Hugur og hönd - 01.06.1967, Side 12
„TEYG3AST LÉT ÉG LOPANN MINN"
ÞÓRÐUR TÓMASSON
MARGT hefur verið skráð um íslenzka tóvinnu en þó að-
eins lítið ágrip mikillar sögu. Fjölmargar ókannaðar tó-
vinnuheimildir eru í Þjóðminjasafninu og byggðasöfn-
unum, margt tómuna er í fórum einstakra manna, og
mörg drög til tóvinnusögu eru óskráð í minni manna, sem
smátt og smátt eru að hverfa inn í þögnina.
Byggðasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum á marga á-
gæta hluti úr ull er draga að sér athygli safngesta. Hekluð
herðasjöl úr togi, unnin af konum í Vestur-Skaftafells-
sýslu og Rangárvallasýslu, fá þó líklega flest hrósyrði og
hafa vel til þeirra unnið. Ekki er hér um gamla hluti að
ræða, herðasjölin eru öll frá þessari öld, en ekki eru þau
ómerkari fyrir það, list er óháð tíma. Togsjölin eiga líka
gildi sitt í því að gefa efni, sem var að verða úrelt, nýtt
hlutverk. Mér kom þetta í hug í vetur, 28. apríl, þegar
fræg tóskaparkona í Fljótshlíð, Helga Pálsdóttir á Grjótá,
varð 90 ára og hafði þá nýlokið við heklaða toghyrnu
með listahandbragði, er ungar konur væru vel sæmdar af.
íslenzk togvinna að fornu hefur naumast náð annars
staðar hærra en í togflosinu, sem margir gripir eru enn til
vitnis um. Víða í sveitum munu söðulsessur flosaðar tog-
fosi hafa verið gerðar fram um 1870. í Meðallandi í
Vestur-Skaftafellssýslu hélt Helga Jónsdóttir á Hnausum
nokkurskonar hannyrðaskóla á þeim tíma. Ragnhildur
Gísladóttir frá Rauðabergi í Fljótshverfi, systurdóttir
Þórunnar Gísladóttur grasakonu, flosaði söðulsessu í flos-
lár hjá Helgu á Hnausum á áttunda tug aldarinnar. Ragn-
hildur og systir hennar unnu fínan togþráð í bekki í milli-
pils, er þær komu sér upp til spari, heima í föðurgarði,
eins og þá var algegnt.
Flosaðir togborðar voru unnir í öllum sveitum fram á
19. öld, á reiðhempur kvenna, svo að dæmi sé nefnt. Tog-
þráður var unninn í uppistöðu í vefi (spjaldvefur, fótvef-
ur t. d.).
Hversdagshlutir úr togi á íslenzkum sveitaheimilum á
síðustu öld voru t. d. skyrsíur, ostapokar, fótofnir flauta-
þyrlar, togsokkar og höföld. Allur saumþráður var unninn
úr togi, svo fínn stundum, að hægt var að nota hann í
tvinnastað í saumavélar. Lengst var togþráður notaður
sem skóþráður og skinnfataþráður. Þótti það löngum
vinargjöf að gefa þráðarlegg með fallega undnum tog-
þræði. Þráðarleggur með vissri vindingu nefndist „læstur
leggur“, eins og alþekkt er. Sumar konur kunnu að vinda
rósamunstur á þráðarleggi, er vel var vandað til.
Togþráður í síur, ostapoka og flautaþyrla var einatt
ljósborinn sem snöggvast eða sviðinn við glóð, svo hlut-
irnir bæru ekki hár í matinn. Hafaldaþráður var undinn
á tólgarmola. Hnyklarnir voru dregnir upp á þráð, sem
bundinn var í eyrun á vatnspotti yfir eldi. Voru hnyklar-
nir svo soðnir, þar til bandprjónn gekk greiðlega gegnum
þá.
Togsokkar voru víða engjasokkar karla og kvenna,
stundum aðeins leggjabolir. Þóttu þeir miklum mun hetri
en þelsokkar í vosverkum á engjum.
Togþráður í vefi var venjulega unninn úr toginu „upp
með öllu saman,“ er þá var kembt í venjulegum þelkömb-
um, en allur vandaður togþráður í saumþráð og listmuni
var unninn úr verkuðu togi, sem kallað var (togakembd-
ur). Togið var þá vandlega kembt í togkömhum, sem allt
fram á 18. öld munu hafa verið einu ullarkambar þjóðar-
innar. Byrjað var á því að setja togið í annan kamhinn.
Kembikonan tók væna togvisk í hægri hönd en hélt á
12 HUGUR OG HÖND