Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2019, Qupperneq 12

Skessuhorn - 23.10.2019, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 201912 Síðustu ár hefur orðið töluverð fjölgun unglinga sem kjósa að fermast borgaralega en síðastliðið vor voru 545 fermdir á vegum Sið- menntar, er það aukning um 200 unglinga frá árinu 2016. Borgara- leg ferming er óháð trú og snýst undirbúningur fermingarinnar fyrst og fremst um að kenna ung- mennunum gagnrýna hugsun og almenna siðfræði. „Við erum með ellefu vikna námskeið yfir veturinn fyrir krakka á höfuðborgarsvæð- inu en förum út á land með helg- arnámskeið, tvær helgar á hverjum stað,“ segir Heiðrún Arna Friðriks- dóttir, verkefnastjóri Borgararlegr- ar fermingar hjá Siðmennt í samtali við Skessuhorn. Næsta vor verður borgaraleg ferming haldin á Akra- nesi í fjórða skipti. „Við miðum við að ná að lágmarki tíu krökkum á hverjum stað til að halda fræðslu í heimabyggð,“ segir Heiðrún og bætir því við að hægt sé að fá at- höfn í heimabyggð séu að lágmarki 3-5 börn sem ætla að fermast. Áhersla á hagnýta fræðslu Skráningu í borgaralega ferm- ingu lokar 15. nóvember næst- komandi og þá verður ungmenn- um raðað niður á námskeið en á Akranesi verður námskeið haldið helgina 8.-9. febrúar og 28.-29. mars á næsta ári. „Á námskeið- inu er áhersla lögð á mannrétt- indi, jafnrétti, hvernig það er að vera unglingur í nútíma samfélagi og bara almenna hagnýta fræðslu og gagnrýna hugsun. Við leggjum áherslu á að námskeiðið sé þann- ig byggt upp að krakkarnir taki sjálfir þátt, frekar en að við séum beint að kenna þeim. Þessu lýkur svo með hátíðlegri athöfn, ferm- ingu, þar sem athafnarstjóri flyt- ur smá ávarp og fenginn er ræðu- maður, einhver þekktur í samfé- laginu, sem kemur með nokkur gullkorn fyrir fermingarbörnin. Krakkarnir fá síðan afhent skír- teini. Við reynum að fá hluta af fermingarbörnunum til að taka þátt í athöfninni, til dæmis með tónlistarflutningi, ljóðalestri eða slíku. Það gengur ekki alltaf og stundum höfum við fengið utan- aðkomandi til að vera með smá atriði. Athöfnin sjálf er tæplega klukkustund og á bara að vera ánægjuleg, létt og skemmtileg fyrir alla,“ segir Heiðrún. arg Creditinfo mun síðdegis í dag veita framúrskarandi fyrirtækj- um hér á landi viðurkenningu fyrir góðan rekstur. Að þessu sinni verða 874 fyrirtæki verðlaunuð, en það er um 2% af öll- um fyrirtækjum á Íslandi. Af þeim eru 36 fyrirtæki á Vestur- landi. Á meðfylgjandi lista eru þau fyrirtæki á Vesturlandi sem rata á lista Creditinfo að þessu sinni. Borgarverk í Borgarnesi er efst vestlensku fyrirtækjanna, er í 90. sæti yfir landið, og síðan eru fyrirtækin hvert af öðru miðað við röðun á landsvísu: Borgarverk ehf. Borgarnesi Sementsverksmiðjan ehf. Akranesi Vignir G. Jónsson ehf. Akranesi Þorgeir & Ellert hf. Akranesi Tak-Malbik ehf. Borgarnesi Hraðfrystihús Hellissands Hellissandi Runólfur Hallfreðsson ehf. Akranesi Sæfell hf. Stykkishólmi Skagaverk ehf. Akranesi Meitill - GT Tækni ehf. Hvalfjarðarsveit. BB & synir ehf. Stykkishólmi Þróttur ehf. Akranesi Bjarmar ehf. Akranesi Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar ehf. Akranesi Sorpurðun Vesturlands hf. Fíflholtum. Útnes ehf. Hellissandi Akraberg ehf. Akranesi Esjar ehf. Hellissandi Nesver ehf. Hellissandi Verslunin Kassinn ehf. ólafsvík Breiðavík ehf. Hellissandi Útgerðarfélagið Guðmundur ehf. ólafsvík Trésmiðjan Akur ehf. Akranesi Vélaverkstæði Kristjáns ehf. Borgarnesi Bjartsýnn ehf. ólafsvík Skarðsvík ehf. Hellissandi Kaupfélag Borgfirðinga (svf) Borgarnesi GS Import ehf Akranesi Þórishólmi ehf. Stykkishólmi Litlalón ehf. ólafsvík Sandbrún ehf Hellissandi Eðalfiskur ehf. Borgarnesi Gísli Stefán Jónsson ehf. Akranesi Hótel Borgarnes hf. Borgarnesi Klafi ehf. Hvalfjarðarsveit Blikksmiðja Guðmundar ehf. Akranesi. mm Eins og greint var frá í síðasta Skessuhorni eru uppi áform um að reisa allt að sex vindmyllur á Grjót- hálsi í Borgarfirði. Það eru eigend- ur jarðanna Hafþórsstaða í Norð- urárdal og Sigmundarstaða í Þver- árhlíð sem standa fyrir verkefninu. Nú hafa drög að matsáætlun fyrir vindmyllur á Grjóthálsi verið birt á vef VSó Ráðgjafar, www.vso.is, og verið send ýmsum hagsmunaaðil- um til umsagnar. Næstu vikur gefst tækifæri á að koma athugasemd- um á framfæri og ábendingum um hvernig verði staðið að mati á um- hverfisáhrifum, segir í tilkynningu frá VSó Ráðgjöf. Í tilkynningu vegna matsáætl- unar fyrir verkefnið segir m.a. að aðgerðir í loftslagsmálum hafa stuðlað að örri framþróun í beisl- un vindorkunnar. „Tæknilegar framfarir geta gert minni verkefni eins og hér um ræðir hagkvæmari en áður. Til skoðunar eru nokkr- ir valkostir. Minnsti valkostur sem skoðaður verður er ein vindmylla á hvorri jörð, eða tvær alls. Stærsta útfærslan er 6 myllur alls með 85 metra turnhæð, en 150 metra hæð á oddi vængs þegar hann er í hæstu stöðu. Framleiðslugeta valkosta er á bilinu 9,8-30 MW. Til saman- burðar eru önnur verkefni á Vest- urlandi 24-35 vindmyllur hvert.“ Á síðastliðnum þremur árum hafa lauslegar athuganir verið gerðar og benda ýmsir þættir til að staðsetningin á Grjóthálsi geti hentað fyrir orkuframleiðslu af þessu tagi. „Þannig er mikill og jafn vindur á Grjóthálsi stærstan hluta ársins. Einnig er vegur upp hálsinn og háspennulínur með stálmöstrum. Er því bæði um þeg- ar raskað svæði að ræða og ekki þarf að reisa háspennulínur til að flytja orkuna. Fjölmarga þætti þarf hins vegar að rannsaka svo meta megi hvort svæðið henti í raun og veru. Þar má nefna fuglalíf, yfir- flug fugla, áhrif á náttúrufar, áhrif á aðra starfsemi og ásýnd. Slíkar rannsóknir eru tímafrekar en bú- ast má við fyrstu niðurstöðum á næsta ári. Verði rannsóknarniður- stöður jákvæðar og verkefnið hag- kvæmt, þurfa verkefni yfir 10 MW að metast í rammaáætlun, en óvíst er hvenær það yrði. Síðar í ferlinu reynir einnig á skipulagsþátt máls- ins og aðra leyfisveitendur eftir at- vikum.“ Loks segir að helsta áhrifasvæði verkefnisins yrði Þverárhlíð og Norðurárdalur ofan Grábrókar. Eins og fram kom í frétt Skessu- horns í liðinni viku var haldinn óformlegur kynningarfundur fyr- ir íbúa fyrr í þessum mánuði og verða fleiri slíkir haldnir í Borgar- byggð á meðan matsferlinu stend- ur, samkvæmt tilkynningu VSó Ráðgjafar. mm Grjótháls. Bærinn Grjót í Þverárhlíð fremst á mynd. Ljósm. úr safni/ Mats Wibe Lund. Drög að matsáætlun fyrir vindmyllur á Grjóthálsi Frá borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar. Ljósm. aðsend. Borgaraleg ferming á Akranesi næsta vor Creditinfo birtir lista yfir 36 fyrirmyndarfyrirtæki á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.