Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1976, Qupperneq 8

Hugur og hönd - 01.06.1976, Qupperneq 8
„Slíkt handverk kalla ég Loðið” Skinn hefur mannskepnan brúkað síðan í árdaga. Bæði í fatnaði og áhöld. Skinnið hefur marga kosti, það er bæði þjált, endingargott og sterkt. Vinna í skinn hefur um langa tíð þótt vandasöm grein í íslenskri iðn. Alla tíð hefur skinnvinnsla búið við fá- tæklegan kost, sem á sér skýringu í þeim nauðþurftarrekstri sem lengi einkenndi íslenska atvinnuhætti. Bó höfum við búið við nokkrar dýrateg- undir sem gefa af sér skinn. Stærstu dýrategundir í íslenska búfjárstofn- inum gefa af sér nýtanlegar húðir. Þar utan við er refur, selur, og aðfluttir stofnar, hreindýr og minkurinn. Auk þess má nefna roð af steinbítnum sem áður fyrr var notað í skó. A tímum gerviefna hefur skinn- framleiðsla orðið að víkja fyrir ódýr- ari efnum. Og vandaðir munir úr skinni verða æ fáséðari. Enn fágætara hefur handunnið skinn verið í heimi fjöldaframlaiðslunnar. En stundum skín upp. Að Aðalstræti 12 hefur ver- ið starfrækt verkstæði um tveggja ára bil, þar sem unnið er úr skinni og það allt í höndum. Ungur revkvík- ingur, Karl Júlíusson, stendur fyrir verkstæðinu og rekur samhliða því litla verslun ásamt konu sinni, Krist- ínu Hauksdóttur. í Leðursmiðjunni, en svo nefnir Karl fyrirtækið, er hægt að kaupa vandaða handunna vöru. Allt frá töskum, litlum og stórum, í húsmuni, spegla og veggmyndir. Þar að auki punga og pyngjur, belti og húfur og margt, margt fleira. — Þú kallar þig leðursmið? — Það nær því best sem ég er að gera, að smíða úr leðri allt milli him- ins og jarðar. — Þú vinnur mest úr nautshúð? — Já, mest úr danskri nautshúð, þó eilítið úr kálfskinni. Nautshúð er mjög sterk en þó meðfærileg í vinnslu í höndunum. Nær öll húðin sem ég vinn með er innflutt. Við búum ekki svo vel að súta sjálfir. — Þú hefur ekki unnið mikið úr annars konar húð, skinni af sel eða öðru búfé? — Jú, það er ekki til það dýr að ég hafi ekki reynt að nýta af því húðina. Prófað mig áfram. En mín reynsla er sú að nauts- og kálfskinn séu hvað meðfærilegust, ekki aðeins fyrir mig í vinnslu, heldur einnig fyrir þann sem á að nota gripinn. Háin af hrossinu er of þung og er nýtanlegri í hluti sem mikið mæðir á, aktygi og annað slíkt. Annað, bæði steinbítsroð og svo skinnin, hef ég mest notað að gagni í skreytingar. — Hvernig er leðrið sútað sem þú notar? — Það er tvenns konar; það er krómgarvað, sem kallað er. Það er gert í krómsúlfat blöndu. Eða þá að 8 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.