Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 18
446 LÆKNAblaðið 2018/104
fólki. Sumir þjáðust af svefnleysi, sem mest stafaði af hóstanum
og andþrengslunum. Sóttinni fylgdu oft ýmiskonar taugaverkir:
lumbago, otalgia, odontalgia, neuralgia intercostalis, hemicranias
og neuralgia facialis. Blóðsókn (hyperæmia) mikil var að öllum
slímhimnum líkamans, lungnanna, magans og enda þvagfær-
anna í hinum þyngri tilfellum. – Dauðratalan í sumum sóknum á
landinu hafi verið mjög há, 4-6%. Í Reykjavíkursókn hafi ekki dáið
meira en 1% af íbúunum, en sóttin hafi gripið meira kvenmenn
en karlmenn, hafi og meira dáið af kvenmönnunum. Börn 1-2 ára
hafi verið verst farin, svo gamalt fólk, enda hafi miklu meira dáið
af þeim en miðaldra mönnum.
Í júlímánuði virðist sóttin hafa verið um garð gengin alstað-
ar á landinu, og hafði þá geisað um í 2 mánuði. Gerði hún mikið
tjón um alt land. Hver áhrif hún hefir haft, má sjá af því, að þetta
ár dóu á öllu landinu 2874 manns. Meðaltalið af þeim sem dóu á
mánuði, þá mánuði sem inflúensan ekki gekk, var 136. En í maí
dóu 242. Þ.e. 106 fram yfir meðaltalið; í júní 1053, eða 917 fram yfir
meðaltalið og í júlí 346, eða 210 fram yfir meðaltalið. Dáið hafa því
alls á landinu þessa 3 mánuði, sem inflúensan gekk, 1233 fleiri
menn en við mátti búast eftir meðaltali hinna mánaðanna, og eru
þá ótaldir þeir, sem síðar hafa dáið af hinum og þessum afleiðing-
um sóttarinnar.
Inflúensan 1864
byrjaði í Reykjavík í lok júnímánaðar. Í sama mánuði er hún kom-
in austur um allar sveitir og í byrjun júlímánaðar til Vestmanna-
eyja. Um miðjan júlí er hún komin norður í land, í Húnavatns-,
Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslur. Frá Húnavatnssýslu barst hún
til Ísafjarðar nær samstundis og svo um alt Vesturland. – Um miðj-
an ágúst var hún alstaðar um garð gengin. – Lind, héraðslæknir í
Stykkishólmi, dó úr þessari sótt.
Sótt þessi var væg, miklu vægari en sóttin 1862. Nálega allir
kendu hennar, en gátu margir verið á fótum, flestir lágu í 2-14
daga. Einkennin voru hin vanalegu: kvef, höfuðverkur, hósti, fyrst
þurr, seinna laus, matarólyst. Oft var hlustarverkur. Lungnabólga
sjaldgæf; Jón Finsen sá 3 tilfelli hjá 121 sjúkling. Þorvaldur Jónsson
á Ísafirði getur um 2 lungnabólgusjúklinga.
Fáir dóu úr sótt þessari. Af sjúklingum Finsens dóu 5, Skapta-
sens í Hnausum 2, en í Vestmannaeyjum hjá Magnúsi Stephensen
dó enginn.
Hjaltalín vill ekki kalla þetta inflúensu, en segir það hafa verið
,,epidemisk katarrhalsk Bronchitis’’. Það hefir þó víst ekki verið, en
væg inflúensa, enda gekk hún þá víða í útlöndum.
Inflúensan 1866
byrjaði 10. maí í Reykjavík, og barst þegar eftir nokkra daga út um
alt land, líklegast með vermönnum. Þannig er hún komin vestur
í Stykkishólm, og til Ísafjarðar, norður í Húnavatnssýslu, austur í
sýslur og til Vestmannaeyja seinni part maímánaðar. Eftir rúman
mánuð var hún um garð gengin á öllum þessum stöðum, þó að á
eftirköstum hennar bryddi víða fram eftir sumrinu. Til Eyjafjarðar
kom hún ekki fyrr en í miðjum júní og þar hélst hún við fram í
ágúst.
Sóttin var mjög illkynjuð, að því er læknar segja. Margir dóu,
einkum þó gamalt fólk. Börn sluppu nálega alveg. Hjaltalín segir,
að margir hafi dáið í Reykjavík*, og víða á landinu hafi dáið 4-6%;
sumstaðar þó ekki meira en 1-2%. – Hjörtur Jónsson í Stykkishólmi
segir, að í sumum sóknum í sínu umdæmi hafi dáið alt að 3%. –
Einkenni sóttarinnar voru: Mikill hiti með höfuðþyngslum,
stundum óráð í byrjun, kvef, hósti, oft ákafur, brjóstþyngsli; hóst-
inn fyrst þur, seinna laus með miklum uppgangi, graftrarkendum,
stundum gulleitum og var hann oft blóði blandinn. Oft fylgdu
uppköst, einkum í byrjun sóttar, stundum niðurgangur. Svefninn
órólegur, mókandi. Lungnabólga var mjög tíð, að því er læknar
segja, og af henni dóu þeir sem dóu. – Batinn var langvarandi,
mikið máttleysi, og voru menn lengi að ná sér. Almennur eftir-
sjúkdómur var langvinnur niðurgangur. Mörgum sló niður aftur.
Sótt þessi hlýtur að hafa verið mjög skæð, ef dæma skal eftir
fjölda dáinna þetta árið. Reiknað á sama hátt og gert er hér að
framan, við árið 1862, hafa af þessari sótt dáið um 1290 á öllu
landinu. Eru það 19 af hverju þúsundi landsbúa. Árið 1862 dóu þó
ekki nema 18 af hverju þúsundi og var sú sótt þó talin nægilega ill.
Inflúensan 1890
barst til landsins á þrem stöðum. Færeyingar komu með hana til
Austfjarða (Seyðisfjarðar), að því er virðist um mánaðamótin apr-
íl og maí. Þaðan breiðist hún út um Austurland, sunnan Seyðis-
fjarðar, er t.a.m. komin á Norðfjörð og inn í Skriðdal 6. maí. – Í
annan stað bera Færeyingar sóttina til Vopnafjarðar seinast í maí
og verður fyrsti maður veikur þar 1. júní. – Í þriðja lagi kemur
inflúensan með póstskipinu ,,Laura’’ til Vestmannaeyja 29. apríl
og með sama skipi til Reykjavíkur. Frá Reykjavík berst hún svo
um alt Suðurland, suður með sjó, austur í sýslur og upp í Borgar-
fjörð, og um miðjan júní með skipi vestur í Barðastrandarsýslu. Til
Skaftafellssýslunnar barst hún frá Vestmannaeyjum. – Ey firðingar
fá sína inflúensu í afmælisgjöf. 20. júní var haldin hátíð á Oddeyri
í minningu 1000 ára byggingu Eyjafjarðar, þangað komu eðlilega
menn úr fjarlægum héruðum og einhverjir þeirra með inflúensu.
Berst hún svo með gestunum út um allar sveitir nyrðra. Skip frá
Eyjaf. bar hana til Ísafjarðar.
Einkennin voru hin vanalegu við inflúensu og fylgifiskarnir
hinir sömu: hiti og höfuðverkur, hálsilta, barkakvef, lungnakvef
og lungnabólga, mikill hósti, eyrnaverkur, með bólgu oft, upp-
köst, niðurgangur, magnleysi, sumir altaf sofandi eða í móki, aðrir
með svefnleysi. Tök hingað og þangað í baki, brjósti, undir síðun-
um. Sérstaklega þjáðust menn af barkakvefinu, þó þeir að öðru
leyti væru ekki þungt haldnir, vegna særindanna, sem fylgdu fyr-
ir öllu brjósti. Óvanalega margir fengu rautt útþot um líkamann,
stundum um hann allan, stundum aðeins á andlit, brjóst eða kvið.
Það líktist stundum mislingaútþoti, stundum skarlatsroða, og oft
fylgdi því kláði. Það hvarf eftir 2-3 daga og stundum sá maður
smáhreistur á hörundi á eftir.
Sótt þessi var ekki mjög illkynjuð yfirleitt, en lagðist jafnt á
unga sem gamla. Eins og venja er til um inflúensu, virðist hún og
í þetta sinn hafa lagst mjög misjafnlega að. Á sumum heimilum
lögðust allir mjög þungt haldnir. Á næstu bæjum kom hún varla
L Æ K N A B L A Ð I Ð 1 9 1 9
*Gamall maður í Rvík, sem vel man sótt þessa, hefir sagt mér að allur bærinn, um 1500 manns, hafi lagst á einni
viku, og eftir hana láu 40 sem lík.