Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Síða 47

Læknablaðið - okt. 2018, Síða 47
LÆKNAblaðið 2018/104 475 Næst var ekið að Staðarfelli og geng- ið þar í kirkju. Þar sagði Svavar sögu staðarins og kirkjunnar með dyggri aðstoð Sveins bróður síns, sem í áratugi hefur verið staðarhaldari þar og bóndi. Á Staðarfelli var rekin húsmæðraskóli frá 1927 til 1976 og endurhæfingarstöð á vegum SÁÁ síðan, allt fram á þetta ár. Frá Staðarfelli var ekið að Vogi sem Bjarni Jónsson alþingismaður, skáld og rithöf- undur er kenndur við. Þar var snædd súpa og brauð. Eftir máltíðina opnaði formaður bar í farangursrými rútunnar og bauð upp á rautt, hvítt og bjór. Runnu þær veitingar ljúflega niður, en allt var það í hófi og engan þurfti að flytja frá Vogi til baka á Staðarfell. Frá Vogi var haldið áfram út Fellsströnd og staðnæmst við Klofning, sem skilur að Fellsströnd og Skarðsströnd. Hluti hópsins gekk upp á Klofning, en þaðan er útsýni gott yfir Breiðafjörð, Breiðafjarðareyjar og Snæfellsnes. Margir hólmar og eyjar út af Fellsströnd hýsa arnarhreiður. Eftir Klofning var haldið áfram inn Skarðsströnd og heim að Skarði og kirkjan skoðuð undir leiðsögn húsfreyjunnar á Skarði. Ekkert býli eða jörð hefur jafnlengi verið í eigu sömu ættar á Íslandi, eða frá því um árið 1100. Landnámabók segir frá því að Geirmundur heljarskinn Hjörsson (Svarti víkingurinn) hafi búið á Geir- mundarstöðum undir Skarði. Margt stór- menna hefur búið á Skarði. Þar bjó Björn Þorleifsson hirðstjóri (1408-1467), sem Englendingar drápu á Rifi á Snæfellsnesi. Ekkja hans, Ólöf ríka Loftsdóttir, lét hefna hans og lét drepa fjölda Englendinga, aðra lét hún taka til fanga og flutti heim að Skarði og notaði sem þræla. Í Skarðskirkju er margt fallegra og merkilegra gripa, meðal annars altarisbrík með alabasturs- myndum frá 15. öld og herma munnmæli að Ólöf ríka hafi gefið kirkjunni bríkina. Eftir kirkjuskoðun á Skarði var ekið niður að Skarðsstöð, þar sem í dag er smábátahöfn. Boðið var þar upp á úr far- angursgeymslu bifreiðarinnar kaffi og heimabakaðar kleinur ásamt flatbrauði með hangikjöti. Einnig var ferðabarinn opnaður á ný. Áfram var síðan haldið inn Skarðsströndina og síðan inn í Gilsfjörð og stefnt á Ólafsdal. Þar stofnaði Torfi Bjarna- son (1838-1915) fyrsta landbúnaðarskóla á Íslandi, sem starfræktur var á árunum 1880 til 1907. Bærinn fór síðan í eyði en bæjarhúsin voru nýtt um tíma sem skóla- sel fyrir Menntaskólann við Sund. Árið 2007 var Ólafsdalsfélagið stofnað, sem síðan hefur unnið að endurreisn staðarins með því að endurnýja og lagfæra allar byggingar. Formaður Ólafsdalsfélagsins, Rögnvaldur Guðmundsson, fræddi okkur um sögu staðarins og um framkvæmdir við endurreisnina. Síðan var gengið inn í skólahúsið í kaffi og vöfflur með rjóma. Frá Ólafsdal var haldið til baka í Saurbæ og yfir í Hvolsdal. Horft var til Hvítadals þar sem skáldið Stefán frá Hvítadal bjó og einnig minnst tveggja annarra skálda, Jóhannesar úr Kötlum sem fæddur var á Goddastöðum í Laxárdal og Steins Steinars sem ólst upp í Saurbænum og naut þar farkennslu Jóhannesar. Ekið var um Svínadal yfir í Hvamms sveit. Sunnarlega í dalnum er Hafragil þar sem menn Bolla og Ósvífurs gerðu Kjartani Ólafssyni fyrirsát og drápu. Við Lauga í Sælingsdal fór leiðsögumaðurinn Svavar Gestsson úr bílnum og var honum þökkuð frábær leiðsögn og fræðsla með dynjandi lófataki. Haldið var síðan heim á leið og stansað um stund við rjómabúið á Erps- stöðum þar sem norðanmenn yfirgáfu hópinn og ferðalangar gæddu sér á ís og keyptu osta. Komið var í Kópavog rétt upp úr klukkan níu og þaðan fór hver til síns heima, glaður og reifur. Hjarðarholtskirkja. Myndirnar tók Kristófer. Hópurinn fyrir framan skólahúsið í Ólafsdal.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.