Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Side 24

Skessuhorn - 06.11.2019, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 201924 Síðastliðið laugardagskvöld voru hátíðartónleikar í Reykholtskirkju til heiðurs Páli Guðmundssyni listamanni á Húsafelli. Kammer­ kór Suðurlands undir stjórn Hilm­ ars Arnar Agnarssonar og Reyk­ holtskórinn undir stjórn Viðars Guðmundssonar fluttu þar hljóð­ myndir Páls, „Hjartað í fjallinu“, auk nokkurra annarra verka. Hluti efnisskrárinnar hafði verið fluttur í Hafnarborg fyrr á þessu ári. Heiti tónleikanna var sótt í kvæði Sigurð­ ar Pálssonar skálds um Pál. Sjálfur lék Páll með auk fleiri listamanna og þá á hljóðfæri sem Páll hef­ ur ýmist smíðað eða gengið fram á í umhverfi sínu, bæði úr jurta­ og steinaríki, sumum þarna beitt í fyrsta sinn opinberlega. Í vönd­ uðum útsetningum runnu hljóð­ myndir Páls við texta ýmissa skálda saman í firna áhrifamikla og fallega heild; hluti hljóðmyndanna var frumfluttur. Í því góða tónleika­ húsi sem Reykholtskirkja er var líka óneitanlega notalegt að heyra verk eftir sjálfan Bach (Bourrée í e­ moll) leikið á steinaspil og rabar­ baraflautu úr hráefnum frá Húsa­ felli. Tónleikunum lauk sem mús­ íkalskri fjöldasamkomu þar sem báðir kórarnir við meðleik allra hljóðfæraleikaranna fluttu norður­ ljós, verk Páls við ljóð einars Bene­ diktssonar, tónverk sem frumflutt var á Listahátíð 2014. Með tónleikunum í Reykholti fengum við enn að kynnast nýrri hlið á hinum fjölhæfa listamanni, Páli Guðmundssyni á Húsafelli. Tónleikarnir urðu að dýrlegri stund; eiginlega viðburði. Verða án efa með þeim eftirminnilegri sem hljómað hafa í Reykholtskirkju. Kirkjan var fullsetin áheyrendum sem þökkuðu Páli og flytjendum innilega að loknum tónleikum. Bjarni Guðmundsson Ljósm. Gunnlaugur A Júlíusson. Ítalski skiptineminn Giovanni Gaio stundar nám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Hann hefur einungis verið á Íslandi í tvo og hálfan mánuð en engu að síður bannaði hann fréttaritara Skessu­ horns að ræða við sig á ensku. „Bara íslenska takk,“ sagði hann skýrmælt­ ur. Giovanni býr í Stykkishólmi og unir hag sínum vel. Þriðjudaginn 29. október síðastliðinn hlaut hann viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni framhaldsskóla­ nema en hann lenti í 8.­10. sæti á efra stigi keppninnar. Með því vann hann sér inn þátttökurétt í úrslitum sem fara fram í mars á næsta ári. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum efnilega Ítala spreyta sig á meðal fremstu stærðfræðinema landsins, en hann horfir með til­ hlökkun til þeirrar áskorunar. tfk Fimmtudagskvöldið 7. nóvember stendur Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar fyrir opnu húsi og út­ gáfukynningu á diskinum Þá og nú sem er 37 laga tvöfaldur safndiskur með lögum Skagamannsins Óðins G. Þórarinssonar. Óðinn á nokkuð af þekktum lögum og má þar nefna nú liggur vel á mér, Heillandi vor, Síðasti dansinn og Blíðasti blær. Undanfarið hefur hljómsveitin staðið fyrir söfnun á eldri útgáfum af lögum Óðins auk þess að taka upp fjölda áður óútgefinna laga. Kynningin fer fram í Frístunda­ miðstöðinni við Garðavöll á Akra­ nesi og hefst kl. 20 00. Leikin verða vel valin lög eftir Óðinn og spjallað um útgáfuna. Aðgangur er ókeypis. -fréttatilkynning Tónleikar á vegum Minningarsjóðs Heimis Klemenzsonar verða haldn­ ir í Reykholtskirkju föstudaginn 15. nóvember klukkan 20:30. Á dagsk­ ánni veður fjölbreytt tónlist frá öflug­ um listamönnum. Fram koma að þessu sinni Soffía Björg Óðinsdóttir frá ein­ arsnesi og Guðmundur Ingi Þorvals­ son frá Brekkukoti. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á og efla ungt tónlistarfólk á Vesturlandi í listsköpun sinni. Haldnir eru tónleikar að minnsta kost árlega til að styrkja sjóðinn og efla þannig stuðn­ ing við unga tónlistarmenn í héraði. Listamenn og aðrir sem að tónleikun­ um standa gefa góðfúslega sitt framlag til tónleikanna. -fréttatilkynning Tónleikar á vegum Minningar- sjóðs Heimis Klemenzsonar Guðmundur Ingi Þorvaldsson.Soffía Björg Óðinsdóttir. Einstakur viðburður í Reykholtskirkju Hjartað í fjallinu og fleiri verk tengd Páli listamanni á Húsafelli Mynd af framhlið umslags utan um diskana. Kynna nýjan safndisk með lögum Óðins G Þórarinssonar Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Giovanni Gaio fyrir framan Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Ítalskur skiptinemi með frábær- an árangur í stærðfræðikeppni

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.