Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 29

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2018/104 457 átt við það sem annars staðar er að gerast, þar sem kjarna náms- ins er þrýst saman og valgreinar koma í staðinn. Ekki eiga endi- lega allir að læra nákvæmlega það sama. Þetta þarf hins vegar að vinna í góðri samvinnu við þær heilbrigðisstofnanir sem sjá um klíníska menntun og þar höfum við setið eftir, til dæmis hvað varðar dag- og göngudeildarþjónustu sem mikil áhersla er lögð á í löndunum sem við berum okkur saman við, svo sem Bretland, Bandaríkin og Norðurlöndin. Þar þarf að koma til mikið og breytt skipulag og þar er vissulega svigrúm til að gera miklu betur. Mér er minnisstæð heimsókn mín á göngudeild bæklunarlækninga á Brigham and Womens í Boston fyrir nokkrum árum þar sem Harvard-prófessorinn í bæklunarlækningum hitti 60 sjúklinga á göngudeildinni sinni þann dag með einstakri teymisvinnu og þaulhugsuðu skipulagi. Hann hafði auk þess mikinn og tafar- lausan aðgang að röntgendeild og skurðstofu og var hægt að gera þar hin ýmsustu inngrip. Það er áhyggjuefni hvernig aukið álag á kennslustofnunum/ heilbrigðisstofnunum mun bitna á kennslu og vísindum og virð- ist raunar þegar hafa gert. Finna verður leiðir til að koma í veg fyrir slíkt. Það verður að leggja ofuráherslu á það að mennta heil- brigðisstarfsfólk og eru læknar engin undantekning. Menntun og vísindi eru hornsteinar góðrar þjónustu við sjúklinga og er undirstaða þess að til sé jarðvegur fyrir það að gera betur, að geta tileinkað sér nýjungar og halda þannig uppi læknisþjónustu/ heilbrigðisþjónustu sem stenst erlendan samanburð. Til þessa þarf allt nám og raunar allt starf, sem og viðhalds- og framhalds- menntun, að byggja á traustu námi og viðurkenndum vísinda- niðurstöðum. Áfram kennsla og vísindi! Kennsla og vísindi hafa ýst til hliðar á síðustu árum, til þess benda breytingar í tilvísunarfjölda í vísindagreinar norrænna háskólaspítala frá 2009 til 2016. Til þess benda líka lækkandi einkunnir læknanema á CCSE síðustu fjögur ár (enn samt vel yfir meðallagi!). Upplýsingar um breytingar á fjármagni til menntun- ar og vísinda á Landspítala, þar sem það er nú undir 1% af heildarkostnaði spítalans, benda í sömu átt. Á árunum 2006-2007 var talan 1,7% sem var þó vel undir þeim 3% sem stefnt hafði ver- ið að í Vísindastefnu spítalans frá 2007 og vel undir þeim 6% sem þá var í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi. Þessu og auknu þjónustuálagi fylgir hnignun í menntun og vísindum. Hér þarf að snúa blaðinu við ef ekki á að bitna á þróun og gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Fara þarf í átak þar sem bæði ráðuneytin taki þátt, byggðir menntunarvænir innviðir í heil- brigðiskerfinu og að menntun og vísindi verði aftur viðurkennd- ur þáttur í starfi heilbrigðisstofnana. Menntun og vísindi verði alvöru þáttur í endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins, þar sem víðtæk samvinna verði höfð að leiðarljósi; sjúkrahús, heilsugæsla, sjálfstæðir rekstraraðilar og rannsóknastofnanir á heimsmæli- kvarða (ÍE, Hjartavernd) myndi þá heildarmynd sem Ísland á skilið og ætti að hafa alla burði til. Það þarf að breyta. Það þarf að stuðla að þróun. „Breytingar hafa aldrei orðið fyrir tilstilli þeirra sem alltaf segja: „Þetta er ekki hægt“ Bertrand Piccard, svissneskur geðlæknir sem flaug sólarknúinni flugvél kringum hnöttinn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.