Læknablaðið - okt 2018, Qupperneq 50
478 LÆKNAblaðið 2018/104
Davíð B.
Þórisson
sérfræðingur í
bráðalækningum,
klínískur ráðgjafi HUT og
gæða- og sýkingavarna
Landspítala
davidth@landspitali.is
Fyrir ekki löngu síðan var ég vaktlæknir
í héraði og vísaði á Landspítala sjúklingi
með ódæmigerðan brjóstverk þar sem ekki
var hægt að útiloka alvarlegri sjúkdóm.
Tilfellið var lærdómsríkt og því opnaði ég
um kvöldið Heilsugátt, leit yfir Tímalínu
sjúklings og skoðaði komunótuna, fyrstu
lífsmörk, blóðrannsóknir og tölvusneið-
mynd af lungum sem var tekin klukku-
stundum áður. Því næst hlustaði ég á
diktat vakthafandi hjartalæknis þar sem
farið var yfir tilfellið og lýst eðlilegum
niðurstöðum og útskrift sjúklings aftur
heim.
Daginn eftir hringdi ég í sjúklinginn
þar sem hann sagði frá því að verkurinn
væri genginn yfir og ég staðfesti að við-
komandi hefði móttekið útskriftarleiðbein-
ingar og lokaniðurstöðu. Tveimur vikum
síðar barst heilsugæslunni svo læknabréf
vegna komunnar.
Árið 2016 voru 123.678 blöð send raf-
rænt frá Landspítala, eða 339 sendingar
daglega. Það tekur ritara um 6 mínútur að
skrifa upp einnar mínútu dikteringu en
mestur hluti þess er endursögn á upplýs-
ingum sem eru þegar til og aðgengilegar
í rauntíma eins og lýst var að ofan. Sam-
bærileg handavinna á sér stað hjá móttak-
anda þegar bréfinu er fundinn viðtakandi.
Þar er það lesið vandlega yfir vegna þess
að í einstaka bréfum er að finna skilaboð
um eftirfylgd sem heimilislækni eru ætl-
að hvort sem viðkomandi líkar betur eða
verr. Læknabréf sem samskiptaform eru
seinvirk, stefna skilaboða er í eina átt og
staðfesting móttöku óviss og minnir þetta
ferli um margt á skilvirkni bréfdúfna. Það
er eðlilegt á tækniöld að spyrja sig hvort
þetta form sé það besta sem völ er á.
Í 16. grein reglugerðar um gerð sjúkra-
skrár frá 2015 segir: „Gera skal samantekt
við lok meðferðar sjúklings á heilbrigðis-
stofnun og starfsstofum sjálfstætt starf-
andi heilbrigðisstarfsmanna eins fljótt og
auðið er og eigi síðar en endanlegar rann-
sóknarniðurstöður liggja fyrir. Samantekt-
in skal vera aðgengileg í samtengdu raf-
rænu sjúkraskrárkerfi. Ef sjúkraskrárkerfi
eru ekki samtengd skal senda samantekt
með öruggum hætti [...]“
Í þessari síðustu setningu er að finna
lykilatriðið því það er samtenging sjúkra-
skrárkerfa sem gerir mögulegt að nú-
tímavæða þetta mikilvæga en flókna ferli.
Íslenska heilbrigðiskerfið býr yfir einstakri
sérstöðu sem fæst önnur lönd hafa eða
munu nokkurn tíma hafa. Hér er nefnilega
einn samtengdur sjúkraskrárgrunnur og
má því líta á landið allt sem eina sam-
fellda þjónustustöð þegar kemur að upp-
lýsingamiðlun og samskiptum.
Jafnvel í tæknivæddustu löndum eru
stærstu vandamáli sjúkraskráningar þau
sem snúa að einangrun eða hólfun sjúkra-
skrárgrunna. Í Svíþjóð til dæmis eru 20-30
mismunandi grunnar þannig að einstak-
lingur frá Lundi sem veikist í Stokkhólmi
er eins og bankahólf án lykils. Slíkar upp-
lýsingaeyjur er flókið og kostnaðarsamt
að tengja saman og víða hefur það reynst
ómögulegt og hefur þá verið gripið til þess
að senda PDF-skjöl milli stofnana með
tilheyrandi töfum og brestum í þjónustu
við sjúkling vegna lélegs aðgengis að
mikilvægum upplýsingum. Ein helsta rétt-
læting fyrir fokdýrum sjúkraskrárkerfum
eins og Epic hefur einmitt verið sú að ná
utan um þetta gagnahallæri.
Á Íslandi er gagnvart notendum heil-
brigðiskerfisins, með örfáum undantekn-
ingum, aðeins einn gagnagrunnur en
Embætti landlæknis hefur ötullega séð
um að tengja saman allar útstöðvar með
Heklu. Landspítali veitir auk þess sjúkra-
skrárgögn gegnum Tímalínu og hafa allar
heilbrigðisstofnanir, hvort sem er opin-
berar eða í einkageira, aðgang að þessari
dýrmætu veitu. Fleiri einingar opnast
utan Landspítala, svo sem skilaboðakerfi
Heilsugáttar sem hefur einfaldað verulega
samskipti innan stofnunarinnar og sífellt
fleiri læknar utan Landspítala nota bæði
fyrir einhliða skilaboð og líka samtöl um
sjúklingatengd málefni og þykja bæði ein-
föld og örugg.
Þar sem landið er í raun einn samfelld-
ur grunnur skiptir uppruni gagna eða
geymsla þeirra í útstöð ekki höfuðmáli eða
hvort kerfið er af einni gerð eða annarri.
Slíkar vangaveltur eru að mínu mati
skref aftur á bak og til þess eins að rjúfa
þá samfellu sem hefur tekist að skapa
og munu einangra aftur útstöðvar heil-
brigðiskerfisins. Farsælast fyrir alla aðila
er að byggja ofan á þá dýrmætu auðlind
sem samfelldur gagnagrunnur er og nýta
sóknarfærin sem hafa skapast. Þannig er
hægt að eyða flækjustigum og sóun, bæta
þjónustu og auka öryggi sjúklinga.
Einn sjúkra-
skrárgrunnur
– lykillinn að
verðmætum
Samtenging rafrænna sjúkraskráa.
Mynd frá Embætti landlæknis.