Skessuhorn - 23.10.2019, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 20192
Menning, skemmtun og listvið-
burðir eru allsráðandi næstu
dagana, víða á Vesturlandi.
Við hvetjum fólk til þátttöku.
Minnum á að á morgun hefj-
ast Vökudagar á Akranesi og
standa þeir til 3. nóvember.
Einnig verður árlegur haust-
fagnaður haldinn í Dölum
um helgina og Rökkurdagar
standa nú yfir í Grundarfirði.
Þetta og svo allt hitt að auki.
Á morgun stefnir í norðanátt
13-20 m/s og snjókomu eða
él, en yfirleitt þurrt á sunnan-
verðu landinu. Frost á bilinu
0-6 stig. Á föstudag er spáð
norðan 8-13 m/s og dálítil él
verða á Norður- og Austurlandi
en léttskýjað á Suður- og Vest-
urlandi. Frost 0-6 stig. Lægir um
kvöldið og kólnar. Á laugardag
er útlit fyrir hæga breytilega
átt og yfirleitt léttskýjað. Frost
á öllu landinu. Á sunnudag og
mánudag er spáð vestlægri átt,
víða þurrt og bjart veður og
hiti í kringum frostmark. Skýjað
með köflum og þurrt að kalla
vestanlands og hiti 1-5 stig.
Lesendur Skessuhorns eru
margir frekar nægjusamir
buxnalega séð, ef marka má
könnun á vef Skessuhorns í
síðustu viku þar sem spurt hvar
hversu margar buxur fólk ætti.
37% eiga á bilinu 6-10 bux-
ur og önnur 37% láta duga
að eiga 1-5 buxur. 14% sögð-
ust eiga 11-15 buxur, 5% 16-20
stykki og einnig 5% sem eiga
fleiri en 30 buxur í sínum fata-
skáp. 2% svarenda eiga á bilinu
21-25 buxur og sagðist þá bara
einn eiga 26-30 buxur.
Í næstu viku er spurt:
Aðhyllist þú breytt mataræði?
Sóley Rós Þórðardóttir er ung
Dalakona og kokkur sewm
stofnaði nýverið veisluþjón-
ustufyrirtækið Moon veiting-
ar ásamt vinkonu sinni. Sóley
er Vestlendingur vikunnar að
þessu sinni.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Leitað hófanna í
brunavörnum
BORGARBYGGÐ: Á fundi
byggðarráðs Borgarbyggðar í
síðustu viku voru til umfjöll-
unar erindi tveggja nágranna-
sveitarfélaga um samstarf í
brunavörnum. Til kynning-
ar voru drög að samningi
Borgarbyggðar við Skorra-
dalshrepp um brunavarnir í
Skorradal. „Drögin eru ítarleg
og mjög frábreytt núverandi
samning,“ segir í fundargerð.
Byggðarráð lýsti yfir stuðn-
ingi sínum við að ljúka samn-
ingi á forsendum samningsins;
„að því tilskyldu að ásættanleg
niðurstaða fengist hvað varð-
ar greiðslur Skorradalshrepps
fyrir þá þjónustu sem sveitar-
félagið kaupir af Borgarbyggð
á þessu sviði.“ Á sama fundi
var kynnt bréf Eyja- og Mikla-
holtshrepps frá 20. september
sl. þar sem óskað er eftir við-
ræðum við Borgarbyggð um
þjónustu Borgarbyggðar um
brunavarnir í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóra var falið að boða
til fundar um málið og leiða
viðræðurnar af hálfu Borgar-
byggðar. -mm
Skemmtikvöld
fellur niður
AKRANES: „Skemmti-
kvöld Kórs Akraneskirkju sem
vera átti í Frístundamiðstöð-
inni við Garðavöll föstudag-
inn 25. október, fellur niður
vegna óviðráðanlegra orsaka.“
-fréttatilk.
Undir áhrifum
VESTURLAND: Síðdegis
á laugardag var maður hand-
tekinn á Akranesi, grunað-
ur um akstur undir áhrifum
ávana- og fíkniefna, án öku-
réttinda, nytjastuld og skjala-
fals. Sést hafði til mannsins
brjótast inn í bíl á Akranesi og
aka á brott. Maðurinn hafði
tekið númeraplötur af öðrum
bíl nokkrum dögum áður og
sett á stolna bílinn. Maðurinn
viðurkenndi að hafa farið inn
í tvo bíla á Akranesi og fram-
vísaði hlutum úr þeim bílum.
Málið telst upplýst, að sögn
lögreglu. Sama dag var öku-
maður stöðvaður í Borgar-
nesi, grunaður um um ölvun
við akstur. Var hann færður á
lögreglustöðina og kallað eftir
lækni sem tók úr honum blóð-
sýni. Honum var síðan sleppt
úr haldi eftir að hafa veitt sýni.
Málið er í rannsókn. Á mánu-
dag stöðvaði lögregla för öku-
manns um Innnesveg, grun-
aðan um akstur undir áhrifum
ávana- og fíkniefna. Maðurinn
reyndist enn fremur ekki hafa
ökuskírteini meðferðis og gat
ekki sýnt fram á að hann hefði
gild ökuréttindi. -kgk
Um klukkan 15:30 á fimmtudag í
liðinni viku kom upp eldur í bátn-
um Vesturborgu ÍS í skipasmíða-
stöð Skipavíkur í Stykkishólmi. Að
sögn Jóns Þórs Eyþórssonar, varð-
stjóra hjá Lögreglunni á Vestur-
landi, var báturinn inni í húsinu
þegar eldurinn kviknaði. Verið var
að logsjóða í botn bátsins, frammi
við stefni hans, þegar eldurinn
kviknaði. Mikill reykur kom upp,
sem lagði frá bátnum.
Lögregla og Brunavarnir Stykk-
ishólms og nágrennis voru fljótar á
staðinn, en auk þess var kallað eft-
ir aðstoð frá Slökkviliði Grundar-
fjarðar og Slökkviliði Snæfellsbæj-
ar.
Eftir að bátnum var komið út úr
húsinu gekk slökkvistarf greiðlega
og lauk á sjötta tímanum. Engin
slys urðu á fólki.
kgk/ Ljósm. kgk.
Síðastliðinn föstudag undirrituðu
Grundarfjarðarbær og Borgarverk
verksamning um lengingu Norður-
garðs í Grundarfjarðarhöfn. Borg-
arverk átti lægsta tilboð af fimm
sem bárust í útboði í september
síðastliðinn en tilboðið hljóðaði
upp á 247 milljónir króna eða 0,6%
yfir kostnaðarátætlun verksins,
samkvæmt frétt Skessuhorns fyrir
skömmu. Byggður verður 90 metra
langur brimvarnargarður en í heild
er lengingin 130 metrar. Vegagerð-
in hannaði lengingu hafnargarðsins
og sá um útboðsgerð en Efla verk-
fræðistofa gerði útboðsgögn fyrir
rekstur stálþilsins. Framkvæmdir
hefjast síðar í mánuðinum en áætl-
uð verklok eru 1. júní 2020.
tfk
Sveitarstjórn Reykhólahrepps
samþykkti á fundi sínum síðdeg-
is á þriðjudag í liðinni viku breyt-
ingu á aðalskipulagi hreppsins sem
felur í sér að Vestfjarðavegur verði
lagður eftir svokallaðri Þ-H leið.
Felur hún í sér veg um Teigsskóg
og þverun þriggja fjarða; Þorska-
fjarðar, Djúpafjarðar og Gufufjarð-
ar. Var skipulagsbreytingin sam-
þykkt með þremur atkvæðum gegn
tveimur.
Meirihluti sveitarstjórnar lagði
fram þriggja síðna rökstuðning með
ákvörðun sinni. Þar lýsir meirihlu-
tinn því að hann telji sveitarfélagið
hafa uppfyllt rannsóknarskyldu
sína í undirbúningi ákvörðunarin-
nar. Brýn þörf sé á samgöngubó-
tum, en sveitarfélaginu sé óheim-
ilt að leggja fram valkost R, eins
og skipulagsnefnd hafði lagt til,
þar sem umferðaröryggi hennar
hafi verið metið minna en annarra
leiða í umferðaröryggismati Veg-
agerðarinnar. Þá hafi sveitarfélagið
við vinnu sína fengið skýr svör þess
efnis að ekki yrði unnt að bæta við
4-6 milljörðum við þá fjárveitin-
gu sem þegar liggur fyrir í Vestf-
jarðaveg. „Því er það niðurstaða
að hagsmunir samfélagsins veg-
na bættra samgangna séu meiri
en þau neikvæðu umhverfisáhrif
sem þau hafi í för með sér,“ segir
í rökstuðningi meirihlutans með
ákvörðun sinni.
Tryggvi Harðarson sveitarstjóri
segir í samtali við Skessuhorni að
nú fari aðkomu sveitarfélagsins að
málinu senn að ljúka. Þegar skipu-
lagið hefur verið staðfest af Skipu-
lagsstofnun mun Vegagerðin sækja
um framkvæmdaleyfi og hafa fors-
varsmenn hennar gefið það út út að
þeir vonist til að framkvæmdir geti
hafist á næsta ári. Tryggvi segir að
sveitarfélagið hyggist afgreiða um-
sókn um framkvæmdaleyfi eins
fljótt og auðið er. Þar með verður
þeim þáttum málsins sem snúa að
sveitarfélaginu lokið. Tryggvi bætir
þó við að nokkrir aðilar hafi boðað
að þeir muni kæra framkvæmdaley-
fið þegar það hefur verið gefið út.
Verði framkvæmdaleyfið kært fær
málið sinn farveg fyrir dómstólum.
kgk
Eldur kviknaði í báti í Hólminum
Slökkvistarf langt komið, búið að skera gat á bátinn og verið að sprauta vatni inn,
til að kæla hann. Einnig fóru slökkviliðsmenn inn í bátinn til að gæta þess að ekki
leyndust glæður milli þilja.Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi.
Grundarfjarðarbær semur
við Borgarverk
Yfirlitsmynd frá Vegagerðinni sem
sýnir lengingu Norðurgarðs.
Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri og
Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri
Borgarverks undirrita samninginn.
Kjartan Elíasson verkfræðingur á
Siglingasviði Vegagerðarinnar og
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri vottuðu
undirritunina. Ljósmynd: eg
Sveitarstjórn staðfesti Teigsskógarleið
Horft að Reykhólum. Ljósm. úr safni/ mm.