Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Síða 18

Skessuhorn - 06.11.2019, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 201918 Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Mér líður eitthvað furðulega í mag­ anum. Ég hef reynt eftir fremsta megni að passa mig á því hvað ég borða hérna í níger í Afríku. Venjulega elska ég að prófa nýjan mat og lagði til dæmis mikið á mig til að fara inn í skóg til að finna og borða slöngur og beltisdýr í níg­ aragúa. en það var fyrir löngu síð­ an, með aldrinum kom smá viska og ég passa mig betur núna. Til dæmis er ég ánægður með sjálfan mig að hafa ekki enn látið freist­ ast af ilminum af vafasama kjötinu sem er grillað á opnum eldi á götu­ horninu mínu, eða smakkað krydd­ uðu engispretturnar úr opnu vögn­ unum sem unglingarnir draga um litla markaðinn hjá uppáhalds bak­ aríinu mínu. nei, því miður er búið að hræða mig með hryllingssögum um sníkjudýr, nóróveirur og alls­ konar matareitranir. Ég fer frekar inn í fína loftkælda bakaríið og fæ mér nýbakað croissant. Þetta cro­ issant, eða smjördeigshorn á góðri íslensku, er líka það besta sem ég hef smakkað, sérstaklega tegundin hérna sem er fyllt með einhverskon­ ar tegund af blóðbergi. Fyrir ykkur heima hljómar það kannski furðu­ lega að vanþróaðasta ríki jarðar sé með bakarí sem búi til, að mínu mati, heimsins besta croissant. Ég biðst afsökunar Geirabakarí. en hafið í huga að þetta land var ný­ lenda Frakklands og þeirra áhrifa gætir hér enn. Ég hugsa stundum um þetta þegar ég labba um sandi þaktar götur heim til mín, í steikj­ andi sólinni með nýbakað baguette í einni hendi og poka af frönskum mygluostum í hinni. Matur án eitrana Ég hef alltaf elskað að borða góð­ an mat og fjölskyldan mín heima á Ystu­nöf í Borgarnesi er hefð­ bundin í eldamennskunni í bland við smá ævintýrasemi. Þar á borð­ um er stundum dásamlegur svart­ fugl eða sviðalappir einn daginn og svo kannski heimagerðir kínversk­ ir dumplings þann næsta. Það á við sérstaklega þegar bróðir minn og kokkurinn Árni Ívar kemur í heim­ sókn með kínversku konunni sinni Ji Chen. Að elda mat er mér í blóð borið og kærustunni minni til mik­ illar gleði þá elda ég oft og mikið hérna heima í níger. Ég tel mig elda góðan mat en hérna er helsti kosturinn við að elda heima þó ör­ yggið. Við höfum efni á að fara ekki á opnu almennu markaðina heldur versla góðar matvörur í dýru búð­ unum fyrir yfirstéttarfólk og út­ lendinga, og heima hjá okkur höf­ um við hreint eldhús með gasi og rafmagni til að elda og geyma mat­ inn. Það er auðvitað hægt að fara út að borða og oft er sá matur al­ veg frábær, en það er ekki sama hvar það er gert. Ég skal gera ykk­ ur greiða og sleppa því að lýsa fyrir ykkur öllum þeim skelfilegu hryll­ ingssögunum sem ég hef heyrt um matareitranir hér í landi. Forréttindi okkar Þetta er því miður ekkert grín, þetta er synd og skömm því þessar mat­ areitranir eru lýsandi fyrir ástand­ ið hérna í níger. Þar sem um tvær milljónir manna eru á barmi hung­ ursneiðar, þar sem flestir búa við fátækt og tæknilegir innviðir eru litlir eða ekki til staðar, þar er erfitt að fæða fólk og hvað þá að gera það á öruggan máta. Ég bý og í raun hef alltaf búið við mikil forréttindi, ég skil ekki hvað það er að upplifa alvöru hungur. en ég held að fyrri kynslóðir Íslendinga myndu skilja þetta betur. Mér þótti fyndið að langamma Lára var alltaf með full­ ar frystikistur heima hjá sér og var iðin við að koma fyrir mat í frysti­ kistum og hólfum hjá ættingjum, en ég held ég skilji hana ögn bet­ ur núna. Hún upplifði alvöru hung­ ur í sínum uppvexti. ef fátæka fólk­ ið hérna í níger hefði möguleika þá myndi það líklegast gera eins og blessaða langamma mín gerði. Að geta skotist út í búð og versl­ að öruggar matvörur, koma svo heim og geyma þær í ísskáp með stöðugu rafmagni og geta eldað næringarríka máltíð fyrir sig og sína eftir hentisemi, það er ótrú­ leg blessun sem við ættum alltaf að hafa í huga. Fyrir fyrri kynslóðir Ís­ lendinga væri þetta líklegast ólýs­ anlegt kraftaverk, og fyrir mikið af fólki hérna er þetta langþráður en því miður fjarlægur draumur. Mögnuð matarmenning Þetta kemur mér til hugar og ger­ ir að verkum að ég á stundum erf­ itt með að njóta matarmenningar­ innar hérna. Ég játa að ég og kær­ astan förum auðvitað oft út að borða og höfum farið í fínar veisl­ ur og fengið að smakka dásam­ lega bragðgóðan mat hérna í níg­ er. Mig langar að vera jákvæður og skrifa þennan pistil um hve gaman það var að smakka steiktan úlfalda í fyrsta skipti, eða bera saman bragð á íslenskum sviðahaus og krydduð­ um nígerskum sviðahaus, eða hve heppinn ég var að fá að borða grill­ að lamb með nígerska ofurstanum í eyðimörkinni. Ég vil mæla með að þið komið til niamey og próf­ ið The SPOT FOOD, stórkost­ legan veitingastað með vestur­afr­ ískum mat sem húshjálpin okk­ ar David opnaði. Hér eru fullt af stöðum sem elda öruggan og góð­ an mat og það er svo fjölbreytt og mögnuð matarmenning hérna sem vert væri að njóta og segja glaður frá. en sannleikurinn er því miður sá að á meðan ég er að borða þá er líklegast einhver í næsta nágrenni að svelta. Mér líður eitthvað furðulega í maganum og það er ekki frönsku mygluostunum að kenna. Ég held að þetta sé samviskan mín að minna mig á hve ótrúlega lánsamur ég er miðað við svo marga aðra. Hvað það eru mikil forréttindi að hafa aldrei upplifað hungur. Geir Konráð Theódórsson Höf. er Borgnesingur, búsettur í Níger og deilir reynslusögum til les- enda Skessuhorns. Nú um mat. Kryddaðar engisprettur, franskir mygluostar - eða hungur! The Spot food diskur. Greinarhöfundur snæðir hér nígerskan, kryddaðan sviðahausarétt. „En sannleikurinn er því miður sá að á meðan ég er að borða þá er líklegast einhver í næsta nágrenni að svelta.“ Lamb grillað í sandi að hætti innfæddra. Sólþurrkaðar engisprettur.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.