Skessuhorn - 23.10.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Mjjjááá
Þessa dagana á ég í svona ástar-haturs sambandi og er dáldið að reyna að
vinna í sjálfum mér með það. Þetta ástar-haturs samband er ekki í garð
nokkurrar mannveru, heldur katta. Sjálfur er ég alinn upp í sveit þar sem
aldrei voru færri en tveir til fjórir kettir hverju sinni og kom okkur vel til
vina. Þeir höfðu hlutverk í lífi sínu, bjuggu í útihúsunum og sáu um að
halda músastofninum í skefjun. Kvölds og morgna mættu þeir svo í fjós-
ið og fengu spenvolga mjólk í skálina sína og mat eftir þörfum. Kettirnir
og heimilishundurinn hverju sinni voru meira að segja vinir. Hafa vafalítið
gert sér grein fyrir tilverurétti og hlutverki hvors annars. Kötturinn fór til
dæmis aldrei í smalamennskur og hundurinn veiddi hvorki mýs né fugla.
Þeir voru semsé ekki að troða á réttindum hvors annars og lifðu því í friði.
Svo nánir voru þeir jafnvel að þeir löptu stundum saman úr mjólkurskál-
inni. Máltækið að slást eins og hundur og köttur varð semsé ekki til á þeim
bænum.
Sambýli hunda og katta eru hins vegar hreint ekki alltaf mjög friðsam-
legt. Það skýrist af því að báðar þessar dýrategundir eru rándýr. Hundur
bregst undantekningar lítið við aðsteðjandi ketti með því að reykspóla í
kvikindið. Kötturinn finnur sér venjulega tré til að forða sér upp í, nú eða
skríður undir bíl. Sennilegasta skýringin á þessu hatri er sú að þetta eru ar-
fgeng viðbrögð hunda þegar þeir rekast á annað rándýr sem gæti veitt þeim
samkeppni í lífsbaráttunni. Sama er uppi á teningnum úti í náttúrunni þar
sem refir og minkar halda sjaldnast til á sama landssvæðinu. Á sama hátt
þvælast refir og minkar nær aldrei inn í þéttbýlið þar sem urmull er af hun-
dum og köttum.
Við mannfólkið gerum talsvert af því að halda svona rándýr, okkur til
ánægju, oftast. Heimilistíkin á mínu heimili hefur þannig fylgt okkur í rúm
ellefu ár og samlagast því að búa þar, jafnvel þótt hundar af hennar ættstof-
ni hafi upphaflega verið ræktaðir til að smala fé. En hún má eiga það að
aldrei, svo lengi sem hún dregur andann, mun hún þola kött á lóðinni sinni
(lesist Stór-Langasandssvæðinu). Finnst henni kettir ómerkilegar kynjav-
erur sem hún hrekur hiklaust burtu með tiltækum ráðum. En kettir eru
lævísir og liprir. Í mínum huga eru þeir hérumbil jafn slóttugar og fólk sem
veikt er af siðblindu.
Ég elska ketti í þéttbýli því þeir halda músum fjarri. Þeir hafa þannig
sitt hlutverk í lífinu, líkt og fjóskettirnir forðum. En nú er svo komið að
þetta ástar-samband við þá er að hallast út í haturssamband í mínu tilfelli.
Einhver kötturinn er nefnilega farinn að ásækja okkur. Þegar heimilisfólk,
og heimilishundurinn, er gengið til náða laumast köttur þessi upp í glug-
gasyllu, teigir loppuna um meter upp í opnanlegt fag á þvottahússglugga-
num, opnar og hoppar inn. Síðan er staðið í hundadallinum og byrjað að
flytja bita úr honum út sömu leið og komið var inn. Stundum vekur hann
okkur með bramboltinu ef hann flýtir sér of mikið. Kettinum til hróss skal
þó tekið fram að svona ránsferðir eru aldrei farnar nema ilmur af íslensku
lambakjöti berist í þefvísar nasir hans. Finnst honum vafalaust ekki taka
því að brjótast inn hjá fólki nema ránsfengurinn sé álitlegur. Þannig hö-
fum við þurft að sjá á eftir sláturkeppi, kótilettum og nú síðast síðubitum í
hundadallinum.
Kettir eru vissulega rökkurdýr og kjötætur sem hafa lifað sem húsdýr í
mörg þúsund ár. Ég held að kettirnir séu ekki vandamálið í mínu nágrenni.
Ég lít svo á að það séu annað hvort eigendur þeirra, sem hættir eru að gæta
katta sinna á nóttunni eða/og jafnvel fóðra þá ekki nógsamlega. Eða þá að
skýringuna megi finna í að útigangsköttum sé að fjölga. Þá er dýraeftirliti
ábótavant. Ég ætla hins vegar þrátt fyrir allt að ríghalda í ást mína á köt-
tum. Þoli ekki mýs og þrátt fyrir ótuktarsemina virði ég þá fyrir frábæran
matarsmekk.
Magnús Magnússon
Íslenska kvikmyndin Agnes Joy var
frumsýnd í Háskólabíói síðastliðinn
fimmtudag. Fjölmenni var á sýn-
ingunni en um er að ræða mynd um
Rannveigu sem er að upplifa kuln-
un í starfi og einkalífi. Þá er hjóna-
bandið ekki vel statt og hún föst í
starfi sem hún hatar og á í útistöð-
um við dóttur sína, Agnesi. Agnes
er uppreisnagjörn og virðir ekki
reglur. Þegar nýr nágranni kem-
ur hverfur eiginlega gremja þeirra
mæðgna um stund og fjölskyldan
fer að endurmeta hlutina og kljást
við nýjar áskoranir.
Myndinni leikstýrði Silja Hauks-
dóttir auk þess sem hún skrifaði
handritið ásamt þeim Göggu Jóns-
dóttur og Jóhönnu Friðriku Sæ-
mundsdóttur. Aðalhlutverk eru í
höndum Kötlu Margrétar Þor-
geirsdóttur, Donnu Cruz, Þor-
steins Bachmann, Björns Hlyns
Haraldssonar og Kristins óla Har-
aldssonar. Sögusvið myndarinnar
er Akranes og er myndin að mestu
tekin þar upp.
arg
Á sjö ára afmæli þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar 20. októ-
ber síðastliðinn var tilkynnt
að Píratar og Samfylkingin
hyggjast leggja fram frum-
varp að nýrri stjórnarskrá sem
byggir á frumvarpi stjórn-
lagaráðs og vinnu Alþingis í
kjölfarið. Frumvarpið legg-
ur til að halda áfram vinnu
við setningu nýrrar stjórn-
arskrá þar sem frá var horfið
árið 2013. „Þjóðaratkvæða-
greiðslan 20. október 2012
sýndi að rúmlega tveir þriðju kjós-
enda vildu að tillögur stjórnlaga-
ráðs skyldu lagðar til grundvall-
ar nýrri stjórnarskrá. Alþingi hefur
enn ekki lokið við lögfestingu nýju
stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að
hafa haft til þess 2.556 daga.
Íslenska þjóðin er stjórnar-
skrárgjafinn. Þingmenn og
leiðtogar þjóðarinnar eiga
að virða ákvörðun þeirra sem
valdið hafa til þess að setja
þeim leikreglurnar. Skylda
kjörinna fulltrúa er til þess að
leiða nýja stjórnarskrá í lög
og virða þannig vilja íslensku
þjóðarinnar,“ segir í tilkynn-
ingu sem Logi Einarsson og
Halldóra Mogensen rita und-
ir. Þá segir að frumvarpið um
nýju stjórnarskrána verði lagt fram
á þingfundi á næstunni.
mm
Fiskvinnslan Ísfiskur á Akranesi
hefur fengið jákvæða afgreiðslu
lánsumsóknar hjá stjórn Byggða-
stofnunar. Að sögn Alberts Svav-
arssonar framkvæmdastjóra er sú
lánafyrirgreiðsla háð uppfylltum
skilyrðum sem fyrirtækið þarf svig-
rúm til að mæta. Þetta fékkst stað-
fest síðastliðinn föstudag en frá
þeim tíma gáfu menn sér að óvissa
um framtíði rekstrarins gæti varað
í eina til tvær vikur. Albert kveðst
engu að síður vongóður um að Ís-
fiskur nái að vinna sig út úr þeim
fjárhagslegu þrengingum sem fyr-
irtækið hefur glímt við eftir flutn-
ing starfseminnar úr Kópavogi og á
Akranesi. „Ég er vongóður og vona
innilega að starfsfólk okkar geti
fengið jákvæð tíðindi fyrir mánaða-
mótin,“ sagði Albert í samtali við
Skessuhorn.
Eins og kunnugt er var 42 starfs-
mönnum við fiskvinnslu Ísfisks á
Akranesi sagt upp störfum fyrir síð-
ustu mánaðamót sökum óvissu um
fjármögnun. mm
Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs sem haldinn var
um liðna helgi var ný stjórn kjörin
í flokknum. Alls barst 21 framboð í
stjórn en hún er skipuð ellefu aðal-
mönnum og fjórum varamönnum.
Katrín Jakobsdóttir var endurkjör-
in formaður flokksins en hún hef-
ur verið formaður frá árinu 2013.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
er nýr varaformaður. Katrín hlaut
187 atkvæði eða öll greidd atkvæði.
Guðmundur Ingi hlaut 187 atkvæði
af 192 greiddum atkvæðum. Fimm
skiluðu auðu.
Ingibjörg Þórðardóttir er nýr
ritari hreyfingarinnar. Ingibjörg
hlaut 119 atkvæði af 192. Una
Hildardóttir sem einnig var í fram-
boði hlaut 72 atkvæði. Einn skilaði
auðu. Rúnar Gíslason úr Borgar-
nesi er nýr gjaldkeri hreyfingarinn-
ar. Rúnar hlaut 117 atkvæði af 192.
Ragnar Auðun Árnason sem einnig
var í framboði hlaut 69 atkvæði. Sex
skiluðu auðu.
Meðstjórnendur voru sömuleiðis
kjörnir en þeir eru: Ragnar Auðun
Árnason, Sóley Björk Stefánsdótt-
ir, Berglind Häsler, Álfheiður Inga-
dóttir, Þóra Magnea Magnúsdóttir,
Elva Hrönn Hjartardóttir og Andr-
és Skúlason. Varamenn eru Bjarni
Jónsson, Cecil Haraldsson, Guðný
Hildur Magnúsdóttir og Einar
Bergmundur Þorgerðason Bóas-
son.
mm
Ísfiskur fær fyrirgreiðslu
Byggðastofnunar
Skjáskot af þætti á Stöð2 um helgina þar sem rætt var við
Halldóru Mogensen og Loga Einarsson um væntanlegt
frumvarp að nýrri stjórnarskrá.
Boða frumvarp um nýja stjórnarskrá á
grundvelli stjórnlagaráðs
Ný stjórn kjörin á landsfundi Vinstri grænna
Agnes Joy tekin upp á Akranesi og
frumsýnd í liðinni viku