Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Page 20

Skessuhorn - 06.11.2019, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 201920 Opinber heimsókn forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessonar og frú elizu Reid eiginkonu hans, til Snæfellsbæjar hófst á miðvikudags­ morgun og lauk um kvöldið með fjölskylduhátíð í félagsheimilinu Klifi. Forsetahjónin og fylgdar­ lið þeirra komu víða við í sveitarfé­ laginu. Stofnanir og fyrirtæki voru heimsótt eins og sjá má á meðfylgj­ andi myndum. Heimsókn forstetahjónananna hófst í grunnskólanum í Ólafsvík snemma að morgni. Þar var gestunum kynnt gildi skólans og sérstaklega átthagafræðinám nemenda. Þá gengu forsetahjónin í stofur og heilsuðu upp á nemendur. Þaðan lá leiðin í leikskólann Krílakot í Ólafsvík þar sem tekið var á móti gestum og starf skólans kynnt. eftir skólaheimsóknirnar lá leiðin í fiskvinnsluna Valafell í Ólafsvík þar sem starfsemi fyrirtækisins var kynnt og kaffiveitingar voru á boðstólnum. Veðrið lék við hvern sinn fingur hér í Snæfellsbæ þennan dag og brugðu forsetahjónin á það ráð að ganga á næsta áfangastað í mildu haustveðrinu. Á dvalarheimilinu Jaðri var tekið á móti forsetahjónum með virktum og virðingu þar sem sögur voru sagðar og bros var á hverju andliti. Í grunnskólanum á Hellissandi var snæddur hádegisverður, fínasti þorskur, með nemendum og starfsliði auk þess sem skólakórinn steig á svið og skemmti viðstöddum. Líkt og í grunnskólanum í Ólafsvík gengu forsetahjónin í stofur og heilsuðu upp á nemendur og starfsfólk. Að því loknu fóru hjónin á fund bæjarstjóra og fulltrúa bæjarstjórnar þar sem stiklað var á stóru um starfsemi sveitarfélagsins og lífið í sveitarfélaginu. eftir hádegi lá leiðin í KG fiskverkun í Rifi þar sem starfsemi fyrirtækisins var kynnt og gengið um vinnslusal áður en ekið var í gestastofu Þjóðgarðsins á Malarrifi þar sem málstofa fór fram um áskoranir og tækifæri í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Um klukkan 20 um kvöldið hófst svo fjölskylduhátíð í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík þar sem íbúar og nærsveitungar gátu átt góða stund með forsetahjónunum. Kvenfélag Hellissands sá um veitingar og Tónlistarskóli Snæfellsbæjar flutti tónlistaratriði. af Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Snæfellsbæ Frá heimsókninni í Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi. Forsetahjónin og ungir Snæfellingar í GSNB í Ólafsvík. Gestirnir kynntu sér starfsemi KG fiskverkunar í Rifi. Forsetahjónin þáðu prjónless að gjöf frá íbúum Jaðars. Hilmar Björnsson afhenti þeim gjöfina en fram kom að Hilmar var til sjós með afa Guðna á árum áður. Á dvalarheimilinu Jaðri fengu forsetahjónin hlýjar móttökur. Fiskur snyrtur í KG fiskverkun í Rifi. Forsetahjónin heimsóttu Krílakot. Kristinn Jónasson bæjarstjóri fékk að gjöf ljósmyndir frá síðustu opinberu heimsókn forsta í Snæfellsbæ, þegar Ólafur Ragnar Grímsson kom þangað. Á meðfylgjandi mynd eru Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og Heiðar Elvar Friðriksson verkstjóri í fiskvinnslunni Valafelli.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.