Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 20198 Nýtt póstnúmer EYJA- og MIKL: Frá 1. októ- ber síðastliðnum gerði Ísland- spóstur þá breytingu að öll heimili í Eyja- og Miklaholts- hreppi hafa nú fengið póst- númerið 342 Stykkishólmur, í stað 311 Borgarnes. Verður póstdreifing í sveitina fram- vegis úr Stykkishólmi. Póst- númerið 341 Stykkishólmur er fyrir Helgafellssveit. Með- fylgjandi mynd er frá Breiða- bliki, 342 Stykkishólmi. -mm Grunur vaknaði um e-coli smit BORGARBYGGÐ: Í síð- ustu viku vaknaði grunur um e-coli smit í neysluvatni frá Grábrókarveitu í Norðurár- dal og voru íbúar hvattir til að sjóða vatn þar til nánari sýnataka hefði farið fram. Á föstudaginn sýndi svo endur- tekin sýnataka að ekki var e- coli mengun í neysluvatninu og taldi því Heilbrigðiseftirlit Vesturlands ekki lengur þörf á að sjóða vatnið. Veitusvæði Grábrókarveitu nær til Borg- arness, Bifrastar og Varma- lands auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgar- firði. Í tilkynningu frá Veitum kom fram að fyrirtækið mun grípa til aðgerða í kjölfar þessa máls. tekin var ákvörðun um að setja lýsingu á allt vatn úr Grábrókarveitu. Gert er ráð fyrir að hún komi upp á næstu vikum. Lýsing gerir örverur óvirkar og bætir þannig gæði vatnsins en hefur að öðru leyti engin áhrif. -mm Stýrivextir lækk- aðir í 3,25% LANDIÐ: Peningastefnu- nefnd Seðlabanka Íslands ákvað á miðvikudaginn í síð- ustu viku að lækka vexti bank- ans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða þá 3,25%. „Samkvæmt bráðabirgðatölum þjóðhags- reikninga hélt áfram að hægja á hagvexti á fyrri hluta þessa árs. Meiri vöxtur skýrist eink- um af hagstæðara framlagi ut- anríkisviðskipta þar sem eftir- spurn beinist í meira mæli að innlendri framleiðslu og veg- ur það upp á móti samdrætti í útflutningi. Leiðandi vísbend- ingar benda til þess að áfram muni hægja á vexti efnahags- umsvifa en sjá má merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.“ -mm Nýr félagsmálastjóri REYKH/STRAND: Guð- rún Elín Bonónýsdóttir hefur verið ráðin í starf félagsmála- stjóra Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Hún tek- ur við starfinu af Maríu Ját- varðardóttir, sem látið hef- ur af störfum. Mun Guðrún Elín að öllum líkindum koma að fullu til starfa í nóvem- ber, að því er fram kemur á vef Strandabyggðar. Guðrún Elín er fædd árið 1961 og lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1986, meistarnámi í heilbrigðisvís- indum frá Háskólanum á Ak- ureyri árið 2008, mannauðs- stjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2014 og viðbótardip- lómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ árið 2017. „Hún hefur langa reynslu af störfum innan heilbrigðisgeirans og var m.a. hjúkrunarstjóri/deildarstjóri sjúkrasviðs á Heilbrigðisstofn- uninni á Hvammstanga, síðar Heilbrigðisstofnun Vestur- lands, frá 1998 til 2018, unn- ið sem hjúkrunarfræðing- ur á endurhæfingadeild fyr- ir aldraða, Landakoti, starf- að sem hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga, á Húsavík og nú síðast við Landspítalann,“ segir á vef Strandabyggðar. „Í sínu starfi hefur Guðrún Elín komið að flestum þeim málum sem snerta starfssvið félagsmálastjóra auk þess að hafa góða þekkingu og reynslu hvað stoðkerfi heilbrigðismála varðar.“ -kgk Margir slógu upp tjaldi SNÆFELLSBÆR: Góð að- sókn var að tjaldsvæðum Snæ- fellsbæjar, í Ólafsvík og Hell- issandi, á liðnu sumri, en tæp- lega 17 þúsund gestir gistu á tjaldsvæðunum þetta sumar- ið. Hlutfall innlendra ferða- manna sem gistu á tjaldsvæð- unum jókst verulega frá fyrra ári, enda veður gott um allt vestanvert landið meira og minna allt síðasta sumar. Sam- kvæmt tjaldvörðum var áber- andi ánægja gesta með aðstöð- una, að því er fram kemur í frétt á vef Snæfellsbæjar. -kgk Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið hefur látið greina möguleg hagræn áhrif þess að lög- festa ákvæði um lágmarksíbúa- fjölda sveitarfélaga við töluna eitt þúsund. „tvær aðferðir voru not- aðar við greininguna sem gáfu til kynna að svigrúm til hagræðingar við að lögfesta ákvæðið getur orð- ið allt að 3,6-5 milljarðar króna á ári,“ segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu. tilkynningin er þannig í heild sinni: „Samkvæmt tillögu til þings- ályktunar um stefnumótandi áætl- un ríkisins í málefnum sveitarfé- laga, sem mælt verður fyrir á Al- þingi síðar í mánuðinum, er að- gerð sem felur í sér að sett verði að nýju ákvæði í sveitarstjórnarlög um lágmarksíbúafjölda í sveitar- félagi og að hann verði ekki mið- aður við 1.000 íbúa. Nái tillagan fram að ganga er ljóst að sveitar- félögum á Íslandi mun fækka um- talsvert, en í yfir helmingi sveitar- félaga búa færri en 1.000 íbúar. Ýmsir aðilar hafa bent á að mik- il hagræðing felist í slíkri aðgerð. Hægt væri að nýta þann ávinning til að lækka álögur á íbúa, greiða niður skuldir og þar með lækka kostnað og/eða auka þjónustu við íbúa og styrkja innviði. Nú þegar þings- ályktunartillagan verður tekin til umræðu er mikilvægt að fyrir liggi hagræn greining á áhrifum hennar, þ.e. mati á fjárhagslegum og hag- rænum áhrifum þess að sveitarfé- lögum fækki um allt að helming. tvær aðferðir voru notaðar til greiningar á hagrænum áhrifum til- lögunnar. Önnur aðferðin studdist við kostnaðartölur málaflokka und- angenginna fimm ára og kostnað- arlíkön metin fyrir alla málaflokka, annars vegar fyrir minni sveitar- félög (999 íbúar og færri) og hins vegar stærri (1000-4000 íbúar). Sú aðferð gaf til kynna að svigrúm til mögulegrar hagræðingar við það að setja lágmarks íbúafjölda sveitarfé- laga í 1.000 getur orðið 3,6 ma.kr. á ári á sveitarstjórnarstiginu. Hin að- ferðin gekk út á það að velta fyrir sér líklegum sameiningarmynstrum og meta út frá því hvaða tækifæri til hagræðingar slík endurskipulagn- ing hefði í för með sér. Þessi aðferð skilaði mati á tækifærum til mögu- legrar hagræðingar sem nemur um 5 ma.kr. á ári. Ekki var gerð tilraun til að meta sérstaklega hvernig sá ávinningur eða hagræðing skiptist á milli sveit- arfélaga, Jöfnunarsjóðs og ríkis- sjóðs, heldur var reynt að ná eins góðri námundun og unnt er á það hvaða tækifæri til hagræðingar geta skapast innan sveitarstjórnarstigs- ins, óháð því hvar hún verður og hvort forsvarsmenn sveitarfélaga ná að innleysa fjármunina og nýta t.d. til að auka þjónustu við íbúa.“ mm Meta verulegan fjárhagslegan ávinning af fækkun sveitarfélaga Svigrúm til hagræðingar við að lögfesta ákvæði um þúsund manna lágmarksfjölda íbúa getur orðið allt að 3,6 - 5 milljarðar króna á ári, að mati starfsfólks sveitarstjórnarráðuneytisins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.