Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Side 21

Skessuhorn - 20.11.2019, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 2019 21 Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar 100% framtíðarstöðu slökkviliðstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og er faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri brunavarnarmála fyrir bæði sveitarfélögin. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf. ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR? Helstu verkefni og ábyrgð: • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðsins • Ábyrgð á faglegri starfsemi slökkviliðsins • Úttektir, eldvarnareftirlit og stjórnun aðgerða • Stefnumótun og áætlanagerð • Samskipti við hagsmunaaðila Menntunar- og hæfnikröfur: • Umsækjandi skal hafa löggildingu sem slökkviliðsmaður sbr. 17. gr. laga nr. nr. 75/2000 og starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum • Umsækjandi þarf að hafa stjórnunarreynslu og þekkingu á rekstri • Reynsla og/eða haldgóð þekking á stjórnun slökkviliðs æskileg • Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar æskileg • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum • Leiðtogafærni og vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti Umsóknarfrestur er til og með 9. desember nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsókn skulu fylgja ítarlegar og greinargóðar upplýsingar um náms- og starfsferil þar sem tilgreind eru verkefni og ábyrgð úr fyrri störfum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Starfið hentar öllum kynjum. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Í síðustu viku komu út skýrslur með niðurstöðum kannana á við- horfum heimafólks til ferðamanna og ferðaþjónustu á fjórum áfanga- stöðum; Reykjanesbæ, Stykk- ishólmi, Húsavík og egilsstöð- um. Kannaðar voru bæði sértæk- ar og staðbundnar áskoranir sem fylgja uppbyggingu ferðaþjónustu og móttöku ferðamanna á þessum stöðum. niðurstöður staðfesta að ferða- mennskan hefur mikil áhrif á sam- félag heimamanna en áhrifin eru nátengd staðbundnum einkennum hvers staðar. Heilt yfir var jákvæð- ni heimamanna nokkuð afgerandi og voru flestir þeirrar skoðunar að ferðamennska hefði bæði bætt lífs- gæði og lífskjör í samfélaginu. ein- hugur var um efnahagslegt mikil- vægi atvinnugreinarinnar fyrir samfélögin og að ferðaþjónusta hafi bæði verið atvinnuskapandi og ýtt undir fjölbreytni í atvinnulífi. Á öllum stöðum hafði þjónustustig haldist hátt að mati heimamanna. Á öllum stöðunum kom fram að ferðaþjónusta hefði haft neikvæð áhrif á leigumarkað. Stykkishólmur á sér langa sögu í ferða­ þjónustu Í skýrslunni um Stykkishólm kem- ur margt athyglisvert í ljós. Um 65% þeirra 235 þúsund erlendu ferðamanna sem komu í Stykkis- hólm árið 2018 komu á tímabilinu maí til september sem þýðir að árs- tíðasveifla í komum ferðamanna er minni í Stykkishólmi en víða ann- ars staðar. Íbúar Stykkishólms urðu oftar en íbúar hinna svæðanna var- ir við ferðamenn, í miðbænum sáu þeir ferðamenn alla daga og æ oft- ar yfir veturinn. Talað um að árið 2016 hafi orðið sprenging í fjölda ferðamanna í bænum sem síð- an hafi aðeins dregið úr. Flestum heimamönnum fannst fjöldi ferða- manna í bænum yfirleitt hæfilegur en fundu þó mest fyrir fjöldanum á sumrin af öllum svarendum könn- unarinnar. Þetta er nokkuð ólíkt því sem fram kom í viðhorfum íbúa á Vesturlandi árið 2017 þar sem fram kom að Vestlendingar urðu sjaldnar en íbúar í öðrum landshlutum var- ir við ferðamenn og voru líklegastir til að finnast fjöldinn of lítill. Á því geta verið skýringar. Stykkishólm- ur á sér langa sögu um ferðaþjón- ustu sem spunnist hefur í kringum ferjusiglingar og gistingu og fyrir þær sakir er löng hefð fyrir komum ferðamanna í bæinn. Þá eru ótaldir innlendir ferðamenn sem að mati heimamanna hafa löngum verið áberandi í bænum. Áhyggjur af stöðnun sem ferðaþjónustubær Að mati heimamanna felst aðal- aðdráttarafl bæjarins í náttúrufeg- urð Breiðafjarðar og gömlu húsun- um í bænum sem heimamenn voru stoltir af. Þetta var í samræmi við svör ferðamanna í ferðavenjukönn- un sem gerð var í Stykkishólmi sumarið 2018. Ferðamenn voru al- mennt ánægðir með dvölina í bæn- um, einkum með fegurð og um- hverfi bæjarins, gestrisni bæjarbúa og staðsetningu. Hlutverk ferða- þjónustu í fjölskrúðugu atvinnu- lífi bæjarins var eitt meginstefa í niðurstöðunum í Stykkishólmi en auk þess voru heimamenn ánægð- ir með framboð þjónustu í bænum og mannlífið. Fjölbreytt atvinnulíf var talinn vera einn af stærstu kost- um samfélagsins og væri afkoma heimamanna ekki háð afkomu einnar atvinnugreinar. Ákveðn- ar áhyggjur voru meðal heima- manna um að bærinn hefði mögu- lega staðnað sem ferðaþjónustubær á sama tíma og Snæfellsnes í krafti þjóðgarðs hefði eflst sem áfanga- staður. Fram kom að auðvelt væri fyrir ferðamenn að fara í dagsferð um nesið frá höfuðborgarsvæðinu og að Stykkishólmur væri raun- verulega úr leið með tilliti til Snæ- fellsnesshringsins. Viðmælendur töldu að efla þyrfti aðdráttarafl bæj- arins en til þess þyrftu fyrirtæki og sveitarfélag að taka höndum sam- an. Fram kom að mörg ferðaþjón- ustufyrirtæki í bænum væru afar lít- il. Mikil vinna hlaðist á fáar hend- ur í litlu samfélagi sem geti leitt til þess að batteríin klárist þrátt fyrir góðan ásetning. Heimagisting á lagagráu svæði eitt einkenni Stykkishólms er að í hluta íbúaðarhúsa bæjarins er ekki föst búseta. Talað var um þau sem frístundahús í eigu utanbæjarfólks og eignir sem leigist að öllu leyti eða að hluta til ferðamanna. Auk þess eru einhverjir íbúar að skapa sér tekjur með því að bjóða upp á heimagistingu . Í viðtölunum kom fram að mikil aukning hefði orðið á slíkri gistingu fyrir ferðamenn. Í ferðavenjukönnuninni kom fram 22% svarenda hefði verið í einka- gistingu í Stykkishólmi s.s. Airbnb. Í sumum tilfellum var slík ráðstöf- un samfélagslega samþykkt, s.s. í tilfellum útleigu húsa til stéttar- félaga og þegar hús eru leigð í heilu lagi til ferðamanna. Það kom hins vegar skýrt fram að helstu árekstr- ar heimamanna og ferðaþjónustu tengdust ráðstöfun fasteigna með þessum hætti og að um viðkvæmt mál væri að ræða. Auk þess höfðu erfið mál um heimagistingu á laga- lega gráu svæði valdið úlfúð í sam- félaginu og haft neikvæð áhrif á bú- setuskilyrði og lífgsæði íbúa. Kall- að var eftir enn skýrari úrræðum fyrir heimamenn og auknu eftirliti af hálfu hins opinbera og í útgáfu leyfa. mm Helstu ummæli ferðamanna um Stykkishólm. Ferðaþjónusta hefur bætt lífsgæði og lífskjör Stykkishólmur þekktur fyrir fagurt umhverfi og gömlu húsin Stykkishólmur séður úr Súgandisey.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.