Skessuhorn - 23.10.2019, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 23. oKTóBER 2019 25
Helgi Magnússon og fleiri fjár-
festar hafa keypt helmings eignar-
hlut 365 miðla í Torgi ehf. útgáfu-
félagi Fréttablaðsins. Seljandi er
Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þau
hjón eru því í fyrsta skipti í 16 ár
ekki að reka fjölmiðla hér á landi.
Auk Fréttablaðsins hafa þau stað-
ið að rekstri Stöðvar2, Bylgjunnar
og Vísis. Helgi keypti fyrr á þessu
ári helmingshlut í Torgi. „Fyrir-
hugað er að sameina rekstur Torgs
og Sjónvarpsstöðvarinnar Hring-
brautar, þegar Samkeppniseftirlit-
ið og Fjölmiðlanefnd hafa fjallað
um samrunann, sem er háður sam-
þykki þessara stofnanna,“ segir í
frétt Fréttablaðsins um kaup Helga
Magnússonar og viðskiptafélaga
hans. Þá segir í fréttinni að ætlunin
sé að eigendur Hringbrautar leggi
fyrirtæki sitt inn í Torg og eignist
hlutabréf í félaginu. Það eru þeir
Sigurður Arngrímsson, gegnum
félag sitt Saffron, og Guðmundur
Örn Jóhannsson. Aðrir hluthafar í
sameinuðu félagi verða Jón Þóris-
son og Helgi Magnússon sem verð-
ur eigandi meirihluta hlutafjár og
mun gegna formennsku í stjórn
Torgs ehf.
mm
Síðastliðinn miðvikudag fór fram
í Borgarnesi árleg íþróttakeppni
framhaldsskólanna þriggja á Vestur-
landi. Keppnin nefnist WestSide en
þar eigast við í skemmtilegum leik
nemendur Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi, Menntaskóla
Borgarfjarðar í Borgarnesi og Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga í Grund-
arfirði. Keppt var í Gettu betur og
ýmsum íþróttagreinum. Það var
Fjölbrautaskóli Snæfellinga sem fór
með sigur af hólmi í samanlagðri
stigakeppni skólanna. Eftir íþrótta-
keppnina var kvöldmatur en að hon-
um loknum var ball í Menntaskól-
anum í Borgarnesi fram yfir mið-
nætti. Gunnhildur Lind ljósmynd-
ari Skessuhorns kíkti við í íþrótta-
húsinu í Borgarnesi síðdegis í gær
þegar keppt var í blaki.
mm/ Ljósm. Gunnhildur Lind.
Tilkynning um kaupin. Helgi
Magnússon fyrir miðri mynd.
Ljósm. Fréttablaðið/Anton Brink.
Helgi Magnússon með meirihluta í Torgi ehf
Vestlenskir framhaldsskólanemar kepptu í WestSide
Sigurður Örn Sigurðsson, íþróttakennari við Menntaskólann í Borgarnesi, betur
þekktur sem „Sössi“ hjá nemendum skólans. Hér fundar hann með nemendum
sínum áður en blakkeppnin hófst.
Nemendur úr MB. F.v. Marinó Þór Pálmasson, Bjartur Daði Einarsson og Arna Hrönn Ámundadóttir.
Góð tilþrif hjá leikmanni NFFA. Leikmenn NFSN ekkert nema einbeitingin uppmáluð.
Viðureign NMB og NFSN endaði með jafntefli svo það var framlengt þangað til annað hvort liðið skoraði úrslitastigið, leikar
enduðu með Borgarnes-sigri.
Nemendur hvöttu sitt fólk áfram af pöllunum í Fjósinu í Borgarnesi.
Nemendur frá NFSN og NFFA í blakleik.