Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 42
470 LÆKNAblaðið 2018/104
Björn Guðbjörnsson1
Jón P. Einarsson2
Andrés Magnússon2
Ólafur B. Einarsson2
1Rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum, Landspítala og
læknadeild Háskóla Íslands,
2Embætti landlæknis.
Fjöldi erlendra rannsókna sýnir að umtals-
verður samfélagslegur ávinningur er af
markvissri meðferð til varnar beinþynn-
ingarbrotum, sérstaklega meðal þeirra
einstaklinga sem eru í aukinni áhættu
á beinbrotum næstu 10 árin.1,2 Þá liggja
fyrir rannsóknir sem styrkja klíníska
leit meðal 65 ára kvenna og 72 ára karla
sem eru í aukinni brotaáhættu vegna
beinþynningar.2-4 Brotaáhætta tvöfaldast
strax eftir fyrsta beinbrot hjá öldruðum og
annað beinbrot verður oft innan eins árs.5
Þess vegna hafa mörg lönd lagt áherslu á
sérstaka þjónustu fyrir þá sem hafa brotn-
að vegna beinþynningar. Þessi þjónusta er
kölluð Fracture Liaison Service (FLS) og
hefur Landspítali tekið upp þetta verklag
með sérstakri þjónustueiningu sem nefnd
hefur verið Grípum brotin6 og Sjúkrahúsið
á Akureyri rekur einnig sérfræðiþjónustu
við þennan sjúklingahóp.
Áætlað hefur verið að 1200-1400
einstaklingar brotni árlega hér á landi
vegna beinþynningar en margir hljóta
fleiri beinbrot í sömu byltunni og/eða
fleiri brot á sama ári. Því má ætla að bein-
þynningarbrotin séu allt að 1800-2000 á
ári hér á landi.7 Beinbrot hafa í flestum
tilfellum alvarlegar afleiðingar fyrir þann
sem brotnar. Nýleg íslensk rannsókn
sýndi að nærri þriðjungur þeirra sem
mjaðmabrotna látast á innan við ári vegna
fylgikvilla brotanna, en það er áttföld
dánartíðni jafnaldra.8
Þrátt fyrir að flest lönd, þar með talið
Ísland, hafi gefið út ítarlegar meðferðar-
leiðbeiningar,9 og beinþéttnimælar á
Vesturlöndum séu af fullkomnustu gerð
(hérlendis eru þrír fullkomnir beinþéttni-
mælar: á Landspítala, Sjúkrahúsi Akureyr-
ar og Hjartavernd) er einstaklingum með
sögu um beinbrot af völdum beinþynn-
ingar samt ekki tryggð virk beinverndandi
lyfjameðferð. Erlendar rannsóknir sýna
að innan við þriðjungur kvenna með
beinþynningarbrot fá formlegt áhættumat
og boð um lyfjameðferð.10 Auk þess er
meðferðarheldni þeirra sem fá meðferð
oft á tíðum ábótavant, en talið er að með-
ferðarheldni þurfi að vera yfir 80% til þess
að fá ávinning af bisfosfónatmeðferð.11 Sá
samfélagslegi ávinningur sem ætti að vera
af beinverndandi meðferð er þá fyrir bí.
Þess vegna er áhugavert að skoða
hvernig beinverndandi lyf eru notuð hér
á landi. Á mynd 1 má sjá fjölda daglegra
LYFJAMÁL
Tryggjum árangursríka
beinverndarmeðferð
Læknadagar
2019 – í Hörpu
Læknadagar verða haldnir dagana
21.- 25. janúar 2019,
- takið dagana frá.
Árhátíð
Læknafélags Íslands
verður laugardaginn
26. janúar.
Mynd 1. Myndin sýnir fjölda daglegra skammta af bisfosfónötum (RDD) á Íslandi á tímabilinu 2003-2015.