Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 9
LÆKNAblaðið 2018/104 437
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Specialist
education
at the fore
Reynir Tómas Geirsson, MD,
PhD, FRCOG, emeritus professor
of obstetrics and gynecology,
chairman of the Evaluation and
Accreditation Committee for
specialist education, Landspitali
University Hospital, Reykjavik.
doi.org/10.17992/lbl.2018.10.199
Reynir Tómas
Geirsson
fyrrv. prófessor og
forstöðulæknir, formaður
mats- og hæfisnefndar
skv. reglugerð nr.
467/2015
reynirg@landspitali.is
Læknanám á Íslandi á sér langa sögu og hefur að
minnsta kosti síðustu 50 árin þótt gott. Framhalds-
nám hefur hins vegar lengst af verið takmarkað og
óskipulagt. Læknar fóru því oftast fljótlega úr landi
eftir kandídatsárið til að læra þá sérgrein sem þeir
völdu. Fyrir vikið misstu heilbrigðisstofnanir lands-
ins af mikilvægum starfskrafti þar til fullmenntaðir
sérfræðilæknar komu til baka, ef það gerðist. Sér-
námsárin, þegar atorka og vinnugleði eru í hámarki,
féllu erlendum námsstofnunum í skaut. Rannsókna-
nám í Háskóla Íslands var líka óvanalegt fram
undir síðustu aldamót. Þeir sem öfluðu sér æðri
háskólagráðu gerðu það á erlendri grund að mestu
leyti. Nefndir voru stofnaðar til að reyna að efla sér-
nám hér á landi og skýrslur voru gerðar. Málefninu
þokaði löturhægt áfram. Ófullkomin lög og gamal-
dags reglugerð um sérnám lækna, ásamt því viðhorfi
að innlendar stofnanir skorti burði til að bjóða sér-
nám og að enginn væri maður með mönnum nema
hún eða hann hefði eytt árum erlendis, unnu gegn
því að sérnámi væri komið á fót.
Síðastliðinn aldarfjórðung hafa loks orðið umbæt-
ur. Heimilislæknar voru í forystu og settu upp fullt
sérnám með marklýsingu og gæðakröfum. Eftir setn-
ingu nýrrar reglugerðar um starfs- og sérnám lækna
vorið 2015 hefur orðið veruleg breyting. Flestar, en
þó ekki allar, megin sérgreinar læknisfræðinnar
bjóða nú sérnám. Í þremur er boðið fullt nám, aðr-
ar eru með upphafsnám í 2-3 ár. Lágmarkstími sér-
fræðináms er 5 ár í samræmi við evrópskar reglur.
Eins og lýst er í grein Tómasar Þórs Ágústssonar í
þessu blaði hafði nýja reglugerðin nr. 467/2015 mun
fastari ákvæði en áður um að starfsnám (nýtt nafn á
„kandídatsári“) og sérnám gæti aðeins farið fram í
fastákveðnu skipulagi, þar sem nákvæm marklýsing
um framvindu námsins er notuð og stöðugt náms-
mat fer fram. Námsstaði þarf að viðurkenna með
formlegum hætti.
Til að annast eftirlit með þessu var sett á fót
svokölluð mats- og hæfisnefnd sem þarf að viður-
kenna marklýsingar og námsstaði. Formlega viður-
kenningu má líta á sem ákveðinn gæðastaðal fyrir
námsstaðinn. Til þessa hefur nám í heimilislækn-
ingum, geðlækningum, barna- og unglingageð-
lækningum, bæklunarlækningum, lyflækningum,
meina fræði og réttarmeinafræði verið viðurkennt
og skammt er í að við það bætist barnalækningar,
bráða lækningar, fæðinga- og kvensjúkdómalækn-
ingar, samþætt kjarnanám í bráðalækningum
(„bráða kjarnaleiðin“), skurðlækningar, svæfinga- og
gjörgæslulækningar og viðbótarnám í öldrunar-
lækningum. Þá er í nokkrum öðrum sérgreinum ver-
ið að skoða upphafsnám eða svokallað viðbótarnám
ofan á annað sérnám, en undirsérgreinanám er ekki
tímabært enn sem komið er. Allt þarf þetta að stand-
ast gæðakröfur sem eru sambærilegar við það sem
gerist í nágrannlöndum austan og vestan hafs. Sam-
vinna er um þetta milli Landspítalans, heilsugæsl-
unnar og Sjúkrahússins á Akureyri. Sérnámsstöður
lækna á nú ekki að auglýsa nema þær hafi hlotið
viðurkenningu mats- og hæfisnefndar. Nefndin
þarf líka að viðhafa eftirlit með því að námsstaðlar
drabbist ekki niður. Nokkrar mikilvægar sérgreinar
vantar þó enn til að framboð sérgreinanáms taki til
flestra megin sérgreina, það er að segja um ríflega
þriðjungs þeirra sérgreina sem Evrópusamtök sér-
fræðilækna hafa viðurkennt.
Ávinningur sérnáms á Íslandi, að hluta eða öllu
leyti, er augljós. Gæðaaukning verður í heilsugæslu
og spítalastarfi, sérlega góður starfskraftur á lægri
launum en sérfræðilæknar bætist við og hættan
á að missa lækna til frambúðar úr landi minnkar.
Fjárfestingin úr háskólanáminu skilar sér betur. Að
íslenskum sið gera stjórnvöld samt ekki ráð fyrir
kostnaði af sinni hálfu og velta því yfir á heilbrigð-
isstofnanirnar. Utanumhald og eftirlit þarf, bæði
kennslustjóra og aðstoðarfólk þeirra og mats- og
hæfisnefndarstörfin eru umfangsmikil og munu
vaxa. Að ætlast til þess að til langframa verði þetta
tekið af núverandi fjárveitingum stofnana er ekki
rétt. Hófleg fjárveiting mun skila sér til baka. Um
leið þarf að skipuleggja tengsl við akademískt nám á
meistara- og doktorsstigi fyrir unga sérnámslækna.
Þarf sérnám á Íslandi? Má ekki bara hafa þetta eins
og það var? Svarið er að breyttar aðstæður heima og
erlendis kalla á að tíminn sem unglæknar eyða á Ís-
landi eftir kandídatsár verði lengdur og nýttur sem
best. Námstími hér þarf líka að vera viðurkenndur
þegar komið er til útlanda. Til þess þarf samninga
við stofnanir og heilbrigðisyfirvöld í helstu náms-
löndum íslenskra unglækna. Önnur lönd krefjast
þess að nám hafi marklýsingu og að opinbert sam-
þykktar- og eftirlitskerfi sé til staðar. Margir ungir
læknar vilja forðast eða stytta dvöl á erlendri grund.
Mönnun heilbrigðisstofnana með millistigslæknum
í stöðluðu og góðu sérnámi eykur gæði heilbrigðis-
þjónustunnar.
Nú verður ekki aftur snúið. Sérnám er komið til
að vera á Íslandi, sem betur fer.
Sérnám í forgrunni
Heilmildir. 1: Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Ganfort® dags. 1. júní 2017. 2: Leske MC et al. Arch Ophthalmol 2003; 121: 48-56.
Þegar meðferðarmarkmið næst ekki
með einlyfjameðferð1
Hver einasti mmHg skiptir máli2 (bimatoprost/timolol) augndropar, lausn 0,3+5 mg/ml
Stytt samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir Ganfort augndropa, lausn:
GANFORT 0,3 mg/ml + 5 mg/ml augndropar, lausn. Virkt innihaldsefni: Hver ml af lausn inniheldur 0,3 mg bimatoprost og 5 mg timolol (sem 6,8 mg timololmaleat). Ábendingar: Til að lækka augnþrýsting hjá
fullorðnum sjúklingum með gleiðhornsgláku (open-angle glaucoma) eða hækkaðan augnþrýsting, sem svara ekki nægilega vel meðferð með beta-blokkandi augnlyfjum eða prostaglandinhliðstæðum. Frábendingar:
Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Teppusjúkdómur í öndunarvegum (reactive airway disease), þ.e. astmi eða saga um astma, alvarlegur langvinnur teppulungnasjúkdómur.
Gúlshægsláttur, sjúkur sínushnútur, leiðslurof í gáttum, annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof án gangráðs. Greinileg hjartabilun, hjartalost. Markaðsleyfishafi: Allergan Pharmaceuticals Ireland. Fyrir frekari
upplýsingar um lyfið má hafa samband við Actavis Pharmaceuticals Iceland ehf., Dalshrauni 1, 220 Hafnarfjörður, sími 550 3300, www.actavis.is. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika
lyfsins: 1. júní 2017. Október 2017. Nálgast má upplýsingar um Ganfort, fylgiseðil lyfsins og gildandi samantekt á eiginleikum þess á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.isActa
vi
s
71
01
32
UMBOÐSAÐILI Á ÍSLANDI: