Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 16

Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 16
444 LÆKNAblaðið 2018/104 Er hennar fyrst getið á Sikiley og kölluð Lues epidemica, komst í júlí til Ítalíu, þaðan til Frakklands og Spánar. Í september var hún komin um alt Þýskaland, Holstein og Danmörk, og þaðan fluttist hún til Svíþjóðar og austur á bóginn til Rússlands. Er ekkert eðli- legra, en að hún hafi borist hingað til lands líka. Sótt þessi var „en catarrhus eller Fluss, der faldt paa Brystet med Feber, som bragte mange i Graven.“* - Hún var af almenningi í hertogadæmunum dönsku kölluð spanska veikin („Spanske Sip“ eða „Tip“), og er sagt, að margir, jafnt ungir sem gamlir, hafi dáið úr henni. Á einum stað dóu t.d. 3000 manns úr henni, og var það 3. hluti allra íbúanna. Í Stokkhólmi og Uppsölum var sóttin svo mögnuð, að loka varð háskólunum. Alt þetta virðist benda á, að inflúensa hafi gengið hér á landi snemma á öldum. Á 19. öldinni fara að verða greinilegri fregnir um inflúensu-sótt- irnar, einkum síðan læknar fóru að gefa skýrslur um heilsufarið í héruðunum. Galli er samt á, að allar skýrslur lækna eru glataðar fram að árinu 1835, og eftir þann tíma og alt til aldamóta vantar skýrslur úr fleiri eða færri héruðum, flest árin. Fram að 1845 telur Schleisner, að inflúensa hafi gengið 9 sinn- um á 19. öld, árin 1805, 16, 19, 21, 34, 42, 43 og 45. – Hjaltalín nefnir ekki inflúensu 1819, 21, 38, 42 og 45, en getur aftur um inflúensu 1825. Í yfirliti yfir manndauða á Íslandi, sem Guðm. Hannesson pró- fessor hefir birt í aprílblaði Læknablaðsins 1917, og er að mestu tekið eftir ritgerð Páls Briems í Lögfræðingi, en aukið af Guðmundi pró- fessor, er inflúensu-sóttar oft getið á öldinni, að því er mér telst 26 sinnum. Það er víst óhætt að fullyrða, að hér hefir ekki verið um reglu- lega inflúensu að ræða altaf; svona tíð hefir hún alls ekki verið. Oft og tíðum hefir verið blandað saman inflúensu og almennum kvefsóttum, sem oft ganga hér um alt land, eru næmar og líkjast að mörgu reglulegri inflúensu, en eru alt annars eðlis. Aðalmunurinn er sá, að inflúensa er útlend sótt, alt af innflutt, gangi hún hér sem landfarsótt; kvefsóttin innlend að eðli og uppruna. Inflúensan fer eins og logi yfir akur, séu engar hömlur lagðar fyrir hana er hún búin að ljúka sér af um alt landið eftir 1-2 mánuði. Oftast kemur hún á vorin eða fyrri part sumars, er bundin við samgöngur við útlönd og skiftir sér ekkert um veður né vind. Kvefsóttin er leng- ur á ferðinni um landið og fer oft ekki nema um nokkurn hluta þess; heldur sér helst við haust og vor og er miklu meir undirorpin veðrabrigðum. – Báðir eru illir gestir hjá hinni íslensku þjóð, in- flúensan þó verri. – Að öllu athuguðu virðist mér ekki geta verið að ræða um in- flúensu nema 12 sinnum á 19. öldinni: 1804, 1816, 1825, 1834, 1843, 1855, 1862, 1864, 1866, 1890, 1894, 1900. Um inflúensusóttirnar framan af 19. öldinni, fram að 1844, hefir Schleisner getið í bók sinni. Sleppi eg því að minnast á þær, enda eru allar skýrslur lækna fyrir þau árin glataðar. Sóttirnar eft- ir þann tíma, frá 1855-1900, hefi eg kynt mér nokkuð og skal nú stuttlega skýra frá þeim. L Æ K N A B L A Ð I Ð 1 9 1 9 Jón Þorsteinsson (1794-1855) landlæknir á Seltjarnarnesi. Jón Hjaltalín (1807-1882) landlæknir, forstöðumaður Læknaskólans. Schleisner (1818-1900). Dvaldi hérlendis 1847-48 að rannsaka heilsufar lands- manna. Árni Jónsson (1851-1897), héraðslæknir í Skagafirði og síðan á Vopnafirði frá 1892. Botnía var farþega- og flutningaskip sem lengi þjónaði Íslendingum. Myndina tók Magnús Ólafsson af skipinu fánum prýddu í Reykjavíkurhöfn í kringum árið 1910. Birt með leyfi Ljósmyndasafns Reykjavíkur. *F.v. Mansa: Bidrag til Folkesygd. og Sundhedsplejens Historie i Danm. - Kbh. 1873.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.