Læknablaðið - okt. 2018, Side 46
474 LÆKNAblaðið 2018/104
Kristófer Þorleifsson
Haldið var af stað frá Hlíðasmára 8, kl 9
árdegis og stefnan sett vestur í Dali. Alls
voru í förinni 32 í byrjun auk bílstjóra, en
síðan bættust fimm við þegar komið var
vestur í Miðdali, leiðsögumaðurinn Svavar
Gestsson fyrrv. ráðherra og sendiherra
og tveir kollegar frá Akureyri ásamt
mökum. Ekið var upp í Borgarnes þar
sem áð var í skamma stund, en síðan ekið
upp Norðurárdal og Bröttubrekku niður
í Miðdali. Á Erpsstöðum kom Svavar í
bílinn og þeir norðanmenn og stefnan
síðan sett inn Haukadal til Eiríksstaða.
Á leiðinni fræddi leiðsögumaður okkur
um það sem fyrir augun bar, um merka
staði og atburði sem fram koma ýmist í
Laxdælu eða Sturlungu. Ekið var fram
hjá Sauðafelli en þar bjó Sturla Sighvats-
son og þar handtók Daði Guðmundsson í
Snóksdal Jón biskup Arason og syni hans
og flutti til Skálholts þar sem þeir voru
hálshöggnir 7. nóvember árið 1550. Á
Kvennabrekku í Miðdölum fæddist Árni
Magnússon handritasafnari og prófessor.
Ekið var síðan inn allan Haukadal inn
að Stóra-Vatnshorni til að skoða og fræðast
um tilgátubæinn Eiríksstaði, sem vígður
var árið 2000. Þar fræddi Gísli bóndi á
Vatni, klæddur að fornmannasið, hópinn
um bæinn og vitnaði í Landnámu og sögu
Eiríks rauða.
Frá Eiríksstöðum var haldið í Búðardal
og snæddur þar hádegisverður í Dalakoti,
dýrindis kjúklingasúpa. Ekið var um
Búðardal og greindi Svavar frá væntan-
legu Vínlandssetri sem ætlunin er að opna
á næsta ári.
Síðan var ekið inn Laxárdal að
Hjarðarholti þar sem Ólafur Pá, sonur
Höskuldar Dalakollssonar og ambáttar-
innar Melkorku, reisti sér bæ. Kirkja þar
var vígð 1904, krosskirkja teiknuð af Rögn-
valdi Ólafssyni arkitekt. Í kirkjunni fræddi
sóknarpresturinn, sr. Anna Eiríksdóttir,
okkur um sögu kirkjunnar og þá sérlega
byggingarsögu hennar. Frá Hjarðar-
holti var síðan horft yfir dalinn og yfir til
Höskuldsstaða þar sem Höskuldur Dala-
kollsson bjó. Í dag er aðeins einn prestur í
Dalabyggð en sex kirkjur.
Eftir kirkjuskoðun var ekið að Laugum
í Sælingsdal þar sem byggðasafnið var
skoðað og svo var snæddur glæsilegur
kvöldverður að Hótel Laugum. Undir
borðhaldi tóku ýmsir til máls og kastað
var fram vísum og fluttur ljóðabálkur
sem fjallaði um fyrri ferðir öldunga. Gist
var að Laugum og áfram haldið snemma
næsta morgun eftir morgunverð og
skoðun á Guðrúnarlaug þar sem Guðrún
Ósvífursdóttir sat löngum á síðkvöldum
milli þeirra Kjartans Ólafssonar og Bolla
Þorleikssonar.
Síðan var ferðalaginu haldið áfram um
Hvammssveit og út Fellsströndina. Horft
var heim að Hvammi en þar bjó Auður
djúpúðga og síðan Hvamm-Sturla Þórðar-
son og þar fæddist Snorri Sturluson.
Gengið var á Krosshólaborg, en þang-
að fór Auður djúpúðga til bænahalds. Á
Krosshólaborg lét Auður reisa kross að
sögn Landnámabókar, og til minningar
um það var reistur steinkross á borginni
árið 1965.
Ferð um
Gullna
sögu-
hringinn
í Dölum
Ö L D U N G A D E I L D
Stjórn Öldungadeildar
Kristófer Þorleifsson formaður
Jóhannes M. Gunnarsson ritari
Guðmundur Viggósson gjaldkeri
Kristrún Benediktsdóttir
Margrét Georgsdóttir
Öldungaráð
Hörður Alfreðsson
Magnús B. Einarson
Reynir Þorsteinsson
Snorri Ingimarsson
Þórarinn E. Sveinsson
Umsjón síðu
Páll Ásmundsson
Við altarisbríkina
í Skarðskirkju.
Hlýtt á Gísla á
Vatni segja frá.
Svavar Gestsson
leiðsögumaður
lengst til hægri.