, Instagram og Youtube, og segir hún það góða leið til að finna út hvaða förðunarvörur er gott að nota. En fyrst og fremst segir Árný mikilvægt að æfa sig í að farða sig, þannig verður maður betri og öruggari. Sjálf stefnir hún á að fara í förðunarskóla meðfram náminu í fjölbraut á Akranesi. Áður en að blaðamaður kveður vinkonurnar þá var að sjálfsögðu tekin ein „eft- ir“- mynd til að sýna afraksturinn. glh Árný hefur byggt sér upp myndarlegt safn af snyrtivörum. Hér má sjá brotabrot af því safni. „Mamma og amma eru farnar að stelast í förðunardótið mitt“ Rætt við Árný Stefaníu um förðunaráhugann Árný Stefanía Ottesen er mikil áhugakona um förðun. Módelið Erna fyrir förðun. Erna að förðuninni lokinni. Árnýju þykir gaman að dunda sér við förðun. Hér farðar Árný móður sína á brúðkaupsdaginn fyrr í sumar. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.