Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 19

Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 19
LÆKNAblaðið 2018/104 447 L Æ K N A B L A Ð I Ð 1 9 1 9 Kort af Reykjavík 1920, Egill Hallgrímsson teiknaði. Varðveitt á Borgarsögusafni/ Árbæjarsafni. við fólk. – Sumir læknar tala um, að hún hafi lagst mjög þungt á ungbörn og gamalmenni, og sum börn enda sloppið alveg við veikina. Aftur segja aðrir, að helst hafi dáið ungbörn og gamal- menni. Mín reynsla var sú, að sóttin lagðist þyngst á gamalmenni. Af 417 sjúklingum, sem mín var vitjað til, höfðu 51 lungnabólgu; voru 15 af þeim yfir 50 ára og dóu 13 af þeim. Allir læknar tala um, að þeir sem dáið hafi, hafi dáið af lungna- bólgu. En ef litið er til dauðsfallanna á landinu þetta árið, er ljóst, að sóttin hefir verið ólíku vægari en sóttir þær, sem á undan höfðu gengið. – Í júní- og júlímánuðum, þegar inflúensan gekk, og vænta mátti dauðsfalla af henni, dóu 286 manns fleiri en sömu mánuðina árinu á undan, en það ár gekk engin sótt. Gera má því ráð fyrir, að hún hafi ekki orðið fleirum að bana. Eru það tæpir 5 af hverju þús- undi landsbúa. – Og þegar litið er á aldur dáinna þessa mánuði, árin 1889 og 1890, kemur það í ljós, að börn á 1. ári hafa árið 1890 dáið 42 fleiri en árið 1889 og eldra fólk en 40 ára 197 fleiri árið 1890, í júní og júlímánuðum. Þetta virðist benda á, að aðallega hafi það verið börn og gamalmenni, sem dáið hafa, meira þó af eldra fólkinu. Á þungaðar konur lagðist sóttin mjög þungt. Zeuthen læknir getur um, að 2 konur hafi mist fangs í sínu héraði, 1 kona hafi fætt fyrir tímann og 3 þungaðar konur hafi dáið úr lungnabólgu. Í mínu héraði mistu 5 konur fangs og 2 þungaðar dóu úr lungna- bólgu. Inflúensan 1894 barst til Seyðisfjarðar með norska gufuskipinu ,,Waagen‘‘ um 20. janúar. – Sóttin breiddist skjótt út um Seyðisfjarðarhérað, enda var engum vörnum beitt. Hélt svo suður á bóginn til Eskifjarðar skömmu síðar og um alla firði sunnan Seyðisfjarðar; þá vestur í Skaftafellssýslu í lok febrúar og um líkt leyti til Rangárvallasýslu; þar sýktist fyrsti maðurinn 1. mars. Barst svo um Árnessýslu og kom þaðan hingað til Reykjavíkur í byrjun marsmánaðar. Um miðjan mars komst hún suður með sjó inn í mitt umdæmi; byrjaði þar á ýmsum stöðum nálega sömu dagana; fluttist með mönn- um úr Reykjavík. – Upp í Borgarfjörð komst sóttin síðast í mars. Í aprílmánuði flutti pósturinn hana norður í Snæfellsnessýslu og um sama leyti komst hún í Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur. Til Húnavatnssýslu fluttist hún fyrst í maí og litlu seinna í Skagafjarð- ar- og Eyjafjarðarsýslur. Eftir þetta langa ferðalag náði sóttin loks Norðurmúlasýslu í júnímánuði. – Til Vestmannaeyja fluttist hún með vermönnum í marsmánuði. Að sóttin tók þessa leið frá Seyðisfirði, suður um land og hring- inn í kring vestur um, var því að kenna, að Árni Jónsson, héraðs- læknir á Vopnafirði, bandaði við henni. – Þegar hann frétti, að sóttin væri komin á Seyðisfjörð, bannaði hann allar samgöngur við Seyðisfjarðarhérað og fékk fulltingi hreppstjóra til þess að sjá um, að banninu væri hlýtt. Tókust þessar varnir svo vel, að sótt- in komst ekki inn í Vopnafjarðarhérað sunnan að. Þegar hún svo seinna var komin vestan að inn í Þingeyjarsýslu, vildi Árni læknir enn beita vörnum, setja vörð við Jökulsá á Fjöllum, en amtmaður- inn fyrir norðan vildi ekki samþykkja ráðstafanir þar að lútandi og var sóttin því látin leika lausum hala. Þó komst hún ekki um alt Vopnafjarðarhérað. 2 bygðarlög fylgdu þeim ráðstöfunum, sem áður höfðu gerðar verið og sluppu alveg. Auk þess vörðust 2 heim- ili og var annað þeirra í miðri sveit. Í héraði Árna voru það um 120 manns, sem þannig vörðust veikinni. Fullyrðir hann, að engin alvarleg tilraun til verjast veikinni, hafi mishepnast.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.