Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Qupperneq 10

Skessuhorn - 06.11.2019, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 201910 Síðastliðinn laugardagsmorgun komu bormenn frá Ræktunarsam­ bandi Flóa og Skeiða niður á heitt vatn skammt fyrir neðan skólahúsið í Ólafsdal. Það er Minjavernd sem stendur að uppbyggingu á staðnum og segist Þorsteinn Bergsson fram­ kvæmdastjóri að vatnsfundurinn á laugardaginn hafi glatt sitt gamla hjarta. „Þetta mun gjörbreyta öll­ um möguleikum til heilsársrekstrar í Ólafsdal en í það minnsta lengja rekstrarárið verulega,“ segir Þor­ steinn í samtali við Skessuhorn. Vatnið sem fannst er 35 gráðu heitt og skilar borholan um fimm sekúndulítrum. Vatnið fannst á 326 metra dýpi. „Við höfðum ákveð­ ið að hætta borun á laugardaginn þannig að þetta mátti ekki tæpara standa. Bormennirnir höfuðu dýpk­ að holuna um einn metra þarna um morguninn þegar þeir komu þá niður á vatnsæðina.“ Þetta er önnur vinnsluholan sem boruð er í Ólafsdal en þar áður höfðu tvær hitastigulsholur verið boraðar til að miða út vænlega borstaði. Fyrri vinnsluholan gaf góða vísbendingu um hita í jörðu og segir Þorsteinn að ef ekki hefði verið komið niður á rennandi vatn hefði mátt virkja hitann í holunni með góðri varma­ dælu. „Þetta góða vatnsmagn þýð­ ir að við munum nota vatnið beint til gólfhitunar en með varmadæl­ um verður hitinn á því hækkaður í 60 gráður og vatnið leitt í ofna til kyndingar.“ Þorsteinn segir vatnsfundinn þýða byltingu fyrir uppbygginguna í Ólafsdal og möguleika til fjöl­ breyttrar þjónustu. „Fyrir framtíð­ arstarfsemi þýðir þetta meðal ann­ ars að við munum tengja heita potta og allskyns lúxus sem ella hefði verið dýrari í rekstri. Við hugs­ um mjólkurhúsið, stundum kall­ að Vatnshúsið, sem allsherjar bað­ hús. Á tíma Torfa Bjarnasonar og skólahalds í Ólafsdal var vatnslind úr fjallinu virkjuð og henni veitt heim í bæjarhúsin. Fyrst rann vatn­ ið í gegnum fjósið og því var auð­ velt að brynna kúnum, kæla mjólk og aðrar matvörur í mjólkurhús­ inu, en einnig lá vatnspípan inn í önnur hús á tímum skólahalds. Við viljum halda á lofti þessari frum­ kvöðlastarsemi Torfa og nýta vatn­ ið sem mest. Vatnshúsið verður því nýtt sem alsherjar baðhús með köldum potti, sturtum, snyrtingum og sauna. Heitur pottur verður þar fyrir utan. nú er unnið að endur­ gerð fjóssins og verður húsinu lok­ ið fyrir áramót. eftir áramót fara menn að hreiðra um sig þar innan­ dyra því næsta skref í framkvæmd­ um, eftir að því verki lýkur, eru lag­ færingar á skólahúsinu innandyra. Þegar að því kemur á mannskap­ urinn að geta gist í fjósinu,“ segir Þorsteinn. Torfi dregur ekki dul á að vatns­ fundurinn síðastliðinn laugardag hafi verið eins og happadrættis­ vinningur fyrir starfsemina í Ólafs­ dal. „Þetta kemur til með að þýða ýmsa jákvæða hluti. Hitaveita þýð­ ir auknar líkur á heilsársrekstri, í það minnsta lengir hún rekstrarár­ ið. Hér verður bæði skemmtilegra og hagkvæmara að hafa ýmsa starf­ semi.“ Unnið er af krafti í endur­ gerð húsanna í Ólafsdal. Ýmis sér­ smíði fer fram í Reykjavík en vinna á staðnum er öll í höndum heima­ manna úr Dölum og úr Stykkis­ hólmi. mm Umhverfisviðurkenningar Akra­ neskaupstaðar 2019 voru afhentar síðastliðinn miðvikudag á Bókasafni Akraness. Í lok sumars var auglýst eftir tilnefningum. Dómnefnd fór í vettvangsferðir og tók tilnefn­ ingarnar út. Meðal þess sem dóm­ nefnd leit til við mat sitt var fagur­ fræði, fjölbreytileiki, samtal við al­ menningsrými og hvort þau vöktu í víðum skilningi athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og fram­ tíð bæjarins máli. nefndina skip­ uðu Helena Guttormsdóttir lekt­ or við LbhÍ, Sindri Birgisson um­ hverfisstjóri Akraneskaupstaðar og Ása Katrín Bjarnadóttir B.S. nemi í umhverfisskipulagi við LbhÍ. Í kjölfar vinnu þeirra ákvað skipulags­ og umhverfisráð að veita viðurkenningar í fjórum flokkum; falleg einbýlishúsalóð, hvatningar­ verðlaun, samfélagsverðlaun og tré ársins. Fallegasta einbýlishúsalóðin að mati dómnefndar er hjónanna Þóru Þórðardóttur og Helga Helgasonar að Brekkubraut 25. Í umsögn dóm­ nefndar segir að aðkoman að lóð­ inni sé opin og í góðu samræmi við stærð hússins. Stiklar, fjölbreyttur lággróður og runnar leiði þann sem fer um garðinn að bakgarðinum, þar sem komið hafi verið fyrir safni gróðurkassa með einkar smekk­ legum hætti. Þar og í gróðurhús­ inu sé stunduð fjölbreytt ræktun grænmetis og kryddjurta. Fjölmörg ávaxtatré eru við skjólvegg sem liggur að lóðamörkum bakatil og dvalarsvæði afmarkað frá ræktunar­ svæði, en einnig á opinn hátt. Seg­ ir dómnefnd að með auðveldu að­ gengi, góðri hönnun og fjölbreyttri ræktun vinni eigendur í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð­ anna um sjálfbæra þróun „Garður­ inn og nýting hans er gott fordæmi hvernig fagurfræði, nýting dvalar­ svæða og matvælaframleiðsa geta farið fram,“ segir í mati dómnefnd­ ar. Geta má þess að í Skessuhorni í næstu viku verður rætt við Þóru um garðyrkjuna og störf þeirra hjóna á Brekkubraut 25. Tré rsins er hlynur sem stendur í garðinum við Stillholt 11. Að mati dómnefndar er um að ræða fallegt gamalt tré sem sést vel frá götunni. „Trén eru í raun tveir einstakling­ ar, eru sennilega gróðursett á sjötta áratug síðustu aldar og mynda fal­ lega þyrpingu, gefa götumynd­ inni ákveðinn karakter og sýna að fjölbreyttar tegundir sem ekki eru mikið notaðar þrífast í bænum,“ segir í matinu. Samfélagsverðlaunin komu að þessu sinni í hlut leikskólans Akra­ sels, fyrir endurvinnslustefnu skól­ ans, moltugerð og vinnu með sjálf­ bærnimarkmið Sameinuðu þjóð­ anna. Hvatningarverðlaunin komu í hlut Fjólu Guðmundsdóttur og Árna Þórs Traustasonar að Akurs­ braut 17, eða Sólbakka. Verðlaun­ in hljóta þau fyrir stórfellda endur­ nýjun á húsi sem er að mati dóm­ nefndar áberandi í götumyndinni við höfnina og á sér ríka sögu. kgk Fulltrúar þeirra sem sæmdir voru umhverfisviðurkenningum Akraneskaupstaðar 2019 síðastliðinn miðvikudag. Ljósm. Akraneskausptaðar. Sæmd umhverfisviðurkenningum Borinn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða kom á laugardaginn niður á fimm sekúndulítra af 35 gráðu heitu vatni. Ljósm. sá. Heitt vatn finnst í Ólafsdal Á eftir að gjörbreyta möguleikum til heilsársrekstrar

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.