Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Page 7

Skessuhorn - 06.11.2019, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 2019 7 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat. Fjarnemendum stendur til boða að mæta í tíma með dagskólanemendum í Grundarfirði eða á Patreksfirði. Kennarar aðstoða nemendur m.a. á Skype og í tölvupósti. Nemendum yngri en 18 ára stendur ekki til boða að gerast fjarnemendur við FSN. Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa agnes@fsn.is og aðstoðarskólameistara solrun@fsn.is og í síma 4308400. Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga Dagskóli Innritun fyrir nám í dagskóla á vorönn 2020 fer fram rafrænt á menntagatt.is eða á skrifstofu skólans dagana 1.-30. nóvember. Fjarnám Opið er fyrir umsóknir í fjarnám dagana 7.-30. nóvember. Umsækjendur um fjarnám geta skráð sig í nám undir flipanum „Fjarnám“ Námsbrautir í boði Stúdentsbrautir: Félags- og hugvísindabraut• Náttúru- og raunvísindabraut• Opin braut til stúdentsprófs• Íþróttalína• Hagfræðilína• Framhaldsskólabrautir Framhaldsskólabraut 1• Framhaldsskólabraut 2• Starfsbraut Innritun á vorönn 2020 SK ES SU H O R N 2 01 9 Árlegt skammhlaup Fjölbrauta­ skóla Vesturlands á Akranesi var haldið á fimmtudag, en viðburður­ inn hefur fyrir löngu fest sig í sessi í starfi skólans. Venju samkvæmt hófst dagskráin á því að nemend­ ur og kennarar fylktu liði frá skól­ anum í íþróttahúsið á Vesturgötu. Þar hófst síðan liðakeppni í hinum ýmsu greinum, blöðruboðhlaupi, reiptogi, ullarsokkaboðhlaupi, stígvélasparki og limbói svo fátt eitt sé nefnt. Að svo búnu hlupu langhlaup­ arar liðanna hring um Akranesbæ og keppt var í öðrum greinum í skólanum, innanhúss sem utan. nemendur skreyttu borð, máluðu myndir, kepptu í plankahlaupi og spreyttu sig í ýmsum bóklegum og verklegum greinar sem sumar eru kenndar við skólann en aðrar ekki. Undir lokin æstust leikar verulega á sal skólans, þar sem keppt var í að planka, verpa eggjum, flytja leikþátt, ganga silly walk og ýmsu fleiru. Að lokum voru stigin talin sam­ an og fór svo að græna liðið sigraði skammhlaupið með nokkrum yfir­ burðum. Fengu allir liðsmenn bíó­ miða í verðlaun. kgk Tekið á því í reiptoginu. Líf og fjör á skammhlaupi FVA Keppt var í hinum ýmsu greinum á skammhlaupi FVA. Hér er verið að keppa í blöðruboðhlaupi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.