Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 201918 Hjónin Ása Laufey Sigurðardótt- ir og Hallgrímur Þór Finnborga- son lögðu af stað í heimsreisu ásamt þremur börnum sínum, Sig- ríði Freyju 16 ára, Guðlaugu Maríu 13 ára og Matthíasi Kára sem verð- ur 9 ára í lok mánaðarins. Fjölsyld- an, sem var búsett á Akranesi, tók ákvörðun um að selja húsið og allar sínar eigur síðasta sumar og héldu af stað 3. ágúst. Þau voru þá búin að skipuleggja ferðalagið sex mán- uði fram í tímann en stefna þó á að vera á ferðinni í heilt ár. en hvers vegna ákváðu þau að fara í þessa ferð? „Við erum bara að leika okk- ur og hafa gaman. Okkur langar að kynnast heiminum, læra um ólíka staði og ólíka menningu og kynnast alls konar fólki,“ svarar Ása. „Og við vildum bara sjá hvað er þarna úti,“ bætir Hallgrímur við. Ekki eftir neinu að bíða Ása og Hallgrímur hafa rætt það í hálfkæringi annað slagið að fara í heimsreisu en þau segja þó aldrei neina alvöru hafa verið þar á bakvið, ekki fyrr en síðastliðið vor. Í apríl tóku þó endanlega ákvörðun um að þau ætluðu að láta verða af þessu. „eftir að strákurinn okkar greindist með sykursýki fórum við að hugsa meira um það hvað lífið er stutt og maður veit aldrei hversu mikinn tíma maður fær eða hvernig heils- an hjá manni verður í framtíðinni. Það var eiginlega ástæðan fyrir því að við ákváðum að núna væri bara tíminn til að láta verða af þessu, það var bara ekki eftir neinu að bíða,“ segja þau en fjölskyldan var stödd í Kína þegar Skessuhorn sló á þráð- inn til þeirra. eftir að ákvörðun var tekin fór allt á fullt í undirbúningi og fengu þau ferðaskrifstofu til að aðstoða sig með skipulag á flug- ferðum, gististöðum og afþreyingu fyrstu sex mánuðina. Framhaldið munu þau svo sjá um að skipuleggja sjálf. „Okkur þótti gott að fá aðstoð af stað en við höfum lært mikið á ferðalaginu og vitum meira hvern- ig er best að gera þetta, eins og að leita að besta verðinu, finna út hvar sé best að vera og hvað sé sniðugast að gera á hverjum stað. Þetta hefur verið svona „learn as we go“ ferða- lag,“ segir Ása og hlær. Ferðalagið almennt gengið vel Aðspurð segjast þau alveg hafa lent í smá óþægindum á ferðinni en al- mennt hefur ferðalagið gengið vel. „Það hefur ekkert stórkostlegt komið upp á þannig séð. Við höf- um stundum átt pínu erfitt með að finna rétta staðinn sem við erum að fara á og svo höfum við lent á mjög skítugum herbergjum sem standast ekki alveg okkar kröfur um hrein- læti. Það er bara margt öðruvísi hér úti í heimi en við erum vön á Íslandi eða þar sem við ferðumst mest, inn- an evrópu,“ segir Ása. Þá lentu þau í heldur óþægilegu atviki á Maldí- veyjum þegar þau ætluðu að fara frá einni eyju yfir á aðra. „Það var um hálftíma sigling á milli eyjanna og á miðri leið átta ég mig á því að við gleymdum vegabréfunum okk- ar í skúffu á hótelinu sem við vor- um á. en þetta reddaðist sem bet- ur fer allt og við fengum vegabréfin aftur,“ segir Ása og hlær. Hún lenti líka í smá óhappi þegar þau voru að skoða sig um á rafmagnshlaupa- hjólum í Singapúr. „Ég missi jafn- vægið aðeins og flýg beint á haus- inn og fékk út úr því þetta rúmlega góða glóðurauga, dofna hönd, kúlu og svona. en sem betur fer er gott heilbrigðiskerfi í Singapúr og all- ir tala ensku svo ég fékk bara fína aðstoð og jafnaði mig alveg,“ seg- ir Ása. „Við erum líka með góða ferðatryggingu sem er mjög mikil- vægt þegar maður fer í svona ferða- lag,“ segir Hallgrímur. „Já, sérstak- lega þegar maður er klaufi eins og ég,“ skýtur Ása inn í og hlær. Þá hafa þau gleymt einstaka hlutum hér og þar en ekkert sem þau sjá sérstaklega eftir. elsta dóttir þeirra gleymdi reyndar tölvu í rútu í Tæ- landi en hana fengu þau til baka. „Það hafa verið að gleymast föt, hleðslutæki og svona eitt og ann- að. Þegar maður er á svona miklu ferðalagi, stoppar bara í tvo til þrjá daga á hverjum stað, þá ruslar mað- ur upp úr töskunum og svo hendir í þær á hraðferð svo það gleymist eðlilega stundum eitthvað,“ segir Hallgrímur. „Við erum ekki að hafa miklar áhyggjur af því samt og von- um bara að einhver finnir þetta sem geti nýtt það,“ bætir Ása við. Húsbíll í Ástralíu Þegar blaðamaður heyrði í fjöl- skyldunni voru þau búin að fara til London, Dubai, Abu Dhabi, Ind- lands, Maldíveyjar, Singapore, Balí, Kualalumpur, Tælands, Víetnam, Kambódíu, og Laos áður en þau fóru til Kína. Um þessar mundir eru þau stödd í Suður-Kóreu og er ferðinni heitið til Japans og þaðan til Ástralíu þar sem þau ætla að vera yfir jólin og áramót og endar sex mánaða planið þeirra á nýja-Sjá- landi. „Við tókum alveg mánuð af þessum tíma sem við erum búin að vera á ferðinni bara í að ferðast um Laos, Víetnam og Kambódíu, sem var mjög áhugavert ferðalag. Við höfum líka farið og skoðað margt, sáum meðal annars Taj Mahal á Ind- landi sem var alveg magnað. Ann- ars höfum við gert alveg ótrúlega margt á þessum tíma,“ segja þau en fjölskyldan er meðal annars búin að fara í eyðimerkur safarí, sjá Kína- múrinn auk þess sem þau fögnuðu jólunum með heimamönnum í Abu Dhabi. „Við ætlum að vera í Ástr- alíu í mánuð og fyrstu tvær vikurn- ar ætlum við að ferðast um á hús- bíl,“ segir Ása. „Það verður spenn- andi að sjá hvernig það gengur með þrjú börn. Þetta verður örugg- lega áskorun,“ heldur Ása áfram og hlær. Jólin ætla þau að halda í Bris- bane og áramótin í Sidney. Sjá sjálf um kennslu Hvernig er það þegar fjölskylda fer svona á ferðalag með börn á skólaaldri? „Krakkarnir voru í Brekkubæjarskóla og við rædd- um við kennarana þeirra og feng- um mjög góð ráð varðandi námið, hvað væri gott að hafa í huga og svoleiðis. Matthías er í 4. bekk og hann tók stærðfræðibækurnar með sér út og svo erum við með raf- bækur sem hann les. Við fengum bara leyfi til að sjá sjálf um kennsl- una þeirra á meðan við erum úti. Við erum enn tengd Mentor og fylgjumst þar með öllum áætlun- um og reyndum að skipuleggja námið þannig að þau læra virka daga eins og ef þau væru í skóla og reynum þannig að halda þeim á áætlun,“ útskýrir Ása og bæt- ir því við að samband þeirra við kennarana sé mjög gott. „Þetta hefur bara gengið mjög vel og við Systkinin með Taj Mahal á Indlandi í bakgrunni. Fjölskylda tók sig upp og flakkar um heiminn Fjölskyldan við Angkor Wat í Kambódíu. Krakkarnir voru vinsælir í myndatökum með kínverskum ferðamönnum. Það voru 272 þrep að komast upp í Batu Caves í Malasíu. Fjölskyldan gekk í hlutverk fílahirða í einn dag þar sem þau fengu m.a. fræðslu og bað með fílunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.