Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 25

Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 25
LÆKNAblaðið 2018/104 453 þúsundi íbúa Akureyrar, líkt eins og hér nú, og það ár 63 af hverju þúsundi í Hvanneyrarprestakalli. Ekki er þetta betra en nú. En það er blóðtaka fyrir hina íslensku þjóð, þetta. Það er ekki ofsagt, að inflúensu-sóttirnar á liðinni öld, hafa gert íslensku þjóðinni mestan skaða af öllum sóttum, sem gengið hafa yfir landið, bæði beinlínis og óbeinlínis, og staðið mest af öllum sóttum í vegi fyrir fólksfjölganinni. Hjaltalín segir í skýrslu sinni til heilbrigðisráðsins 1866, að hann sé sannfærður um, að inflúensa-sóttirnar á 50 ára tímabil- inu 1816-66 hafi drepið alt að 10 þús. manns á öllu landinu, og Jón Finsen telur þetta mjög nærri sanni í bók sinni um sjúkdóma á Ís- landi. Ætla það sé þá ofsagt, að inflúensa-sóttirnar hafi orðið 15-20 þúsund manns að bana á allri 19. öldinni? En þá ætti sú spurning að rísa upp hjá okkur læknunum, sem nú lifum, í byrjun 20. aldarinnar: Er ekki hægt að gera neitt til þess að varna því að inflúenza-sóttirnar útlendu geri Íslandi annað eins tjón eftirleiðis eins og þær gerðu á 19. öld? Svarið hjá mér verður: Það er auðvelt og það verður að gerast. Saga íslensku inflúensa-sóttanna sýnir, að það er hægt að verj- ast sóttunum með samgöngubanni, ,,ef allir læknar og almenning- ur eru samtaka og allir hlýða einni skipun‘‘, svo að eg endurtaki orð Guðm. próf. Hannessonar. Það eru einkanlega alheimsóttirnar, sem eru skæðastar og þeim þarf að verjast. Þegar fréttist um faraldur af slíkum sóttum í út- löndum, verður að sóttkvía hvert skip, sem kemur frá útlöndum, vissan tíma, meðan sóttin er í útlöndum. Sótt með svo stuttum eyðingartíma ætti að vera hægt að verjast. Það kostar mikið, en mannslífin kosta líka mikið fyrir þetta land, auk alls hins beina og óbeina kostnaðar, sem af sóttum leiðir. – Og ófriðarárin hafa sýnt oss, að við þolum sitt af hverju. Skipin, sem við höfum sent til Ameríku eftir matvörum, hafa orðið að liggja í amerískum höfnum aðgerðalaus langan tíma, og ekki höfum við soltið í hel fyrir það og ber ekki á öðru, en að vér höfum getað borið kostnað, er af því leiðir. Og hvers vegna skyldum vér þá ekki geta þolað sóttkvíun skipa stuttar stundir, til þess að verjast drepsóttum eitt ár eða svo? En skilyrðið er, að stjórn heilbrigðismálanna sé vakandi, og að almenningur láti sér skiljast, að hér er um velferðarmál þjóðarinn- ar að ræða. L Æ K N A B L A Ð I Ð 1 9 1 9 „Geir ólst upp með einstæðri móður sinni, Kristínu Hansdóttur (1878-1971). Haustið 1918 bjuggu þau Geir og móðir hans í Pósthússtræti 6 að hann minnir. Þegar kom fram í nóvember og spánska veikin var í hámarki, lagðist móðir hans í veikina og var þungt haldin. Þótt Geir væri ekki nema á þriðja ári, er honum í lifandi minni hve móður hans leið illa og að hún missti mestallt hárið í veikinni. Læknir þeirra mæðgina var Matthías Einarsson (1879-1948). Geir man að Matthías kæmi heim til þeirra og léti flytja hann á barnaheimili sem komið hafði verið upp í Miðbæjar- barnaskólanum. Farið var með hann í stofu á annarri hæð hússins og var hann settur þar í rúm. Voru þar fyrir í rúmum mörg börn á hans reki, en eldri börn voru höfð annars staðar. Geir segir að mikill grátur og angist hafi fyrst verið í stofunni, en smám saman róaðist hópurinn og börnin fóru að leika sér. Þeim var færður matur í stofuna. Hann segist ekki hafa veikst og telur að hið sama hafi gilt um hin börnin. Geir man eftir að séra Jóhann Þorkelsson (1851-1944), dómkirkjuprestur, kæmi í heimsókn í stofuna og Matthías Einarsson hefði litið til hans. Hann seg- ist ætíð hafa litið upp til Matthíasar og viljað verða læknir með hann að fyrirmynd, þótt það ætti raunar fyrir honum að liggja að verða tannlæknir. Dvölinni í Miðbæjarbarnaskól- anum lauk svo þegar móðir hans var orðin heil heilsu á ný.“ Myndin er af sjálfboðalið- um sem standa fyrir fram- an gamla Kennaraskólann við Laufásveg og eru til reiðu í Spænsku veikinni. Ljósmyndari óþekktur en myndin er varðveitt á Þjóðsafni og birt hér með leyfi safnsins. Úr frásögn Þorkels Jóhannessonar: Minning um spánsku veikina. Stutt viðtal við Geir R. Tómasson tannlækni. Læknablaðið 2011; 97: 260. U M r Æ Ð U r O g F r É t t i r s P Á N s K A V e i K i N 260 LÆKNAblaðið 2011/97 Árið 2008 freistaðist ég til þess að birta í Lækna- blaðinu (94: 768-74) grein sem nefndist: Þankabrot um spánsku veikna 1918-1919. Kveikjan að þessum skrifum var BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands. Ég taldi höfund ritgerðarinnar meðal annars til ágætis, að vitnað væri til viðtala við fólk sem mundi veikina, en væri nú gengið til feðra sinna. Mér kom þá alls ekki í hug að ég væri í vinfengi við mann sem myndi spánsku veikina, þótt segja mætti að í litlu væri. Þessi maður er Geir R. Tómasson, tannlæknir, sem þrátt fyrir háan aldur (hann er fæddur á Jónsmessu sumarið 1916) er enn nær í fullu fjöri. Ég vil ekki láta hjá líða að festa þessa minningu Geirs á blað sem eins konar bragarbót við fyrri skrif. Geir ólst upp með einstæðri móður sinni, Kristínu Hansdóttur (1878-1971). Haustið 1918 bjuggu þau Geir og móðir hans í Pósthússtræti 6 að hann minnir. Þegar kom fram í nóvember og spánska veikin var í hámarki, lagðist móðir hans í veikina og var þungt haldin. Þótt Geir væri ekki nema á þriðja ári, er honum í lifandi minni hve móður hans leið illa og að hún missti mestallt hárið í veikinni. Læknir þeirra mæðgina var Matthías Einarsson (1879-1948). Geir man að Matthías kæmi heim til þeirra og léti flytja hann á barnaheimili sem komið hafði verið upp í Miðbæjarbarnaskólanum. Farið var með hann í stofu á annarri hæð hússins og var hann settur þar í rúm. Voru þar fyrir í rúmum mörg börn á hans reki, en eldri börn voru höfð annars staðar. Geir segir að mikill grátur og angist hafi fyrst verið í stofunni, en smám saman róaðist hópurinn og börnin fóru að leika sér. Þeim var færður matur í stofuna. Hann segist ekki hafa veikst og telur að hið sama hafi gilt um hin börnin. Geir man eftir að séra Jóhann Þorkelsson (1851-1944), dómkirkjuprestur, kæmi í heimsókn í stofuna og Matthías Einarsson hefði litið til hans. Hann segist ætíð hafa litið upp til Matthíasar og viljað verða læknir með hann að fyrirmynd, þótt það ætti raunar fyrir honum að liggja að verða tannlæknir. Dvölinni í Miðbæjarbarnaskólanum lauk svo þegar móðir hans var orðin heil heilsu á ný. Því má svo bæta hér við, að Geir hefur ætíð verið mikill trúmaður og hefur lengi starfað í safnaðarnefnd Dómkirkjunnar. Fyrsta sunnudag í aðventu á síðastliðnu ári flutti Geir aðventuhugvekju í kirkjunni. Hann lagði út af þeim sígilda sannleika að hið eina sem við höfum á höndum hverju sinni, er dagurinn í dag, og mæltist svo: Horfðu því til dagsins í dag – því það er lífið. Dagurinn í gær er þegar draumur og morgundagurinn aðeins hugsýn. En verjirðu deginum í dag vel, verður sérhver gærdagur draumur hamingju, og sérhver morgundagur hugsýn vonar. Orð Geirs eru leiðsögn til gæfu og gengis í starfi hvers manns og þá ekki síður í starfi lækna en annarra. Sjálfur er Geir nú nær 95 ára að aldri og horfir hress og ótrauður til morgundagsins! Minning um spánsku veikina Geir Reynir Tómasson (f. 1916). Stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1937. Lauk tannlæknaprófi í Köln 1941 og doktorsprófi á sama stað 1943. Starfaði í Svíþjóð 1943- 1946. Rak tannlæknastofu í Reykjavík 1947-1996. (Ljósm. á heimili Geirs 3.3.2011; Þorkell Þorkelsson). Þorkell jóhannesson Dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir og fyrrum prófessor í lyfjafræði – og áhugamaður um sögu læknisfræðinnar. Heimildir: 1. Alptekin K, et al. Efficacy and tolerability of switching to ziprasidone from olanzapine, risperidone or haloperidol: an international, multicenter study. Int Clin Psychopharmacol. 2009;24(5):229-38. 2. Weiden PJ, et al. Effectiveness of switching to ziprasidone for stable but symptomatic outpatients with schizophrenia. J Clin Psychiatry. 2003;64(5):580-8. 3. Kahn RS, et al. Effectiveness of antipsychotic drugs in first-episode schizophrenia and schizophreniform disorder: an open randomised clinical trial. Lancet. 2008;371:1085-97. 4. Grootens KP, et al. Ziprasidone vs olanzapine in recent-onset schizophrenia and schizoaffective disorder: Results of an 8-week double-blind randomized controlled trial. Schizophr Bull. Advanced Access published June 19 2009. PFI-11-02-14Áhrifarík stjórn á jákvæðum og neikvæðum einkennum án þess að hætta líkamlegri heilsu1-4 Hjálpaðu honum að ná fyrri færni Því sjálfstraust skiptir máli Í meðferð geðklofa Til sölu eða leigu húsnæði fyrir heilsutengda starfsemi við Álfabakka 12 í Mjóddinni Húsnæðið er 231 fm að stærð og er tilvalið fyrir heilsutengda starfsemi, meðferðarstofur, nuddara, sjúkraþjálfara eða læknastofur. Lyfta er í húsinu og gott aðgengi. Nánari lýsing: Húsnæðið skiptist í 7 lokaðar vinnustofur sem eru á bilinu 7-20 fm, sal (sem áður var skurðstofa), eldhús, innréttaða móttöku og tvö salerni (annað með sturtu). Dúkur á gólfi, lagnastokkar með veggjum og kerfisloft. Ekki vsk. húsnæði. Húsnæðið er til sölu eða langtímaleigu.Upplýsingar veitir Sigurður Þór í síma 823 7079. Stutt spjall við Geir R. Tómasson, tannlækni

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.