Læknablaðið - Oct 2018, Page 40
468 LÆKNAblaðið 2018/104
„Stundum láta læknar eins og þeir viti
allt um lækningar, en ég get aðeins sagt
að eftir því sem við vitum meira um
lækningar þeim mun auðmýkri verðum
við. Við vitum að við höfum fjölda með-
ferða sem virka, en ég stæði mig vart
ef ég héldi því fram að við vissum ná-
kvæmlega hvað við erum að gera. Ég get
fullvissað ykkur um að eftir 40 ár gerum
við hlutina allt öðruvísi en nú,“ segir
hinn farsæli Harvard-prófessor Ronald
G. Tompkins, MD, ScD og deildarstjóri
skurðlækninga á Massachusetts General
Hospital.
Hann á að baki afar farsælan feril,
stofnaði og stýrði til að mynda bæði
Miðstöð skurðlækninga, vísinda og líf-
verkfræði (Center for Surgery, Science and
Bioengineering) og Miðstöð verkfræði í
lyflækningum (Center for Engineering in
Medicine) á Mass General. Hann hefur
meðal annars afrekað að finna leið til
að lækka dánartíðni vegna brunasára.
Rannsóknin sem hann leiddi uppskar
ein stærstu verðlaun læknasamfélagsins
í Bandaríkjunum. Hann hefur tryggt
verkefnum sínum yfir 200 milljónir dala
styrkveitingar. Tompkins á yfir 450 fræði-
greinar að baki.
„Læknar eiga alltaf að vera á tánum.
Alltaf að læra. Það á að vera keppikefli
þeirra. Við verðum að vera auðmjúk,
viðurkenna það sem við vitum ekki og
vera fullkomlega opin fyrir því að læra
meira. Það er skoðun mín. Við getum
einfaldlega ekki varið aðra skoðun en þá,“
segir hann.
Í öflugu tengslaneti
Tompkins var meðal þeirra skurðlækna
sem heimsóttu Ísland um miðjan septem-
ber á árlegri ráðstefnu. Tómas Guðbjarts-
son hjartaskurðlæknir og Dagný Heiðdal
voru gestgjafarnir. Allt frá upphafi hefur
hópurinn verið þröngur. Fundirnir ná
aftur til seinni heimstyrjaldarinnar. Þá
samanstóð hann af breskum, skandinav-
ískum og bandarískum skurðlæknum,
segir Tompkins, en á síðustu 20 árum hafi
skurðlæknar allsstaðar að orðið hluti af
hópnum. Tompkins var á árum áður ritari
hópsins.
„Ráðstefnur sem þessar eru afar mikil-
vægar fyrir lækningar. Tengsl og spjall um
það sem er efst á baugi hverju sinni hjálp-
ar okkur að ná árangri.“
Miðlar af þekkingu sinni
Sjúkdómurinn ME/CFS (ME: myalgic
encephalomyelitis, þreytuheilkenni
eftir veirusýkingu, eða vöðvaverkja-,
heila- og mænubólga, CFS: chronic
fatigue syndrome, síþreyta) á hug hans
allan en nýverið tóku Harvard og Stan-
ford sig saman um að komast til botns
í þessum óræða sjúkdómi. ME/CFS-
rannsóknarmiðstöðin fékk í maí 1,8 millj-
ónir dollara í styrktarfé til að kafa ofan í
málið.
„ME/CFS er áhugaverður sjúkdómur.
Mjög flókinn og líður fyrir þá staðreynd
að hafa ekki lífmerki (biomarker). Hann
hefur miklar afleiðingar og við honum er
engin lækning,“ lýsir Tompkins.
„Margir læknar hafa efast um að þetta
sé raunverulegur sjúkdómur eða að hann
sé til, þar sem lífmerki skortir. Í augum
efasemdalækna er því spurt hvort sjúk-
dómurinn sé eingöngu hugarástand,“
segir hann.
„Það hefur valdið mörgum hugarangri
í áranna rás og því afar fáir sérfræðingar
sem fást við þessa sjúklinga.“ Sjúkdóms-
einkennin eru meðal annars þróttleysi,
þokukennd hugsun og taugaheilbrigðis-
röskun.
Fókus settur á að finna lausn
Tompkins segir að áhugi hans á sjúk-
dómnum hafi kviknað vegna sambands
hans við prófessor í Stanford, Ron Davis,
sem hann hefur unnið með í áratugi í
gegnum Opnu lækningamiðstöðina (Open
Medicine Foundation).
„Ég hef reynslu af bólgum og efnaskipt-
um eftir slys en Dr. Davis er drifinn áfram
af þeirri bitru staðreynd að eini sonur
hans, sem á þrítugsaldri, er þungt haldinn
af sjúkdómnum. Ég hef því bæði ráðfært
mig við hann persónulega og faglega. Ég
hef tekið þátt í samræðum og fyrirlestrum
þar sem farið er yfir þau gögn sem finnast
um þessi tilvik. Mér er það ljóst að bólgur
og efnaskipti spila stórt hlutverk,“ segir
Tompkins. „Þau stuðla að þessum sjúk-
dómi sem hefur svo mörg einkenni.“
Tompkins segir að þrátt fyrir að það séu
yfir 10.000 deildir í læknaskóla Harvard
hafi sérfræðingar skólans ekki fyrr tekið
höndum saman um að skoða málið. „Þegar
svona öflugar stofnanir með fjölda hæfra
sérfræðinga ákveða að vinna saman, safna
gögnum og einblína á að gera sitt, fæst
niðurstaða sem skiptir máli.“
Horfir fram á við ekki aftur
En hvers vegna núna? Tompkins segir að
hann hafi aðeins nýlega heyrt af þessum
tilvikum. Spurður hvort rétt sé að læknar
hafi haft fordóma gegn þessum sjúkling-
um með óútskýrð veikindi svarar hann:
„Ég horfi ekki til fortíðar. Ásökun hjálpar
ekkert og er engum til framdráttar. Ég hef
heyrt af því að hver bendi á annan, en ég
Læknar vita ekki
allt um lækningar
– segir Harvard-prófessorinn og verðlaunalæknirinn Ronald G. Tompkins
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir