Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - okt. 2018, Side 36

Læknablaðið - okt. 2018, Side 36
464 LÆKNAblaðið 2018/104 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Landlæknisembættið hefði mögulega greitt háa sekt fyrir að afhenda Advania upplýsingar um heilbrigði og sjúk- dóma meginþorra íslensku þjóðarinnar hefði nýja persónuverndarlöggjöfin verið komin í gildi. Þetta segir forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir, í viðtali við Læknablaðið. Sektir við brot- um á persónuvernd geta nú hæst numið á þriðja milljarð króna. Helga segir að samvinna heilbrigðisstéttanna og Persónuverndar muni nú aukast og fag- mennska eigi að koma í veg fyrir fall. „Nú er búið að ákveða að ef misfarið er með persónuupplýsingar á vinnustað, þá hefur það afleiðingar í för með sér,“ segir Helga Þórisdóttir um nýja persónu- verndarlöggjöf ESB sem tók gildi hér á landi 15. júlí síðastliðinn. Hún telur að niðurstaðan í máli sem varðaði flutning á gagnasöfnum Embættis landlæknis með heilbrigðisupplýsingum um meginþorra þjóðarinnar til Advania hefði getað orðið því dýrkeypt hefðu ný persónuverndarlög verið í gildi. Persónuvernd úrskurðaði um flutninginn nú í mars og gerði alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að málum, þar sem ekki var fyrirfram gengið úr skugga um öryggi gagnanna hjá þriðja aðila. „Það er mikilvægt að átta sig á því að sérhver heilbrigðisstofnun, og aðrir vinnu- staðir sem vinna persónuupplýsingar um notendur, bera ábyrgð á vinnslunni. Það er því á ábyrgð forstjóra hverrar stofnunar að tryggja að vinnsla og meðferð persónu- upplýsinga sé í samræmi við persónu- verndarlög, að öryggi þeirra sé tryggt og að enginn óviðkomandi komist í þessar upplýsingar,“ segir Helga. Snjallheimurinn drifkraftur breyttra laga Hert lögin eiga uppruna sinn hjá Evrópu- sambandinu og taka mið af breyttum tímum – snjallheiminum sem við búum nú í. Netið og víðtækar tækniframfarir í kjölfar þeirra kölluðu á þessar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni sem hafði ver- ið í gildi frá aldamótum. „Það er hægt að kortleggja allar okkar athafnir frá morgni til kvölds og við þurf- um að vita hverjir gera það, hvenær og í hvaða tilgangi. Nú er óheimilt að fylgjast með gjörðum okkar nema við vitum af því,“ segir Helga og telur að Íslendingar stæðu ekki svo framarlega í persónuvernd væru þeir ekki í slagtogi við Evrópusam- bandið í gegnum EES-samninginn. „Löggjöfin í Bandaríkjunum er allt önn- ur en hér, svo dæmi sé tekið. Þar ganga gagnagrunnar um hverjir hafa leitað til geðlæknis og hverjir séu með áfengissýki kaupum og sölum. Viðskiptasjónarmiðin trompa þar persónuverndarsjónarmiðin,“ segir Helga og telur að menningarmunur skýri ólíka meðferð persónuupplýsinga og ljóst að afleiðingar seinni heimsstyrjaldar- innar sitji enn í mörgum Evrópuþjóðum sem skilji því betur að söfnun þeirra geti verið skaðleg einstaklingum. „Það skiptir máli að vita og þekkja hvar persónuupp- lýsingarnar um okkur liggja.“ Helga segir nýju lögin miklu víðtækari en margur gerir sér grein fyrir. „Ef hægt er að persónugreina manneskju beint eða óbeint með tilliti til nafns, kennitölu, stað- setningar eða af líkamlegu-, lífeðlisfræði- legu-, erfðafræðilegu-, andlegu-, efnalegu-, menningarlegu- eða félagsfræðilegu tilliti, þá er um persónupplýsingar að ræða. Það er allt undir,“ segir hún. Heilbrigðisþjónustan í brennidepli Heilbrigðisþjónustan er annar tveggja geira sem hefur fengið mesta athygli Persónuverndar undanfarið. Hinn er skólinn. Ástæðan er einföld. Upplýs- ingarnar sem fást á þessum tveimur svið- um geta skaðað einstaklinga mikið, fari þær á flakk. Helga bendir á að læknavísindin hafi ekki farið varhluta af breyttum tímum. Fjarlækningar og nettengd tæki séu nú hluti af starfseminni, ný öpp og upplýs- ingagrunnar spretti upp og fara verði var- lega með þau gögn sem safnist. „Þó svo að persónuverndarlög eigi að vera óháð tækninni hafa breytingarnar á þeim sviðum verið svo miklar að það þarf að staldra við og rétta hlut einstaklinga. Sem dæmi má nefna að Internet allra hluta með öllum sínum nettengdu snjall- tækjum, býr til óhemju magn upplýsinga, þ.e. gagnagnótt (Big data). Með aðstoð gervigreindar er síðan hægt að greina upplýsingarnar niður á einstaklinga. Úr verður gríðarlega umfangsmikil söfnun og miðlun upplýsinga um okkur á öllum stig- um. Tæknin hefur hafið innreið sína í alla geira samfélagsins,“ segir hún. „Áður voru þetta diktafónar og vélrit- uð skjöl á læknastofum en nú er hægt að samkeyra heilu gagnagrunnana og miðla miklu magni upplýsinga. Gagnagrunnarn- ir geta verið vistaðir í mörgum löndum með mismunandi löggjöf. Öryggi og varn- ir eru einnig mismunandi. Við skulum því horfast í augu við það að heilbrigðisgeir- inn er kominn á kaf í tæknina. Við sjáum jafnvel nettengda tækni inni í fólki, sam- anber nettengd lækningatæki. Því skipta vönduð vinnubrögð svo miklu máli. Það skiptir máli hvaða upplýsingar verða til og hver hefur aðgang að þeim,“ segir Helga. Hún nefnir sem dæmi að auðvelt sé að forðast handvömm eins og að bjóða upp á netspjall án þess að velta því fyrir sér hvort samskiptin séu varin fyrir aðgangi óviðkomandi eða breyta ekki lykilorði á lækningatækjum þannig að framleið- andinn eða aðrir komist í upplýsingarnar. „Ljóst er að ábyrgð á notkun tækni í heilbrigðisþjónustu verður aldrei lögð á notendur heilbrigðisþjónustunnar, held- ur verður hún ætíð að vera á þeim sem ákveður hvaða búnaður skal nýttur.“ Stóla á heilbrigðisstarfsmenn „Persónuvernd innan heilbrigðisgeirans er það mikilvæg að alltaf hefur einn læknir setið í stjórn stofnunarinnar. Það er gert til Fagmennska fyrirbyggi háar sektir – segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.