Skessuhorn - 20.11.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 201926
Vísnahorn
Jæja hátíðirnar nálgast
óðum og veitir víst ekki af
að reyna að koma sér upp
einhverju kristilegu hug-
arfari áður en allt brestur
á. Jólalögin eiga trúlega eftir að glymja á okk-
ur ósparlega og lítið annað í boði en láta það
yfir sig ganga. Á organistanámskeiði þar sem
verið var að æfa gömul sálmalög tautaði Ingi-
björg Bergþórsdóttir fyrir munni sér:
Við skulum gaula Gregorsöng,
grimmt við skulum stund´ann.
Sé bænin nógu leið og löng
lætur Drottinn undan.
Þó kirkjusókn sé almennt ekki neitt til að
hrópa húrra fyrir er hún þó oftast nokkuð góð
um hátíðarnar. Um prest nokkurn sem eins
og fleiri kollegar hans mátti búa við fremur
dræma kirkjusókn orti Þórdís Sigurbjörns-
dóttir:
Uppi í stólnum æ og sí
áminningar fremur.
Lítið gagn er þó að því
þegar enginn kemur.
Hvað sem líður nú okkar andlegu fóðr-
un þarf skrokkurinn alltaf sitt með einhverj-
um hætti. Oftast þarf þar eitthvað að koma á
móti. Annaðhvort peningar eða vinna. emil
Petersen sagði einhvern tímann:
Auraleysis þreytir þraut
-það er gömul saga.
Ég hef aldrei ort fyrir graut
alla mína daga.
Margir Borgnesingar muna eftir ólafi
Gunnarssyni frá Borgum sem bjó nokkur ár í
Borgarnesi og lýsti sjálfum sér svo:
Ístran vex á Ólafi
um það margir rabba,
hann mun vera viljugri
við að éta en labba.
Skagfirðingurinn Bjarni Gíslason fæddur
um 1880 var alinn upp hjá vandalausum sem
var svosem rúmlega nógu algengt með börn
fátæklinga á þeim árum en hér koma þrjár
ósamstæðar vísur eftir hann:
Þótt mig léki lífið grátt,
lítill virtist gróði,
ég hef máske alltaf átt
ögn í sparisjóði.
Ég hef kynnst við trega og tál,
trúin finnst mér lygi,
ljósblik innst í eigin sál
er mitt hinsta vígi.
Hefir skeikað hæfni þrátt,
hugur reikað víða
en að leika lokaþátt
lítt mér eykur kvíða.
Menn hafa lengi velt fyrir sér tilgangi lífsins
og hvort líf sé eftir þetta eða tilvera með ein-
hverjum hætti. Freysteinn Gunnarsson orð-
aði þetta svo:
Gleðin er léttvæg og lánið er valt.
Lífið er spurning sem enginn má svara.
Vinirnir koma kynnast og fara,
kvaðning til brottfarar lífið er allt.
Svo er líka hægt að velta fyrir sér hvaða
refsingu við hljótum hinum megin fyrir synd-
irnar sem við drýgjum í hérvistinni og þá með
hverjum hætti þeim refsingum verður útdeilt.
Kannske þurfum við að þola sjálf það sem við
höfum gjört öðrum? Ja, maður spyr sig. Hilm-
ar Pálsson orti um einhvern ágætan mann:
Karlinn metið sjálfsagt setur
senn í óðarsmiðjunni.
Naumast betur nokkur getur
nauðgað ljóðagyðjunni.
Og af einhverju öðru tilefni sagði Auðunn
Bragi:
Margir fremja fúlan prett,
forðast allt hið sanna,
engin takmörk eru sett
illsku sumra manna.
Hvort sem alltaf er nú beinni illsku að
kenna gengur mannskepnunni misjafnlega
að rata þann hinn þrönga veginn enda sagði
Guðmundur Illugason frá Skógum:
Haldir þú til himnaranns
hár er stigi að ganga
en fótmál eitt til andskotans
og engar tröppur þangað.
einu sinni þótti jákvætt að vera í þokka-
legum holdum eða jafnvel rúmlega það en
það er víst liðin tíð. Fólk hópast í líkamsrækt-
arstöðvarnar en að sjálfsögðu ekki nema að-
gengi sé gott. Gnægð bílastæða og góður raf-
magnsstigi fast að þrekhjólinu. Gestur Guð-
finnsson orti um heilsulindina. Kannske í
orðastað einhverrar góðrar konu:
Ó, sæla heimsins heilsulind.
Sem hrísla verð ég grönn
við allskyns nudd og nuð og juð
og naumast meira en spönn.
En guð var alltaf góður mér
og gaf mér marga björg
og einnig þessi „aukapund“,
sem urðu helzt til mörg.
Ég þyngdist meira en þarflegt var
og það er fyrir sig
en nálaraugu allar dyr
eru orðnar fyrir mig.
Með rögg og festu ræðst ég að
þeim rækals fituvef
uns hvert það pund sem guð mér gaf
ég gert að engu hef.
nýlega var þess minnst að 120 ár eru liðin
frá fæðingu Jóhannesar úr Kötlum. Fyrir all-
nokkrum árum var reistur minnisvarði um Jó-
hannes á lóð Barnaskólans í Búðardal. Höfuð-
mynd af skáldinu standandi á grönnum súl-
um og minnti Onna á Kjörseyri óþægilega á
hvernig höfuð sakamanna voru meðhöndluð
hér fyrr á öldum:
Nú hafa Dalamenn dáldið
djarflega hresst uppá skáldið.
Þeir litu til baka.
-Hans ljóð munu vaka.
Svo hengdu þeir hausinn á stjaka.
eitt af hlutverkum svona þátta og ekki það
ómerkasta er að bjarga ýmsum gömlum kveð-
skap frá eilífri glötun. Því miður óttast ég að
töluvert af gömlum vísnablöðum fari í glat-
kistuna þegar farið er að taka til í dóti þeirra
sem horfnir eru hér úr heimi. Allt slíkt væri
betur komið í skjalasöfnum viðkomandi hér-
aðs. en nú langar mig að spyrja hvort ein-
hver kannast við vísur sem ortar hafa verið
fyrir svona 120 árum eða rúmlega það um þá
reiðhesta sem þá voru hvað mest áberandi í
Reykholtsdal og Hálsasveit og þessi hending
mun í:
,,af bar Grána Þorvaldar.“
Þar mun átt við Gránu Þorvaldar á norð-
urreykjum sem var afburðahross á sinni tíð.
Sömuleiðis ef einhver kannast við kvæði sem
þetta erindi er í og þá höfund endilega hafið
samband:
Hlýðum húmsins óði
heilladísin mín,
auðga lífið ljóði
ljúfu brosin þín.
Með þökk fyrir lesturinn.
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Með rögg og festu ræðst ég að þeim rækals fituvef
Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefnd-
ar Akraness fer fram föstudaginn
13. desember frá klukkan 13-17
að Þjóðbraut 13, þar sem Vínbúð-
in var áður til húsa. Tekið verður á
móti umsóknum alla virka daga frá
22. nóvember til 1. desember frá
kl. 11-13 í síma 859-3000 (María)
og 859-3200 ( Svanborg).
Alllir umsækjendur þurfa að
skila inn staðgreiðsluskrá sem sýn-
ir tekjur frá janúar til nóvember
(ekki skattframtal). Hana má nálg-
ast á vef Ríkisskattstjóra og einn-
ig er hægt að fá hana útprentaða á
Skattstofunni. einnig þarf að skila
inn búsetuvottorði en það fæst út-
prentað á skrifstofu Akraneskaup-
staðar.
Tekið verður á móti gögnum
og skriflegum umsóknum í húsi
Rauða krossins Skólabraut 25a 4.
og 5. desember frá kl. 16-18. Mjög
mikilvægt er að sækja um á aug-
lýstum tíma þvi úrvinnsla umsókna
tekur tíma og eftir 13. desember
verður ekki úthlutað.
Styrktarreikningur Mæðra-
styrksnefndar er: 0552-14-402048
kt: 411276-0829. -fréttatilkynning
Konur úr Kvenfélagi ólafsvíkur,
ásamt félögum úr Skógræktarfé-
lagi ólafsvíkur og aðstoðarmönn-
um, hittust í Réttarskógi síðastlið-
inn sunnudag. Tilgangurinn var að
sækja greni og birkigreinar. Grein-
arnar ætla kvenfélagskonur að nýta
til að búa til leiðisgreinar sem þær
verða með til sölu í Jólaþorpi Snæ-
fellsbæjar í aðdraganda jóla. Var
þetta hin skemmtilegasti hittungur
og voru allir sem tóku þátt sammála
um að það væri sérlega ánægjulegt
að geta nýtt greni úr skógi í heima-
byggð og verður það vonandi fyrsta
skrefið í nýtingu skógarins.
þa
Vel var mætt á Þorsteinsvöku sem
fram fór á Sögulofti Landnáms-
setursins í Borgarnesi síðastliðið
fimmtudagskvöld. Að kvöldinu stóð
nýlega stofnað félag sem ber heit-
ið Arfur Þorsteins frá Hamri. Þor-
steinsvaka þessi var skilgreind sem
óformlegur framhaldsstofnfundur
félagsins. Að þessu ljóða- og sagna-
kvöldi komu nokkrir einstaklingar
úr Borgarnesi og Reykjavík. Flutt
voru stutt ávörp og lesin valin ljóð
og rímur eftir skáldið.
Til máls tóku Guðrún nor-
dal, Vigdís Grímsdóttir, Theódór
Þórðarson, Ástráður eysteinsson,
Sigurbjörg Þrastardóttir, Valdimar
Tómasson, Sigríður Margrét Guð-
mundsdóttir og Þórarinn Jónsson
frá Hamri. Sá síðastnefndi las valdar
rímur úr bálki sem Þorsteinn bróð-
ir hans orti 13 eða 14 ára að aldri.
Rímnabálkurinn fjallar um það þegar
norðanmenn sækja suður yfir heiðar
og ráðast á Þverhlíðinga. Glöggir
menn töldu sig þar þekkja ýmsa val-
inkunna sómamenn af lýsingu Þor-
steins. ótrúlegt þykir að unglingur
skuli hafa svo gott vald á íslenskri
tungu sem raun ber vitni. Rímna-
bálkur þessi hefur aldrei á prent far-
ið. mm/ Ljósm. Anna Hallgrímsdóttir
Sóttu greni í Réttarskóg
Á Breiðinni á Akranesi. Ljósm. Jónas H Ottósson.
Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness
Þórarinn frá Hamri las
úr óbirtum rímum eftir
bróður sinn