Læknablaðið - okt. 2018, Síða 23
LÆKNAblaðið 2018/104 451
ir það verið rannsakað og dauðratalan af hreinni inflúenzu reynst
= 0. Þó hafa Danir rannsakað þetta einhverntíma og þóst finna,
að af 502 dauðsföllum eftir inflúensu hafi 46 verið hreinni inflú-
ensu að kenna (9%). En einkanlega eru það fylgikvillarnir, sem
dauða valda, en þeir eru orsakaðir af þeim bakteríum, sem eru í
för með inflúenzu-bakteríunni. Skæðasta bakterían í þeirri fylgd
er vanalega pneumococcus og því eru lungnabólgur svo tíðar og
valda flestum dauðsföllum. En þó er líka streptococcus skæð bakt-
ería, og mér virðist, að þessi mikla „hæmorrhagiska disposition“
og hjartaveiklun í þessari sótt benda til, að streptococcus hafi
víða fengið yfirhöndina og að í mörgum tilfellum hafi um hreina
streptococca-eitrun verið að ræða.
Eins og áður er sagt, voru lungnabólgur mjög tíðar. Eg gerði
mér far um að athuga hvern sjúkling því viðvíkjandi, og kom það
í ljós, að af þessum 1232 sjúklingum höfðu 292 lungnabólgu að
meira eða minna leyti. Er það tæpur fjórði hver sjúklingur (23,7%).
Geta hafa verið fleiri, og enda líklegt, því að marga sá eg ekki nema
einu sinni, og geta þeir hafa fengið bólgur eftir það. Langflest voru
lungnabólgutilfellin þegar sóttin stóð sem hæst.
Þjóðverjar segja, að gömul reynsla sér fyrir því, að lungnabólgu
fái í inflúensu-sóttum vanalega 5-10% af öllum þeim, er sýkjast. Í
sóttinni 1890 var það í Þýskalandi 6-8%, og seinni sóttir hafa gefið
10%. – Sumir telja lungnabólgur enn tíðari, 20-25% og enda 50%.
En þá er ætíð um smáar tölur að ræða og ekki taldir aðrir en þeir,
sem læknis er vitjað til eða eru lagðir á sjúkrahús. Af þeim t.a.m.,
sem árið 1890 voru lagðir á Friedrichshain sjúkrahús í Berlín höfðu
22% lungnabólgu, á sjúkrahús í Köln 24%. Kemur það heim við þá
sjúklingatölu, sem nefnd er hér að framan. En lungnabólgan mun
þó hafa verið tíðari hér, eins og áður er bent á.
Aldur og kynferði lungnabólgusjúklinganna var svo sem hér
segir:
Karlar Konur Samtals
0 – 1 árs 5 3 8
1 – 10 ár 18 22 40
10 – 20 - 20 12 32
20 – 40 - 82 83 165
40 – 60 - 22 15 37
Yfir 60 - 4 6 10
151 141 292
Af þessu yfirliti má sjá, að meira en helmingur af lungnabólgu-
sjúklingunum (56,5%) er fólk á aldrinum 20-40 ára, og er það enda
meira en búast mátti við eftir sjúklingafjöldanum á þeim aldri,
sem var tæpur helmingur (48,9%) allra sjúklinganna.
Eins og áður er um getið, dóu 77 af þessum mínum sjúklingum
og höfðu þeir allir haft einhvern snert af lungnabólgu þegar eg
skoðaði þá. Ekki svo að skilja, að þessir allir 77 hafi dáið af lungna-
bólgunni, því að eg veit til að 40 af þeim dóu af hinni „septisku
infektion“, sem inflúensunni fylgdu, án þess að lungnabólgan út
af fyrir sig væri banvæn. Auk þess voru 2 kvenmenn af þeim sem
dóu með lungnatæring og dóu af henni, 1 með morbus cordis og 1
með febris typhoidea. Af sjálfri inflúensu-lunganbólgunni dóu því
ekki fleiri en 33. - Aldur þeirra og kynferði var svo sem hér segir:
Karlar Konur Samtals
0 – 1 árs 3 2 5
1 – 10 ára 6 4 10
10 – 20 - “ “ “
20 – 40 - 10 3 13
40 – 60 - 3 “ 3
Yfir 60 - 1 1 2
23 10 33
Hrein inflúensa-lungnabólga hefir því orðið langtum fleiri
karlmönnum en kvenmönnum að bana, og fleiri dáið af henni á
barnsaldrinum en fullorðinsárunum. – Aftur á hinn bóginn hef-
ir hin ,,septiska infektión´́ orðið fleiri kvenmönnum að bana og
aldrei komið fyrir á barnsaldrinum, eins og sjá má af eftirfarandi
yfirliti:
Karlar Konur Samtals
10 til 20 ára 3 1 4
20 – 40 - 10 17 27
40 – 60 - 4 3 7
Yfir 60 - 1 1 2
18 22 40
Samkvæmt þýskum skýrslum deyja vanalega af inflúensa-
lungnabólgu 16-17% af þeim, sem hana fá, og er sagt, að í sumum
sóttum hafi enda dáið alt að 26%. – Af mínum sjúklingum, sem
lungnabólgu fengu, hafa dáið, eins og áður er sagt 77 af 292; það
verður 26,3%. En séu þeir sjúklingar dregnir frá, sem dóu af öðr-
um orsökum en lungnabólgunni, verður dauðatalan ekki nema
11,3% af lungnabólgusjúklingunum, og er það ekki meira en það
sem að jafnaði deyr úr vanalegri lungnabólgu.
Að því er eðli lungnabólgunnar snertir, þá var hún í öllum til-
fellum hrein inflúensa-lungnabólga. Kroupösa lungnabólgu varð
eg ekki var við, enda hafði optochin, sem eg reyndi við nokkra
í byrjun, engin áhrif á lungnabólguna. Pleuritar voru tíðir með
lungnabólgunni og ígerðir í lungum hjá nokkrum. Flestir hóstuðu
greftrinum upp eftir skemmri eða lengri tíma. 3 af mínum sjúk-
lingum varð að skera, til þess að ná í gröftinn.
Um aðrar komplíkatíonir verð eg að vera stuttorður, enda voru
þær hinar sömu og vant er að vera við inflúensasóttir, en voru
sumar mjög illkynjaðar, sem bar vott um, að hér var um þunga
sótt að ræða. Þannig kom slæm parotitis fyrir, beggja megin, hjá
sjúklingum, sem allir dóu, og mun það sjaldgæft í þessari sótt.
Á þungaðar konur, þær sem voru á fyrri helmingi meðgöngu-
tímans, lagðist sótt þessi mjög þungt. Þær, sem voru komnar undir
fæðingu, urðu aftur á móti tiltölulega miklu minna veikar. – Af
mínum sjúklingum voru 27 konur þungaðar, og voru:
á 2.- 3. mánuði 5, þar af dóu 3
- 4.- 5. - 9, - - - 6
- 6.- 7. - 1, - - - 1
- 8.- 9. - 12 - - - 0
Dauðaorsökin var hjá öllum þessum konum ,,septisk infektion‘‘
samfara lungnabólgu. – Aðeins 1 kona, sem dó, fæddi fyrir tím-
ann.
L Æ K N A B L A Ð I Ð 1 9 1 9