Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 201930 Mt: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað er ógeðslega töff? Spurni g vikunnar (spurt í Borgarnesi) Sveinbjörg Stefánsdóttir „Konur í flottum fötum.“ Hafþór Ingi Gunnarsson „Mjög gott kaffi og vel snyrt skegg.“ Eydís Smáradóttir „Fallegt hár.“ Auður Ásta Þorsteinsdóttir „Vel snyrt hár og fallegt bros.“ Grundfirðingar hefja leik í 3. deild karla í körfuknattleik næst- komandi laugardag, 12. október, þegar þeir mæta B-liði Skalla- gríms á heimavelli. Aðalsteinn Jósepsson, Steini Jobba, er spil- andi þjálfari liðs Grundfirðinga eins og á síðasta ári. Aðspurður segir hann að stemningin í liðinu gæti verið betri núna í vikunni fyr- ir mót. „Það hafa verið mikil for- föll á æfingum þannig að við höf- um ekki náð að æfa neitt almenni- lega. Eins og einhver sagði þá ætl- um við bara að æfa okkur í leikj- unum,“ segir Steini, en hljómar þó ekkert sérstaklega áhyggjufull- ur. „Við erum allir á seinni hlut- anum á ferlinum, það er óhætt að segja það,“ segir hann og hlær við. „Reyndar fengum við Rúnar á Kverná aftur til liðs við okkur og Sæþór Sumarliðason á vensla- samingi frá Snæfelli, en misst- um Guðna Sumarliðason. Þann- ig að þriggja stiga skotunum kem- ur kannski til með að fækka í vet- ur, en á móti bætum við við okkur stórum manni í Rúnari, sem vill spila inni í teignum og er í góðu formi,“ segir hann. „Þannig að leikurinn sem við reynum að spila í vetur verður þessi hægi gamli leikur inni í teig og út, ekki þessi hlaupakerfi og endalausar hreyfingar. Við erum orðnir það gamlir að við hreyfum okkur ekki nema við sjáum eyðu, við erum ekki að hlaupa til að finna eyðurnar,“ segir Steini létt- ur í bragði. „Liðin sem eru með okkur í deildinni eru meira og minna B-lið en ég vona að við get- um spilað þennan hæga bolta, en ef þetta verða allt einhverjir ung- lingaflokksstrákar sem mæta okk- ur þá endar það illa. Við höfum ekkert að gera í að vera að hlaupa á eftir einhverjum krökkum,“ seg- ir Steini. „Síðan er það bara þann- ig að ef menn spila við önnur lið á svipuðu aldursskeiði þá verður leikurinn skemmtilegri, þó hann verði kannski ekki skemmtilegri fyrir áhorfendur,“ segir hann og hlær við. „Ef við verðum allir æl- andi eftir þriðja leikhluta, bún- ir að sprengja okkur á að hlaupa á eftir einhverjum krökkum, þá verður ekki gaman í fjórða leik- hlutanum.“ Aðspurður segir Steini liðið ekki hafa sett sér markmið um ákveðið sæti í deildinni að móti loknu í vor. Hins vegar sér skýrt markmið að Grundfirðingar ætli sér að gera betur nú en á síðasta ári. „Þá unnum við fjóra leiki en töpuðum átta. Við töpuðum fjór- um leikjum eftir framlengingu síðasta vetur og þar fyrir utan töp- uðum við tveimur leikjum á einni körfu. Þannig að við hefðum þess vegna alveg getað unnið átta og tapað fjórum, en ekki öfugt eins og varð niðurstaðan,“ segir hann. „Við reynum að bæta þetta í vet- ur og leggjum áherslu á að klára leikina. En það gerist ekki nema við mætum á æfingar, spilum okkur aðeins saman og náum að koma okkur í smá hlaupaform,“ segir hann en leggur engu að síð- ur áherslu á að gleði og skemmt- un verði í fyrirrúmi í vetur. „Þetta verður bara gaman og við vitum alveg hvað við erum að fara út í. Það er enginn með neina lands- liðsdrauma í þessari deild, þetta verður bara gert á gleðinni,“ segir Steini Jobba að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ tfk. Snæfell vann stórsigur á Breiðabliki, 76-48, þegar liðin mættust í fyrstu umferð Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik. Leikið var í Stykkis- hólmi á miðvikudagskvöld. Snæfellskonur voru sterkari all- an leikinn og það var ekki nema í tvisvar í fyrri hálfleik að gestirnir sýndu einhverja viðspyrnu. Snæfell skoraði fyrstu sjö stigin en gestirn- ir minnkuðu síðan muninn í 10-7 um miðjan fyrsta leikhluta. Eftir það skoruðu Snæfellskonur 13 stig gegn þremur og leiddu 23-10 eftir upphafsfjórðunginn. Snæfelli gekk illa að koma stigum á töfluna fram- an af öðrum leikhluta og Breiðablik náði að minnka muninn í fjögur stig í stöðunni 25-21. Snæfell bætti síðan lítið eitt við forskotið og hafði níu stiga forystu í hálfleik, 33-24. Snæfellskonur komu mjög ákveðnar til síðari hálfleiks, skor- uðu tólf stig gegn tveimur fyrstu tvær mínútur hálfleiksins og náðu að slíta sig frá gestunum. Þær héldu áfram að bæta við stigum og leiddu með 17 stigum fyrir lokafjórðung- inn, 54-37. Þar voru þær áfram mun öflugri, skoruðu 22 stig gegn 11 og Breiðabliksliðið átti aldrei möguleika. Leiknum lauk með 28 stiga sigri Snæfells, 76-48. Veera Annika Pirttinen var stiga- hæst í liði Snæfells með 20 stig. Anna Soffía Lárusdóttir var með 19 stig og níu fráköst og Chand- ler Smith skoraði 18 stig, gaf ell- efu stoðsendingar og tók 7 frá- köst. Helga Hjördís Björgvinsdótt- ir skoraði sex stig og tók sjö frá- köst, Gunnhildur Gunnarsdóttir var með fimm stig, ellefu fráköst, fimm stoðsendingar og fjóra stolna bolta, Emese Vida skoraði þrjú stig en tók átta fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir skoraði þrjú stig einnig og tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði tvö. Snæfell er í öðru sæti deildarinn- ar með tvö stig eftir fyrstu umferð- ina. Næst mætir ríkjandi Íslands- meisturum Vals á útivelli í kvöld, miðvikudaginn 9. október. kgk Piltarnir í 2. flokki ÍA unnu stórsig- ur á eistneska liðinu Levadia tall- in, 4-0, þegar liðin mættust í fyrstu umferð unglingadeildar UEFA á miðvikudagskvöld. Leikið var á Akranesvelli. Skagamenn komust yfir á 22. mínútu þegar Sigurður Hrann- ar Þorsteinsson, markakóngur Ís- landsmótsins, skoraði með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik, en áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi inn í síðari hálf- leikinn eftir næsta marki. Á 48. mínútu sendi Marteinn theodórs- son hættulega fyrirgjöf fyrir mark- ið frá hægri. Hann skrúfaði boltann með vinstri fæti inn að markinu þar sem enginn náði til hans og hann hafnaði í fjærhorninu. Glæsilegt mark hjá Marteini. Skagamenn voru sterkara lið vall- arins það sem eftir lifði leiks, sóttu í sig veðrið eftir því sem á leið og sköpuðu sér hættulegri marktæki- færi. Gestirnir frá Eistlandi tóku nokkrar rispur en voru almennt í erfiðleikum með að brjótast í gegn- um sterka vörn ÍA. Brynjar Snær Pálsson skoraði eft- ir hornspyrnu á 70. mínútu og kom Skagamönnum í 3-0 og það var síð- an Sigurður Hrannar sem innsigl- aði 4-0 sigur ÍA á 85. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Skagamenn standa vel að vígi fyrir seinni leik liðanna, sem fram fer í Eistlandi miðvikudaginn 23. október næstkomandi. Sigurvegar- inn úr viðureignum ÍA og Levadia mun sigurvegaranum úr viðureign Derby eða Minsk í næstu umferð sem fram fer í nóvember. kgk Snæfellskonur burstuðu Blika Gunnhildur Gunnarsdóttir og liðs- félagar hennar í Snæfelli áttu ekki í miklum vandræðum með Breiðablik í fyrstu umferðinni. Ljósm. úr safni/ sá. Skagamenn fagna marki gegn Levadia á Akranesvelli á miðvikudag. Ljósm. gbh. Unnu stórsigur á Levadia Svipmynd frá leik Grundfirðinga síðasta vetur. Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson lætur vaða á körfuna. „Erum allir á seinni hlutanum á ferlinum“ - segir Steini Jobba, spilandi þjálfari Grundfirðinga Aðalsteinn Jósepsson, spilandi þjálfari Grundfirðinga, ræðir við sína menn í leik- hléi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.