Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Page 23

Skessuhorn - 06.11.2019, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 2019 23 Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Fyrirtæki á Vesturlandi í fremstu röð Við erum stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Vesturlandi samkvæmt útnefningu Creditinfo Guðni Th. Jóhannesson forseti Ís­ lands og Lilja Alfreðsdóttir hafa í samvinnu við aðila menntakerfisins og ráðuneyti sveitarstjórnarmála bundist samtökum um að veita Ís­ lensku menntaverðlaunin. Verð­ launin voru veitt í tíð fyrri forseta frá árinu 2005 en hefur nú verið komið í ákveðinn farveg með sam­ komulagi milli þeirra sem að þeim standa. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla­ og frístundastarfi og auka veg menntaumbótastarfs. Verðlaunin verða veitt í þremur flokkum. ein verðlaun verða veitt skóla eða ann­ arri menntastofnun fyrir framúr­ skarandi starf. Í annan stað verð­ ur kennara sem stuðlað hefur að framúrskarandi menntaumbótum veitt verðlaun. Þriðju verðlaunin verða veitt þróunarverkefni á sviði menntunar sem stenst ítrustu gæða­ kröfur. Að auki verður veitt hvatn­ ing til einstaklings, hóps eða sam­ taka sem lagt hafa af mörkum við að stuðla að menntaumbótum sem þykja skara fram úr. Forseti hefur skipað Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur, skáld og rithöfund, formann viðurkenn­ ingarráðs, sem mun halda utan um framkvæmd verðlaunaveitinganna. Samstarfsaðilar undirrituðu í gær samkomulag um verðlaunin á Bessastöðum. Auk embættis forseta Íslands, mennta­ og menningar­ málaráðuneytis og samgöngu­ og sveitarstjórnarráðuneytis, koma að verkefninu Félag um menntarann­ sóknir, Grunnur ­ félag fræðslu­ stjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, Kennaradeild Háskólans á Akur­ eyri, Kennarasamband Íslands, Menntamálastofnun, Menntavís­ indasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Ak­ ureyri, Samband íslenskra sveit­ arfélaga, Samtök áhugafólks um skólaþróun og Skóla­ og frístunda­ svið Reykjavíkurborgar. mm Íslensku menntaverð- launin verða veitt að nýju Árið 2005 hlaut Grundaskóli á Akranesi Íslensku menntaverðlaunin. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhendir hér Guðbjarti Hannessyni skólastjóra verðlaunin. Í bakgrunni eru fulltrúar nemenda, kennara og Foreldrafélags skólans. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.