Skessuhorn - 20.11.2019, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 20196
Fresta út
sendingum
STYKKISH: Fyrirhugað var
að hefja upptökur á fundum
bæjarstjórnar Stykkishólms-
bæjar, til birtingar á heimasíðu
sveitarfélagsins, 1. nóvember
síðastliðinn. Sátt er um málið
meðal allra lista, sem er í sam-
ræmi við stefnu þeirra allra um
opnari, skilvirkari og gagnsærri
stjórnsýslu, að því er fram kem-
ur í fundargerð frá síðasta fundi
bæjarstjórnar. Bæjarráð hafði
áður fjallað um málið og lagt til
að útsendingum yrði frestað um
þrjá mánuði, þar sem tækjabún-
aður, umgjörð og nánari útfærsla
lægi ekki fyrir. Bæjarstjórn sam-
þykkti afgreiðslu bæjarráðs með
fjórum atkvæðum gegn þremur.
Fulltrúar Okkar Stykkishólms
gagnrýndu frestunina í bók-
un sinni og kváðust ekki skilja
hvers vegna tæki svona langan
tíma að hanna útfærslu og um-
gjörð fyrir verkefnið. nú þeg-
ar sendi fjöldi bæjarfélaga út frá
fundum og Stykkishólmsbær
þyrfti ekki að finna upp hjólið í
þeim efnum. -kgk
Laus hross
á vegum
VESTURLAND: nokkuð var
um lausagöngu hrossa í umdæmi
Lögreglunnar á Vesturlandi í
vikunni sem leið. Að morgni
þriðjudagsins 12. nóvember var
tilkynnt um lausa hesta á Vest-
urlandsvegi til móts við narfa-
staði. Síðdegis á miðvikudag
var tilkynnt um laus hross und-
ir Hafnarfjalli, en fundið var út
úr því hver eigandi hrossanna
var, sem kom strax á staðinn
og kom þeim aftur í girðingu.
Þá var tilkynnt um laust hross,
eitt á ferð og dökkt að lit á Snæ-
fellsnesvegi við Ölkeldu kl. 21
kvöld eitt í síðustu viku, sem er
alvarlegt því hrossin sjást illa í
myrkri og geta skapað hættu í
umferðinni.
-kgk
Sextíu samning
um þinglýst
VESTURLAND: Alls var 60
kaupsamningum vegna fast-
eignaviðskipta þinglýst á Vest-
urlandi í októbermánuði. Þar
af voru 19 samningar um eign-
ir í fjölbýli, 25 samningar um
eignir í sérbýli og 16 um ann-
ars konar eignir. Á vef Þjóð-
skrár kemur fram að heildar-
velta þinglýstra kaupsamn-
inga í landshlutanum í októ-
ber var 2.023 milljónir króna
og meðaupphæð á samning
var 33,7 milljónir. Af þessum
60 samningum var þriðjungur
þeirra um eignir á Akranesi,
eða 20 samningar. Af þeim
voru 13 um eignir í fjölbýli og
sjö um eignir í sérbýli. Heild-
arvelta samninganna sem
þinglýst var á Akranesi var 838
milljónir króna og meðalupp-
hæð á samning 41,9 milljónir.
-kgk
Segin saga hrað
aksturs
VESTURLAND: Það er seg-
in saga að hraðakstur er áber-
andi í umdæmi Lögreglunnar
á Vesturlandi. Var liðin vika
engin undantekning þar á, að
sögn aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns. Ökumaður var stöðv-
aður að morgni þriðjudagsins
12. nóvember á 131 km/klst.
á Vesturlandsvegi við Galtar-
holt. Var honum gert að greiða
fjársekt að upphæð 115 þús-
und krónur. Þá var einn stöðv-
aður í vikunni á 124 km/klst.
hraða við Búðardal og segir
lögregla enn allt of algegnt að
sjá hraðaksturstölur milli 110
og 120 km/klst. í umdæminu.
-kgk
Komdu niður
sungu öll í kór
AKRANES: Kallað var eftir
aðstoð lögreglu vegna drengs
sem hafði klifrað upp á þak
Brekkubæjarskóla á Akranesi
að morgni síðasta fimmtu-
dags. Drengurinn hlýddi ekki
boðum kennara og starfs-
fólks um að koma niður og
því var haft samband við lög-
reglu, sem kom á staðinn og
eftir það fékkst drengurinn til
að koma niður. Málið var til-
kynnt til barnaverndar, eins og
alltaf er gert ef lögregla sinnir
málum sem varða börn upp að
18 ára aldri.
Dóp í bíl og á
heimili
BORGARBYGGÐ: Síðast-
liðinn miðvikudag stöðvaði
lögregla för ökumanns sem
ók um Vesturlandsveg í Borg-
arfirði, grunaðan um akst-
ur undir áhrifum ávana- og
fíkniefna. Fíkniefnapróf gaf til
kynna að hann hefði neytt am-
fetamíns. Var hann því hand-
tekinn, færður á lögreglustöð
og gert að gefa blóðsýni. Mað-
urinn reyndist enn fremur
vera án ökuréttinda. Í bifreið
mannsins fundust ætluð fíkni-
efni og við húsleit sem fram-
kvæmd var í kjölfarið fundust
sex brúnar töfluð, grænt duft
sem talið er að sé kannabis,
hvítt duft sömuleiðis og ólög-
legur hnífur.
-kgk
Almennri verkstæðisþjónustu
Bifreiðaþjónustu Snæfellsness í
Grundarfirði verður lokað föstu-
daginn 29. nóvember næstkom-
andi. Bifreiðaþjónusta Snæfellsness
er í eigu Rútuferða og er þetta liður
í breytingum á rekstri fyrirtækisins.
„Verkstæðinu verður lokað í nú-
verandi mynd. Okkar helsti tekju-
liður eru rútuferðirnar. Verkstæðið
keyptu Rútuferðir á sínum tíma til
að hafa aðstöðu fyrir tæki og tól og
til að geta sinnt viðhaldi á hópferða-
bifreiðunum. nú er orðið það mik-
ið að gera á vettvangi Rútuferða, en
minna á verkstæðinu, að við höf-
um ákveðið að loka því og hættum
þar með að reka almennt bifreiða-
verkstæði,“ segir Lísa Ásgeirsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Rútuferða og
Bifreiðaþjónustu Snæfellsness, í
samtali við Skessuhorn.
„Þó munum við áfram annast
framrúðuskipti fyrir trygginga-
félögin, þar sem við erum eini slíki
þjónustuaðilinn á Snæfellsnesi,“
segir hún. „en öllum öðrum al-
mennum bílaviðgerðum verður
hætt og verkstæðið eingöngu notað
til viðhalds og viðgerða á hópferða-
bifreiðum Rútuferða,“ bætir hún
við. „eini starfsmaður Bifreiða-
þjónustu Snæfellsness, sem hefur
sinnt almennum bílaviðgerðum til
þessa, lætur af störfum í lok mán-
aðarins. Hann langaði að breyta til
og hefur fundið sér annað að gera,
þannig að það er allt saman gert í
sátt og samlyndi. Starfsmenn Rútu-
ferða, sem hafa bæði annast akstur
og viðhald á rútunum, munu gera
það áfram á verkstæðinu þó almenn
bifreiðaþjónusta leggist af,“ segir
Lísa Ásgeirsdóttir að endingu. kgk
eigendur BOX7, Crossfit stöðvar-
innar í Grundarfirði, standa fyrir
áheitasöfnun til styrktar Berglindi
Jósepsdóttur næstkomandi laugar-
dag, 23. nóvember. Ætlunin er að
róa 500 kílómetra og safna áheit-
um og eru allir Grundfirðingar og
aðrir hvattir til að leggja málefninu
lið. Crossfit stöðin verður opnuð
klukkan 8 á laugardagsmorgun og
verður ekki lokað aftur fyrr en búið
er að ná 500 kílómetrum. Viðburð-
ur var stofnaður á Facebook und-
ir nafninu „Berjumst með Beggu“
og þar eru allir sem geta hvattir til
að aðstoða með róðurinn og söfn-
unina. „endilega komið og hjálpið
okkur að róa bæði ungir sem aldn-
ir. Þurfum alla þá hjálp sem býðst,“
segir í tilkynningu.
Begga er 33 ára, tveggja barna
móðir í sambúð með Sigurbirni
og greindist hún með krabbamein
í upphandlegg í júní síðastliðnum.
Begga hefur síðan þá þurft að und-
irgangast lyfjameðferð sem get-
ur reynt mikið á. „Hún hóf sína
fimmtu lyfjameðferð 6. október,
full af von og trú þar sem meinið
hafði minnkað en þá komu þung-
bærar fregnir, meinið hafði stækkað
og til viðbótar höfðu bæst við fimm
mein í lungum. nú hefst hjá Beggu
erfið geislameðferð sem hún verður
í næstu þrjár vikurnar og svo áfram-
haldandi lyfjameðferð eftir það.
Hún þarf mikinn kraft og stuðn-
ing til að halda áfram að berjast við
meinin,“ segir í viðburðinum á Fa-
cebook.
Þeir sem vilja leggja Beggu og
fjölskyldu lið er bent á að hægt er
að heita á hvern kílómeter sem á að
róa auk þess sem tekið verður við
frjálsum framlögum og verður kassi
á staðnum þar sem hægt er að setja
pening og tekið er við millifærslu
á reikning: 0321-13-161444, kt:
250868-4999.
arg
Efna til áheitasöfnunar fyrir
unga móður í Grundarfirði
Lísa Ásgeirsdóttir, framkvæmda-
stjóri Rútuferða og Bifreiðaþjónustu
Snæfellsness. Ljósm. úr safni/ tfk.
Bifreiðaþjónustu Snæfellsness
lokað um mánaðamótin
Berglind Jósepsdóttir er 33 ára,
tveggja barna móðir í sambúð og berst
hún nú við krabbamein.