Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Oct 2018, Page 22

Læknablaðið - Oct 2018, Page 22
450 LÆKNAblaðið 2018/104 frá Englandi. Skipstjórinn er búsettur hér (í Bergstaðastræti) og var hann lasinn er hann kom heim og maður með honum. Á hans heimili var ég sóttur 29. október. Eftir þetta fer sóttin að breiðast óðfluga út um bæinn og eftir viku má fullyrða, að hún sé komin um allan bæ. Ástæðan til þess hve fljótt sóttin breiddist út, er að mínu áliti sú, að vanrækt var að taka þá sjálfsögðu varúðarreglu þegar í byrjun sóttarinnar, að loka öllum almennum samkomustöðum. Margir, sem eg spurði um það, hvar þeir mundu hafa smitast, svöruðu mér á þá leið, að þeir gætu ekki hafa fengið veikina annarsstaðar en í ,,Bio‘‘. – Hæst stóð veikin dagana 10.-16. nóvember. Eftir það fer hún smárénandi og um lok mánaðarins má segja, að hún sé um garð gengin, enda þótt maður og maður á stangli veikist fyrstu dagana af desember. Síðasta sjúkling sá eg 6. des- ember. Það, sem á eftir kom, voru annaðhvort recidiv eða eftirköst veikinnar, sem ekki eru horfin þann dag í dag. Það hefði nú verið skemtilegt og fróðlegt, að geta athugað sótt þessa nákvæmlega og rita hjá sér hvernig hún hagaði sér bæði alment og á hverjum einstökum. En það var engin leið. Sérstak- lega meðan sóttin stóð sem hæst, var enginn tími til nákvæmra athugana eða nokkurar bókfærslu svo í lagi væri. Þegar maður er önnum kafinn frá því kl. 6-7 á morgnana og fram til 2-3 á nóttunni, dag eftir dag, í sjúkravitjunum og allir kalla úr öllum áttum, gefst enginn tími til slíks, engin leið að fylgja nema örfáum sjúklingum alla leið á sjúkdómsbrautinni. Ekki einu sinni tími til að bókfæra alla þá sjúklinga, sem maður er kallaður til. Eg gerði mér þó far um að rita hjá mér svo marga sjúklinga sem hægt var. Sérstaklega voru það þeir sem þyngst voru haldnir. Eru þannig bókfærðir hjá mér 1232 sjúklingar, og eru það aðallega þeir, sem eg gat nokkurn veginn stundað, komið til oftar en einu sinni. En til margra þessara sjúklinga gat eg ekki komið oftar en einu sinni, og voru þó sumir í byrjun veikinnar, sumir aftur í enda hennar. Af þessum 1232 sjúklingum eru bókfærðir hjá mér dagana 28. okt. til 31. okt 13 sjúklingar 1. nóv. til 5. nóv 146 - 6. - - 10. - 329 - 11. - - 15. - 368 - 16. - - 20. - 195 - 21. - - 25. - 127 - 26. - - 30. - 46 - 1. des. - 6. des. 8 - Samtals 1232 sjúklingar Virðist þetta yfirlit benda á, að sóttin hafi verið almennust í bænum dagana frá 6. nóv. til 16. nóv. Af sjúklingunum voru 561 karlkyns og 671 kvenkyns. Bendir það á, að sóttin hafi lagst tiltölulega þyngra á konur en karla. Aldur sjúklinganna var þessi: Karlar Konur Samtals 0 til 1 árs 15 8 23 1 – 10 ára 101 129 230 10 – 20 - 103 83 186 20 – 40 - 273 330 603 40 – 60 - 56 93 149 Yfir 60 13 28 41 561 671 1232 Þetta sýnir, að sóttin hefir lagst léttast á börn og gamalmenni, en þyngst á miðaldra fólk, og á þeim aldri þyngra á kvenfólkið en karlmennina. Að því er dauðsföllin snertir, veit eg til að 77 af þessum 1232 sjúklingum hafa dáið. Verður það 63 af hverju þúsundi, í fyrsta áliti ótrúlega há tala, en við þetta er það athugandi, að eg hefi ekki bókfært nema þung sjúkdómstilfelli, öllum eða flestum léttum til- fellum er slept. Aldur og kynferði hinna dánu var eins og hér segir: Karlar Konur Samtals 0 – 1 árs 3 2 5 1 – 10 ára 6 4 10 10 – 20 - 3 1 4 20 – 40 - 20 25 45 40 – 60 - 7 2 9 Yfir 60 - 2 2 4 41 36 77 Kemur það hér fram, að flestir hafa dáið á besta aldrinum, 20-40 ára, enda var veikin þyngst á þeim aldri. Að því er sjálfa veikina snertir, var hún mjög einkennileg og að mörgu leyti alt öðruvísi en þær inflúensu-sóttir, sem áður hafa gengið og eg hefi séð. Eg var alvanur við að sjá í fyrri sótt- um barkakvef og hálsbólgur, lungnakvef og lungnabólgur, bæði bronco-pneumoníur og krúpösar, eyrnabólgur, taugaverki, upp- köst og niðurgang, konur hafa misst fangs og sumir orðið hálf brjálaðir um tíma. En svo þungt lungnakvef, svo tíðar lungnabólg- ur sem í þessari sótt hefi eg aldrei séð. Og þessar blæðingar. Blóðið streymdi ekki aðeins úr nösum, stundum óstöðvandi, heldur og upp úr lungum, niður úr þörmum, upp úr maga og gegnum þvag- rásina. Lungnabólgan kom þótt menn lægju kyrrir í rúmunum og gættu allrar varúðar. Og þótt lungnabólgan rénaði, fór hjartað að ólmast, hræðsla greip menn og kvíði, þyngsli komu og andar- teppa, menn bólgnuðu í andliti, á höndum og fótum og köfnuðu að lokum. Og svo eftir alt saman urðu líkin helblá. Þetta er það, sem gerði þessa inflúensa-sótt svo einkennilega og ægilegri en aðrar inflúensa-sóttir, sem eg hefi séð. Og að hér hafi verið um mikla septiska eitrun að ræða, samfara inflúensunni, tel eg efalaust. Blæðingarnar og hjartaveiklunin benda til þess. Eins og kunnugt er, er inflúensan sjálf sem slík, sjaldnast ban- vænn sjúkdómur, nema hún þá hitti fyrir menn, sem eru að ein- hverju leyti sjúkir eða veiklaðir. – Í mörgum inflúenzu-sóttum hef- Magnús Ólafsson tók þessa mynd í anddyri Gamlabíós.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.