Skessuhorn - 20.11.2019, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 20192
Vert er að minna á endurskinsmerk-
in í skammdeginu sem nú hellist yfir.
Ekki síst snemma á morgnana þeg-
ar fólk á öllum aldri er á leið til vinnu
eða skóla. Mikilvægt er að foreldrar
passi upp á endurskinsmerkin fyrir
börnin sín en jafnframt að fullorðn-
ir gangandi eða hjólandi vegfarend-
ur noti einnig þessi nauðsynlegu ör-
yggistæki.
Á morgun er útlit fyrir austanátt 5-13
m/s en hvassara verður með suð-
austurströndinni. Rigning sunnan- og
vestanlands en annars þurrt. Hiti 0-7
stig. Á föstudag, laugardag og sunnu-
dag er spáð austlægri átt. Það verð-
ur úrkomulítið en rigning með köfl-
um sunnan- og austanlands. Hiti yfir-
leitt 0-6 stig. Á mánudag er útlit fyrir
ákveðna norðaustlæga átt og rign-
ingu eða slyddu með köflum norðan-
og austanlands en annars þurrt að
kalla. Hiti breytist lítið.
Í síðustu viku spurðum við á vef
Skessuhorns hvort lesendur borða
til að lifa eða lifa til að borða. Flest-
ir, 45%, segjast gera sittlítið af hvoru.
41% sögðust borða til að lifa og 15%
svarenda lifa til að borða.
Í næstu viku er spurt:
Hvort velur þú frekar matvöru
sem inniheldur hvítan sykur eða
sætuefni?
Ferðaþjónustan Húsafelli hlaut Ný-
sköpunarverðlaun SSV á föstudaginn
en verðlaunin eru veitt fyrirtæki sem
þykir hafa komið með áhugaverða
nýjung á árinu. Allir sem standa að
Ferðaþjónustunni Húsafelli eru Vest-
lendingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Eldur í Ölveri
HVALFJ.SV: eldur kom
upp í sumarhúsi í Ölveri við
Hafnarfjall á mánudaginn.
Húsráðanda tókst sjálfum
að slökkva eldinn, sem kom
upp í rafmagnstöflu. nokk-
urn reyk lagði um húsið og
er talið að húsráðandi hafi
mögulega fengið reykeitrun.
Sjúkrabíll var sendur á vett-
vang og manninum var gef-
ið súrefni. Hresstist hann við
það. Talið er nokkuð augljóst
eftir vettvangsrannsókn að
kviknað hafi í út frá lekaliða
í rafmagnstöflunni, að sögn
lögreglu. -kgk
Tillögur íbúa til
framkvæmda
SNÆFELLSBÆR: Tölu-
verðu fé verður veitt til
framkvæmda á tillögum sem
bárust frá íbúum Snæfells-
bæjar í gegnum verkefnið
Betri Snæfellsbær. Tillaga
þess efnis var samþykkt sam-
hljóða á fundi bæjarstjórn-
ar 12. nóvember síðastlið-
inn. Litið var á þessa fyrstu
hugmyndasöfnun sem nokk-
urs konar þróunarverkefni
til að kanna áhuga og þátt-
töku meðal íbúa, sem gátu
sent inn tillögur og hug-
myndir að betri byggð frá
19. september til 19. októ-
ber. „Skemmst er frá því að
segja að þátttaka meðal íbúa
reyndist góð og bárust 45 til-
lögur sem tæknideildin hefur
nú til meðferðar,“ segir á vef
Snæfellsbæjar. eftir frum-
skoðun á hugmyndum lagði
tæknideild til að gert yrði
ráð fyrir töluverðum fram-
kvæmdakostnaði í fjárhags-
áætlun næsta árs, vegna Betri
Snæfellsbæjar. Þær hug-
myndir og tillögur sem verða
settar á fjárhagsáætlun 2020
og koma til framkvæmda þá
verða kynntar sérstaklega
þegar vinnu verður að fullu
lokið. -kgk
Hálfs árs leyfi
REYKHÓLAHR: Karl
Kristjánsson, sveitarstjórn-
arfulltrúi í Reykhólahreppi,
hefur óskað eftir hálfs árs
leyfi frá sveitarstjórnarstörf-
um, til 1. júní næstkomandi.
Beiðni hans var samþykkt
samhljóða á síðasta fundi
sveitarstjórnar 12. nóvem-
ber síðastliðinn. Ágústa Ýr
Sveinsdóttir, fyrsti varamað-
ur, tekur sæti Karls í sveit-
arstjórn á meðan hann er í
leyfi. -mm
Miðfellsbúi
mokar
HVALFJSV: Vegagerðin og
Hvalfjarðarsveit hafa sam-
ið við fyrirtækið Miðfells-
búa ehf. um snjómokstur
og hálkueyðingu í sveitarfé-
laginu fram á vor. Fimm til-
boð bárust í mokstur í Hval-
fjarðarsveit þegar auglýst var
eftir þeim, að því er fram
kemur á vef sveitarfélagsins.
-kgk
Rúmlega tuttugu tonna fiskibátur,
einar Guðnason ÍS-303, strand-
aði við Gölt á utanverðum Súg-
andafirði seint á miðvikudagskvöld
í liðinni viku. Stjórnstöð Land-
helgisgæslunnar barst neyðarkall
frá bátnum klukkan 22 en fjór-
ir voru um borð. TF-eIR, þyrla
Landhelgisgæslunnar, var þegar í
stað kölluð út sem og björgunar-
sveitir Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar á norðanverðum Vestfjörð-
um. Báturinn skorðaðist fljótlega á
milli kletta og braut nokkuð á hon-
um. Hægur vindur var á svæðinu
og þónokkur alda. ekki reyndist
unnt fyrir björgunarskip að kom-
ast nálægt strandstað frá sjó sökum
brims og voru björgunarsveitir þá
sendar landleiðina frá norðanverð-
um Súgandafirði. TF-eIR, þyrla
Landhelgisgæslunnar, kom á vett-
vang klukkan 23:42 og áhöfn henn-
ar hófst þegar handa við að bjarga
skipverjunum fjórum um borð í
þyrluna. Á miðnætti var búið að
bjarga mönnunum, heilum á húfi,
um borð í þyrluna. Þeir voru fluttir
til Ísafjarðar. mm
Ræður alþingismanna á Alþingi Ís-
lendinga eru nú skráðar sjálfkrafa
af gervigreindum talgreini. Tal-
greinirinn skráir um tíu mínútur af
ræðum á einungis þremur og hálfri
mínútu, hann hefur allt að 90% rétt
eftir og auðveldar til muna skrán-
ingu og birtingu á ræðum alþing-
ismanna. Talgreinir Alþingis hefur
þegar skráð niður um 640 klukku-
„Bergvíkin kom og hjálpaði okkur
í fjóra daga í síðustu viku að sækja
allt sem við áttum og koma því í
land,“ segir ólafur Jónsson, annar
tveggja skipstjóra Blíðu SH-27, sem
sökk á beitukóngsveiðum norður af
Langeyjum á Breiðafirði 5. nóvem-
ber síðastliðinn, en ólafur var í fríi
þegar skipið sökk. „Við tókum allt
sem við áttum úti í land. Þetta voru
20 strengir, samtals um tvö þús-
und gildrur,“ bætir hann við. „Við
í áhöfn Blíðu fórum með þeim út,
strákunum á Bergvíkinni, að tína
þetta upp. Það gekk allt í sóma, var
mikil vinna í stuttan tíma en við
fengum gott veður og þetta er allt
komið í land,“ segir hann og bætir
því við að allir séu búnir að jafna sig
eftir að Blíðan sökk.
Á laugardag fór ólafur ásamt
fleirum út í Rif og sótti Báru
SH-027. Hún er nú komin suður
til njarðvíkur þar sem henni
verður breytt í beitukóngs- og
ígulkerjabát, sem sagt til sömu
veiða og stundaðar voru á Blíðu.
ólafur kveðst þó ekki vita hvenær
hann og áhöfnin kemst aftur til
veiða. „Það mun taka einhvern
tíma, vikur eða jafnvel mánuði,
að útbúa þennan bát áður en við
getum farið að veiða á honum. Það
þarf að að smíða allt nýtt á dekkið á
Bárunni, því það er ekkert í henni
sem við notum til þessarra veiða.
en að öðru leyti er hún mjög
góður bátur,“ segir ólafur Jónsson
að endingu.
kgk/ Ljósm. sá.
Bergvíkin komin með gildrur og búnað Blíðu til hafnar í Stykkishólmi.
Sóttu gildrur og búnað Blíðu
Áhöfnin á Bergvík GK aðstoðaði skipverja á Blíðu SH við að sækja gildrurnar sem
voru úti þegar Blíða sökk á Breiðafirði fyrr í mánuðinum.
Gervigreindur talgreinir skráir ræður alþingismanna
Jón Guðnason afhendir hér Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis ritvél sem
tákn um talgreininn en hann er vistaður rafrænt í skýi. Ljósm. Anton Brink.
stundir af ræðum þingmanna. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá At-
hygli fyrir hönd Alþingis.
Talgreinir Alþingis var þróaður
af vísindamönnum við verkfræði-
deild Háskólans í Reykjavík sam-
kvæmt samningi við Alþingi frá því
í september 2016. Jón Guðnason,
dósent við verkfræðideild HR, af-
henti Rögnu Árnadóttur, skrifstofu-
stjóra Alþingis, talgreininn form-
lega á viðburði Almannaróms um
máltækni á Degi íslenskrar tungu í
Iðnó síðastliðinn laugardag.
Fyrsti fasi þróunarstarfsins var að
smíða og þjálfa nýjan talgreini og
prófa mismunandi tæknilegar út-
færslur af talgreiningu sem hent-
aði verkefninu. Þá þurfti að gera
hið mikla magn upptaka, sem Al-
þingi á af ræðum, aðgengilegar fyr-
ir talgreininn til þjálfunar. einnig
þurfti að smíða sérhæft mállíkan
sem hentaði málfari í ræðum á Al-
þingi og gera kleift að bæta við orð-
um sem ekki er að finna í útgefnum
orðabókum og orðasöfnum. Dæmi
um slíkt orð er „rafsígarettur“.
Annar fasi vinnunnar, sem hófst í
október á síðasta ári, var samþætt-
ing talgreinisins við tölvukerfi Al-
þingis og uppsetning ferla til að
nýta talgreininn í að skrifa upp ræð-
ur þingmanna, fara yfir og leiðrétta
þá skráningu og koma ræðunum á
vef Alþingis. Talgreinir Alþingis er
smíðaður í opnum hugbúnaði og
ætti að geta nýst mörgum öðrum
sem þurfa að breyta töluðu máli í
skrifaðan texta.
mm
Fjórum skipverjum bjargað
um borð í þyrlu