Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 4

Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 4
439 Gísli Gunnar Jónsson, Jórunn Atladóttir Peutz-Jeghers-heilkenni með garnasmokkun Peutz-Jeghers-heilkenni er sjaldgæfur ríkjandi A-litninga erfðasjúkdómur sem lýsir sér í sepamyndun í meltingarvegi auk litabreytinga á húð og slímhúð. Sjúklingar með heil- kennið eru í aukinni hættu á að fá krabbamein á lífsleiðinni auk annarra kvilla í tengslum við sepamyndun. 443 ÚR LÆKNABLAÐINU 1919 Þórður Thoroddsen Inflúensan fyrr og nú Aðalveikin barst hingað til Reykjavíkur, eins og kunnugt er, með ,,Botníu‘‘ 20. október. Eftir nokkra daga fer hún að breiðast út. Eg sá fyrsta sjúklinginn 28. október. Um sama leyti barst og sóttin hingað með íslenskum botnvörpung, sem kom til Hafnarfjarðar frá Englandi. Skipstjórinn er búsettur hér (í Bergstaðastræti) og var hann lasinn er hann kom heim og maður með honum. Á hans heim- ili var ég sóttur 29. október. Eftir þetta fer sóttin að breiðast óðfluga út um bæinn og eftir viku má fullyrða, að hún sé komin um allan bæ. Ástæðan til þess hve fljótt sóttin breiddist út, er að mínu áliti sú, að vanrækt var að taka þá sjálfsögðu varúðarreglu þegar í byrjun sóttarinnar, að loka öllum almennum samkomustöðum. Margir, sem eg spurði um það, hvar þeir mundu hafa smitast, svöruðu mér á þá leið, að þeir gætu ekki hafa fengið veikina annarsstaðar en í ,,Bio‘‘. – Hæst stóð veikin dagana 10.-16. nóvember. 432 LÆKNAblaðið 2018/104 F R Æ Ð I G R E I N A R 10. tölublað ● 104. árgangur ● 2018 435 Aldarafmæli spænsku veikinn- ar og viðbrögð við skæðum farsóttum á 21. öld Magnús Gottfreðsson Viðbrögð landsmanna við þessum vágesti eru lærdóms- rík, – stofnun hjúkrunarnefnd- ar, samstaða og samhjálp borgarbúa og frumkvæði að einangrun Norður- og Aust- urlands sem varð til þess að allstór hluti landsmanna slapp við veikina í þessari atlögu, en flestir urðu þó fyrir barðinu á henni síðar. 437 Sérnám í forgrunni Reynir Tómas Geirsson Nú verður ekki aftur snúið. Sérnám er komið til að vera á Íslandi, sem betur fer. L E I Ð A R A R LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 100 ÁRA 454 Kristján Erlendsson Af læknanámi Spár alþjóðastofnana segja að árið 2030 muni vanta 18 milljónir heilbrigðisstarfsmanna í heimin- um, og því er ljóst að leggja þarf aukna áherslu á menntun heilbrigðisstarfsmanna en ekki síður á að halda þeim í störfum sem þeir hafa verið menntaðir til. 458 Tómas Þór Ágústsson Framhaldsmenntun lækna á Íslandi Stór hluti vinnu við framhaldsmenntun lækna hefur átt sér stað í náinni samvinnu við sumar virtustu stofnanir heims á þessu sviði.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.