Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 06.11.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 2019 21 Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú eliza Reid komu í opinbera heimsókn til Grundarfjarðarbæjar á fimmtu­ daginn, en deginum áður höfðu þau varið í Snæfellsbæ en gistu á Hótel Búðum. Veðrið lék við Snæfellinga og gesti þeirra á meðan á heimsókninni stóð. Forsetahjónin kynntu sér starf­ semi bæjarfélagsins í Grundarfirði, heimsóttu ungu kynslóðina í grunn­ og leikskólum bæjarins og litu inn hjá eldri borgur­ um. Fjölbrautaskóli Snæfellinga var heimsóttur í hádeginu en eftir hádegið fóru forsetahjónin í fiskvinnslu Guðmundar Run­ ólfssonar og fleiri atvinnufyrirtæki, auk þess sem þau áttu fund með skátum. Málstofa um sjávarútveg og samtímann var haldin í Bærings­ stofu um miðjan daginn en síðdegis lauk opinni dagskrá heim­ sóknarinnar með kaffiboði og tónlistarflutningi í Sögumiðstöð­ inni þangað sem bæjarbúar voru velkomnir. Söngsveitin MÆK flutti nokkur íslensk lög, en sveitina skipa fimm stúlkur úr Grundarfirði, sem allar hafa lært söng í Tónlistarskóla Grund­ arfjarðar. Að því loknu var boðið upp á kaffiveitingar. tfk Forsetahjónin sóttu Grundfirðinga heim í opinberri heimsókn Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson þáðu skoðunarferð um nýja hátæknifiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. Það var Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri sem sýndi forsetahjónunum húsið. Guðni gefur hér ungum nemanda fimmu þar sem að hann hélt með „rétta“ liðinu í enska boltanum. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri, Pawel Klukowicz verkstjóri, Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri G.Run, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. Forsetahjónin stilltu sér upp með áhöfninni á Farsæl SH eftir skoðunarferð um skipið. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri er lengst til vinstri og Kristinn Kristófersson fjármálastjóri Soffaníasar Cecilssonar er lengst til hægri. Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar sýnir forsetahjónunum nýtt upplýsingaskilti um sögu hafnarinnar og byggðarinnar. Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri forsetaembættisins, Eliza Reid forsetafrú og Guðni Th. Jóhannesson forseti ásamt nemendum FSN, ræða við spænskukennara Fjölbrautaskóla Snæfellinga í gegnum fjarveru skólans en það er skjár sem kennarinn getur stýrt og leiðbeint nemendum þó að hann sé ekki á staðnum. Guðni forseti lét ekki sitt eftir liggja í Klifurfelli þar sem hann gerði nýja klifur- braut fyrir yngstu iðkendur Klifurhússins. Forsetinn ræðir heimsmálin við íbúa á Dvalarheimilinu Fellakjóli í notalegri stemningu. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri ásamt forsetahjónunum. Í baksýn er tákn bæjar- félagsins; Kirkjufellið, fagurskapað og tignarlegt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.