Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Side 26

Skessuhorn - 06.11.2019, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 201926 Opið hús á Skessuhorni á nýjum stað Í tilefni af flutningum Skessuhorns frá Kirkjubraut að Garðabraut 2a á Akranesi var boðið til opins húss síðastliðinn föstudag. Fjöldi gesta leit við á nýju skrifstofuna, þáði veitingar og gladdist með starfsfólki blaðs­ ins. Skopmyndir Bjarna Þórs, sem birst hafa í Skessuhorni í áranna rás, voru til sýnis og sölu. er starfsfólki Skessuhorns mikil ánægja að segja frá því að á fjórða tug mynda seldist og mun ágóðinn af sölunni renna óskiptar til Mæðrastyrksnefndar. Starfsfólk Skessuhorns vill þakka öllum þeim sem litu við hjartanlega fyrir komuna og samveruna síðastliðinn föstudag. kgk Magnús Magnússon ritstjóri ásamt Hlédísi Sveinsdóttur alt muligt konu. Hrafnhildur Harðardóttir auglýsingasali Skessuhorns bauð gesti velkomna. Hjónin Bragi Þórðarson og Elín Þorvaldsdóttir. Anna Rósa Guðmundsdóttir blaðamaður hrærir í heita súkkulaðinu sem gestum var boðið upp á. Vilhjálmur Birgisson studdi að sjálfsögðu við skopmyndasöluna enda hefur verkalýðsforynginn oft verið færður á mynd í höndum Bjarna Þórs. - Magnús ritstjóri og Hallfríður Jóna Jónsdóttir sem kom og keypti skopmynd af Gísla rakara, fyrrum vinnuveitanda sínum. Valdimar Þór Guðmundsson og Sigurþór Þorgilsson frá Tölvuþjónustunni kíktu við. Guðjón Brjánsson og Hafsteinn Sigurbjörnsson ræða málin. Mæðgurnar Steinunn Kolbeinsdóttir og Kolbrún Ingvars- dóttir, starfsmaður Skessuhorns. Mæðginin Bjarnheiður Hallsdóttir og Tómas Týr Tómasson glugga í skopmyndasafnið.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.