Hugur og hönd - 01.06.1976, Page 5
landinu, og það er meira snilldarorð hjá Jónasi Hallgríms-
syni en í fljótu bragði virðist, þegar liann varpar þessu
fram í gamankvæði sínu alkunnu: „A einum stað bvr
einnig fólk sem alltaf vantar brýni“. Sama er hvar grafið
cr niður í mannavistir, eldri eða yngri, ekki bregst að þar
finnist einn eða fleiri brýnisstubbar, þótt ekkert annað
finnst. Þau brýni eru öll úr einhverskonar flögubergi
(skifer), margvísleg í eðli, frek eða fín, ljós eða dökk, en
öllum er þeim sameiginlegt að þau eru úr útlendum
steini, innflutt vara. Kaupmenn eru búnir að þéna vel
á að selja íslendingum brýni á liðnum öldum.
Kléberg (steatit) var mjög mikið notað á Norðurlönd-
um og þó einkum í Noregi á víkingaöld. Ur því gerðu
menn einkum litla potta (grýtur), því að það þolir vel í
eldi og landnámsmenn Islands hafa verið birgir af slíkum
búsgögnum, eins og berlega kemur fram við fornleifa-
grefti. Eins er alveg víst að kaupmenn hafa flutt mikið
af þessari vöru hingað til lands framan af öldum, og
kom þar enn til að ekkert sambærilegt efni var til hér
í landinu. Þegar íslendingar fóru að nema Grænland hafa
þeir með undrun og gleði komist að raun um að þar í
landi var kléberg eða tálgusteinn, sem síst stóð að baki
þeim norska. Þetta var einn af þeim kostum Grænlands,
sem það hafði fram yfir ísland.
Líklega er unnt að slá eld af íslensku kvartsi með eld-
stáli, en tinna er þó miklu betri til þeirra nota og hana
hafa fornmenn flutt inn í því skyni. Við finnum iðulega
tinnumola í íslenskum rústum og fornmannagröfum,
stundum ásamt eldstáli. Slík eldfæri hafa verið algeng
í fornöld, en iíklega sjaldgæfari þegar leið á miðaldir.
Smám saman hefur verið farið að telja eðlilegt að mönn-
um væri vant þessara nauðsynja. Annars hefði höfundi
Grettissögu ekki tekist fyrirhafnarlaust að láta landa sína
kingja svo frámunalegri ólíkindasögu að þeir Grettir hafi
lagst út í Drangey án þess að kunna eða hafa tæki til að
gera eld og orðið að synda til lands eftir eldi þegar
slokknaði í hlóðunum hjá þeim.
Enn hafa fornmenn flutt inn kvarnarsteina úr útlendu
grjóti, aðallega glimmerskífur. Oft hafa fundist brot úr
þeim hér á landi, eða jafnvel heilir og liálfir steinar. En
fljótlega hafa menn þó áttað sig á að efni í kvarnarsteina
var hér sæmilegt, þar sem hraungrýtið var, og sennilega
hafa landsmenn snemma orðið nokkuð sjálfum sér nógir
á þessu sviði.
En hvernig gátu fyrri menn nýtt blessað íslenska grá-
grýtið ög blágrýtið og móbergið til annars en að hlaða úr
því frumstæða veggi? Var það kannske til einskis brúk-
legt? Ekki var svo með öllu. Úr grágrýti og blágrýti hafa
alla tíð verið gerðir einfaldir hlutir eins og stjórasteinar,
vaðsteinar (sökkur), kljásteinar í vefstaði, draglóð á hurð-
ir, reislulóð. Til þess arna þurfti ekki öllu meira en að
velja stein af nokkurn veginn réttri stærð og lögun og
bora gat í gegn. Sama er reyndar að segja um sleggju-
hausa úr steini, sem voru mjög algengir, einnig steðja-
fætur, sem oft voru allstórir steinar með djúpu spori
fyrir steðjann og stundum einnig holum til að festa í
saumhögg. Allt er þetta næsta einfalt og tekur því ekki
að um sé fjölyrt.
En handlagnir menn gátu gert fleira úr íslenska grjót-
inu. í fornöld og fram eftir miðöldum virðast steinkolur
hafa verið mjög algengar, enda finnast þær oft í rústum.
Þetta voru dálitlar skálar eða bollar, klappaðar í löguleg-
an stein, upp og ofan um 10 sm í þvermál. I skálina, sem
oftast er mjög grunn, var lýsinu hellt en fífukveikurinn
látinn ná þaðan og vel upp á kolubarminn, og þar tírði
Ijósið sem kolunni var ætlað að bera í bæinn'. Frumstæð
voru þessi Ijósfæri, en öðru var ekki til að tjalda, nema
þá tólgarkertum til hátíðabrigða. Og skelfing voru þessar
steinkolur yfirleitt íburðarlausar að allri gerð og lítil
vinna eða alúð lögð í að gera þær ásjálegar. Þess eru að
vísu dæmi að steinkolur beri vitni högum höndum og
vakandi fegurðarskyni, en þau eru fá; venjulega er þetta
steinsmíð af grófasta tagi.
Sama máli gegnir um svonefnda bollasteina, sem til eru
margir úr íslensku grjóti, smáir og stórir, einhvers kon-
ar ílát sem auðveldlega verða greind frá steinkolunum.
Þetta eru yfirleitt sæmilega lögulegir hnullungar, sem
menn hafa valið þannig að sem minnst þyrfti að gera
þeim til góða að utan, en síðan hafa þeir dútlað við að
höggva djúpan bolla í steininn og fengið út úr þessu dálít-
ið steinker, hrjúft og listvana, en nothæft. Sumir þessir
bollastcinar eru stundum kallaðir hlautbollar, og er sú
nafngift komin frá fræðimönnum sem oftúlkað hafa lausa-
lopalegar heimildir um blótsiði ásatrúarmanna í forneskju.
Miklu sennilegra er að bollasteinarnir séu misgamlir, sum-
ir fornir, sumir miklu yngri, og hafi verið notaðir til marg-
víslegra hversdagsþarfa, sem auðvelt er að hugsa sér. Þó
er ekki fyrir að synja að sumir þeirra kunni að vera
vatnssteinar, sem vera þurftu í hverri kirkju í kaþólskum
sið. í þeim stóð vígt vatn nær kirkjudyrum, til þess að
menn gætu stökkt á sig vatninu um leið og þeir gengu
í helgidóminn. Þannig gætu þá sumir þessir grófgerðu
steinbollar verið raunverulegir helgigripir, þótt ekki séu
hlautbollar úr hofum.
Snældusnúðar voru eitt af því sem íslendingar gátu
búið til úr innlendum stcini. Svo er að sjá sem steinsnúð-
ar hafi verið notaðir mjög mikið, og ef til vill einvörð-
ungu framan af öldum. Síðan hafa þeir með öllu horfið
og snældusnúðar úr tré voru einráðir eins Iangt aftur og
heimildir ná um þetta efni. Snældusnúðar finnast iðulega
í fornum rústum. Þeir eru oftast úr einhvers konar mó-
bergi, oft rauðleitu, eða hörðnuðum setlögum, og óvíða
er svo snautt að ekki finnist nothæft efni í þessa smáhluti.
Steinsnúðarnir eru yfirleitt snoturlega gerðir og af meiri
kærleik en aðrir steinhlutir og stundum sjást á þeim til-
burðir til skreytingar, eins og algengt var um trésnúða
HUGUR OG HÖND
5