Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - okt. 2018, Side 30

Læknablaðið - okt. 2018, Side 30
458 LÆKNAblaðið 2018/104 Undanfarin misseri hefur mikil og góð umræða skapast um fram- haldsmenntun lækna. Umræðan hefur bæði tengst stöðu lækna í framhaldsnámi gagnvart nýlegum reglugerðarbreytingum og almennum forsendum, gildum og möguleikum framhaldsnáms hér. Óhætt er að segja að skoðanir og sjónarhorn eru misjöfn. Tilgangur þessarar greinar er að skýra stöðu, möguleika og sam- hæfða stefnu áframhaldandi uppbyggingar framhaldsmenntunar lækna á Íslandi. Hægt hefur verið að læra læknisfræði á Íslandi allt frá því á seinni hluta 19. aldar1 en framhalds- og undirsérgreinanám hefur að langmestu leyti átt sér stað erlendis. Flestir almennir læknar verja þó einhverjum árum við vinnu á Íslandi áður en haldið er utan. Þessi tími hefur að vissu leyti nýst til aðlögunar að íslensku heilbrigðiskerfi og undirbúningi og reynslu fyrir frekara sérnám. Þessi hópur lækna er og verður í vaxandi mæli einn mikilvægasti og verðmætasti starfskraftur heilbrigðiskerfisins. Reglugerðarbreytingar og uppbygging Framhaldsnám í lækningum á sér áhugaverða sögu og hefur ver- ið í umræðunni áratugi.2 Áhugavert er að skoða greinar um efnið frá seinni hluta síðustu aldar, þar sem vangaveltur fólks eru í raun þær sömu og liggja til grundvallar núverandi uppbyggingu.3 Skipulagt framhaldsnám í almennum lyflækningum hófst á sameinuðum Landspítala fyrir nær tveimur áratugum.4 Fullt framhaldsnám í heimilislækningum og geðlækningum hefur verið mögulegt um árabil og er áfram í styrkum vexti.5,6 Án þessa bakgrunns hefði núverandi uppbygging aldrei verið möguleg. Fram til 2015 gátu störf talist til sérfræðiréttinda, óháð því hvort um var að ræða skipulagt framhaldsnám eða ekki. Með tilkomu reglugerðar 467/20157 breyttist þetta. Nú er gerð skýr krafa um að ef tími skuli teljast til sérfræðiréttinda verði hann að falla undir skilgreint framhaldsnám, sam- kvæmt viðurkenndri marklýsingu og á kennslustofnun sam- Tómas Þór Ágústsson Sérfræðilæknir í almennum lyflækningum og innkirtlalækningum og formaður Framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala tomasa@landspitali.is Framhaldsmenntun lækna á Íslandi Mynd 1. Dæmi um heildstætt og tæmandi matskerfi framhaldsnáms í lækningum. Til viðbótar við hefðbundna kennslu með fyrirlestrum og í tengslum við dagleg störf er lögð áhersla á að allir þættir viðkomandi marklýsingar séu metnir og að sem allra flest kennslutækifæri séu nýtt með þar til gerðum matsaðferðum. Megintilgangur matskerfisins er að veita sérnámslækni skilvirka og gagnlega endur- gjöf. Matskerfið er þannig fyrst og fremst tæki til náms. CbD: Case Based Discussion, Mini-Cex: Mini Clinical Exercise, DOPS: Direct Obesrvation of Procedural Skills, QIPAT: Quality Improvement Project Assessment Tool, MSF: Multi Source Feedback/360° mat, TO: Teaching Observation

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.