Hugur og hönd - 01.06.1976, Qupperneq 9
sútað er í nátturulegri efnum; vega-
tablísk sútun, þá er húðin látin liggja
í eikarberki og efnum úr jurtum og
trjám. Það leður er dýrara, tekur
lengri tíma í sútun. Það leður nota ég
mest. Það er gljúpast, gott að vinna
í það, munstra og skera. Það er miklu
betra leður.
— En dýrt?
— Jú, leður er dýrt, og fer síhækk-
andi. Það væri mikill akkur í því að
koma hér upp sútun aftur. Nú flytj-
um við hráar húðir út fyrir lítið verð,
en kaupum aftur húðir inn, sútaðar
og dýrar.
— En vinnslan sjálf, verðurðu ekki
að vinna leðrið neitt eftir að þú færð
það sútað?
— Það þarf að mykja það upp,
þæfa það. Það fer nokkuð eftir því
hvert formið er, hvort mikið þarf að
móta það til. Ef það er taska sem
verið er að vinna, þá verður hún að
halda sér sjálf. Þá má leðrið í hana
vera stíft, þá þarf ég ekkert að gera
við það. Það mýkist þá með tíman-
um, brotnar kannski dálítið, en helst.
— Hvernig mýkir þú leðrið?
— Bara í höndunum. Rúlla því upp,
þvers og kruss. Þá kemur á það brot-
in áferð. Það verður mikið gljúpara,
tekur betur við lit, er betra að
munstra það. Þá eldist það betur og
er mjög skemmtilegt í ýmsa hluti.
— Litar þú mikið?
— Yfirleitt. Það er bara núna upp
á síðkastið að ég hef unnið úr ólituðu.
Það er vinsælt. Ég ætla að gera meira
af því. Það er tilfellið með ólitað leð-
ur að það eldist vel og verður fallegra.
Það dökknar svo. Það fer reyndar
eftir ýmsu öðru. Ef borin er á það
feiti nokkrum sinnum á ári, eða sem
oftast, þá verður skinn fallegra. Það
er mjög mikilvægt með handgcrða
hluti og vandaða að annast þá vel.
Halda í þeim lífinu.
— Víkjum að því sem þú hefur ver-
ið að smíða. Hvernig fikraðir þú þig
inná markaðinn?
— Uppúr 1967 hófst nokkurs kon-
ar endurreisn í ýmis konar hand-
verki sem var liðin undir lok. Leður-
vinna náði miklum vinsældum í Dan-
mörku og margir náðu mjög langt á
þeirri braut. Mér finnst að þar hafi
náðst bestur árangur í iðninni. Nú,
þegar þetta byrjaði hér heima þá
reyndi maður bara fyrir sér. Sá kann-
ski töskulag á götu og reyndi að ná
forminu. Tók þá áhættu að varan
seldist ekki. Fyrsta árið var þetta
tæpast tímabært, en seinna fór fólk
að vilja borga meira fyrir vandaða
handunna vöru. Margir vilja eiga
góðan grip sem endist. Og slík vara
er ekki eins háð tískunni. Það sem ég
versla með er allt frá hatti ofaní skó.
Ég þreifaði fyrir mér með föt, en það
var of tímafrekt. Metin í vinnustund-
um urðu þau of dýr, þar er ég ekki
samkeppnisfær. Ég hef síðaii prófað
svona ýmislegt; borð með leðurplötu,
lampaskerma, húfur, skúlptúra og
grímur.
— Vinnur þú allt eftir teikningum?
— Já, ég vinn allt frá mínum eig-
in sniðum. Ég rissa fyrst hlutinn upp
og sníð síðan leðrið eftir teiknuðu
sniði. Svo geng ég frá köntunum. af-
rúna þá. Síðan er leðrið litað, saumar
límdir saman svo sem hægt er, áður
en leðrið er gatað. Eftir götun reima
ég saman ef svo á að vera, eða sauma
stykkin saman með nál. Ef skreyta
á hlutinn verður litun að miðast við
það, svo skreytingin njóti sín sem
best. Þegar hún er komin á er hægt
að bera feiti á hlutinn. Þannig er
hann látinn standa nokkra tíma og
þá er hann til.
— Skreytir þú mikið?
— Nei, ég legg mest uppúr form-
inu. Ef taska er velheppnuð utan um
sig, þá skreyti ég hana ekkert. Oft geri
ég hluti sem eru ekki svo vel heppn-
aðir og þá reyni ég að hressa uppá
þá með skreytingu. En persónulega
er ég hrifnastur af látlausum hlut-
um.
— En viðskiptavinirnir?
— Sumt fólk hefur mjög ákveðnar
hugmyndir. Taska á að kosta þetta
og þá skiptir ekki máli hvort hún er
handunnin eða verksmiðjuframleidd.
Það hefur tapað matinu. En megin-
þorri þeirra sem kaupa af mér hluti
tekur framtakinu vel og þvkir það
gott. Það eru samt alltaf einhverjir
sem skynja ekki hvað er á seyði.
— Þú notar ýmiskonar bein í
spennur, hnappa og slíkt?
— Ég hef bæði notað bein og málm.
Málmspennur og gjarðahringi hef ég
flutt inn frá Höfn. Þaðan fæ ég líka
hjartarhorn. Ég vil helst ekki nota
hluti sem ekki eru massífir. Héðan að
heiman hef ég notað völur, spennur
skornar úr kýrhorni og úr hreindýra-
horni. Jafnvel úr legg, en það verður
að vera bein í gegn. Ilvaltönn hef ég
notað hafi mér tekist að komast yfir
þær. En hjartahornið er best að eiga
við, það er gljúpast og auðveldast að
skera í það. Hvaltönn er aftur eins
og steinn, hún er svo hörð.
— Vcrkfærin sem þú notar eru af
ýmsum toga?
— Það hefur ekki verið auðvelt að
hafa upp á þeim. Til dæmis er mest
af hnífasettinu frá gamalli franskri
verksmiðju sem nú er hætt. Danskur
kaupmaður gat útvegað mér þá fvrir
hendingu. Það er helst að ná í slíkt
í gömlum lagerum. Hvernig mér tekst
að endurnýja er erfitt að spá nokkru
um. Ég trúi ekki öðru en að söðla-
smiðir séu í stöðugum vandræðum
með endurnýjun verkfæra.
— Þú hefur sagt mér að það hafi
verið sú iðn sem þig fýsti mest að
læra, áður en þú liófst handa við
reksturinn hér. Ekki er þitt fag við-
urkennd iðn?
— Nei, það er rétt. Leðursmíði dó
út á átjándu öldinni í borgum og bæj-
um Evrópu. Mér skilst að það hafi
að hluta færst yfir á söðlasmiði. Þeir
bjuggu til reiðver, töskur og aktygi,
bólstruðu vagna og fleira. Þannig er
þetta fag ekki lengur til sem viður-
kennd iðngrein. Ég reyndi á sínum
tíma að komast í söðlasmíði, hafði
öll spjót úti, talaði við iðnfræðsluráð,
þeir töldu líkur vera á skólastofnun,
en það reyndust orðin tóm. Mér var
sagt að biðtími í læri hjá söðlasmið-
um væri átta ár. Eftirspurn eftir reið-
verum hefur aukist jafnt og þétt síð-
HUGUR OG HÖND
9