Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 2019 23
Snyrting gróðurs á lóðamörkum
Garðeigendur eru vinsamlega beðnir um að snyrta trjágróður sem kominn er út fyrir
lóðamörk til að tryggja öruggar og greiðar leiðir um göngustíga bæjarins. Þessi snyrting
er mjög nauðsynleg vegna snjómoksturs í vetur.
Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér lögreglusamþykkt Akraneskaupstaðar, þar sem meðal annars kemur
fram í 11. gr. að gróður s.s. tré, runnar o.s.frv. skulu ekki skaga út í eða út yfir gangstéttar, gangstíga eða
götur, þó er heimilt að þau skagi út yfir, ef hæð þeirra er a.m.k 2,8 m yfir gangstétt eða gangstíg, en 4,0 m
yfir götu. Einnig er íbúum bent á að skoða samþykktar reglur bæjarstjórnar Akraness um umgengni og
þrifnað utanhúss á Akranesi en þar er eigendum eða umráðamönnum húsa og lóða gert skylt að halda
eignum vel við, hreinum og snyrtilegum þ.á m. húsum, lóðum og girðingum.
SK
ES
SU
H
O
R
N
Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Allar ábendingar eru vel þegnar frá íbúum og skulu berast á
netfangið umhverfi@akranes.is eða í síma 433-1000.
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Boðað er til hluthafafundar í
Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.
föstudaginn 11. október kl. 12:00 í
sal skólans
Dagskrá
Hluthafasamkomulag1.
Stjórnarkjör samkvæmt nýju 2.
hluthafasamkomulagi
Önnur mál löglega borin upp3.
Tillögur að lagabreytingum má finna í
frétt á heimasíðu félagsins,
www.menntaborg.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Fundarboð
„Stjórn og starfsfólk Heimilis og
skóla lýsa yfir áhyggjum af aðgengi
og öryggismálum skóla og eru tvö
nýleg atvik tilefni þessa erindis,“
segir í tilkynningu. „Við skorum á
mennta- og menningarmálaráðu-
neyti og sveitarfélög landsins að
taka þessi mál til gagngerrar end-
urskoðunar og setja viðmið þar að
lútandi.
Í byrjun september 2019 kom upp
alvarlegt atvik í Austurbæjarskóla
þar sem átti sér stað brot gegn barni
á skólatíma. Einnig hefur borið á
því undanfarið að losað hefur verið
um skrúfur og dekk á hjólum skóla-
barna en í upphafi mánaðar slasað-
ist drengur illa þegar hann tvíhand-
leggsbrotnaði eftir slíkan hrekk.
Þá eru þjófnaðir í skólum ekki óal-
gengir þar sem fatnaði og öðrum
verðmætum er stolið frá börnum.
Sem betur fer eru atburðir eins og
sá fyrsti sem hér er lýst ekki algeng-
ir en þegar svona alvarlegur glæpur
á sér stað í grunnskóla hlýtur það að
vera tilefni til að staldra við og fara
yfir öryggisferla, viðbragðsáætlanir
og eftirlit með nemendum.“
Þá segir að stjórn Heimilis og
skóla vilji að skólar séu öruggir
staðir fyrir börn þar sem þau upp-
lifa sig örugg og líði vel og geta
jafnframt leikið sér frjáls við trygg-
ar aðstæður. „Við mælumst því til
þess að öryggismál og aðgangsstýr-
ing verði endurskoðuð frá grunni í
skólum landsins og skýrt sé hverjir
starfa við skólann, t.d. með því að
merkja starfsmenn og kenna börn-
um að leita aðeins til merktra starfs-
manna. Af gefnu tilefni gerum við
einnig athugasemd við málefni sem
nær þvert á skólastig og varðar regl-
ur um fræðslu fyrir börn og ung-
linga. Nýlega hefur borið á því að
óheppileg fræðsla hafi ratað inn í
framhaldsskóla. Í viðtali við Stund-
ina 4. okt. 2019 lýsir Kristín I. Páls-
dóttir, talskona Rótarinnar, áhyggj-
um af því að skólar hleypi mönnum
inn með fræðslu- og forvarnarstarf
sem ekki hafa faglega þekkingu til
að sinna slíku starfi og segir að um
öryggisgloppu sé að ræða. Nem-
endur séu jafnvel settir í hættu.
Ekki eru til nein lög eða reglur um
það hverjum er hleypt inn í skólana
með forvarnar- eða fræðslustarf
eða hvernig slíku starfi skuli hátt-
að af hálfu gestkomandi aðila. Eng-
in viðmið eru til af hálfu mennta-
og menningarmálaráðuneytis um
hvernig haga skuli utanaðkomandi
fræðslu inni í skólum. Einstök sveit-
arfélög hafa sum hver sett sér við-
mið um slíkt en almennt er það á
ábyrgð skólastjórnenda að ákveða
hvaða kynningar skuli heimilaðar.
Það fyrirkomulag virðist þó ekki
duga til að vernda nemendur fyrir
óæskilegum áhrifum af óviðeigandi
fræðslu og óskum við því eftir að
mennta- og menningarmálaráðu-
neyti útbúi viðmið um fræðslu í
skólum og eftir því sem við á í sam-
starfi við hlutaðeigandi, s.s. skóla-
stjórnendur og sveitarfélög.“
mm
Öryggi í skólum og
reglur um fræðslu
Rauði krossinn í Borgarfirði og Rauði
krossinn í Stykkishólmi boða til stofnfundar
nýrrar deildar Rauða krossins á Vesturlandi
þriðjudaginn 22. október kl. 19.00
í Símenntunarmiðstöð Vesturlands.
Allir félagsmenn velkomnir!
Formaður Borgarfjarðardeildar
og formaður Stykkishólmsdeildar.
Stofnfundur Rauða
krossins á Vesturlandi
22.10.2019, kl. 19:00 - 21:00
Þekking
Gæði
Þjónusta
Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388
Sími: 666 5110
smaprent@smaprent.is
www.smaprent.is
Smáprent
Bolir
í mörgum
litum
Við hönnum, prentum og
merkjum fyrir þig og þína