Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1976, Page 10

Hugur og hönd - 01.06.1976, Page 10
ustu áratugi. Erlend reiðver passa ekki svo vel á íslensk hross. Nú, ég skrifaði til fimm landa, hvergi var neitt að hafa nema í Austurríki. Þar var mér boðið að kynna mér rekstur hnakkaverksmiðju. Það var nú ekki beint það sem ég hugsaði mér. Þess vegna fór ég út í þennan rekstur. — Hefur þú reynt við hnakka- smíði? — Nei, en ég á tvær hnakkdruslur sem ég hef gluggað í, og einn góðan veðurdag ætla ég að spá nánar í það. Það verður þegar ég er farinn að eld- ast. Fallegt reiðver var áður hlutur sem mikið var lagt upp úr. Margt slíkt sem maður sér, til dæmis á byggðasöfnum, eru hreinir dýrgripir. Hér eru nú nokkrir söðlasmiðir og hafa ekki undan eftirspurn. Því flytj- um við inn erlend reiðvcr. — En skósmíðin? — I dag er skósmíðin ekki annað en viðgerðaþjónusta á verksmiðju- basis. Ég hef rétt aðeins fitlað við að smíða skó, en þar stend ég líka illa að vígi gagnvart verksmiðjuframleiðsl- unni. — Nú ertu ófaglærður. Telur þú að á næstu árum verði leðursmíði viður- kennd sem iðn? — Ekki á næstu árum, kannski í framtíðinni. Það er nú svo með hand- iðn á tuttugustu öldinni. Hún nýtur ekki þeirrar virðingar sem hún hafði áður. Iðnaðarmenn hafa heldur ekki lengur það faglega aðhald sem þeir höfðu. Þeir hafa margir tapað virð- ingu fyrir iðn sinni. Með tilkomu borgarastéttarinnar og breyttra fram- leiðsluhátta, þá var handiðnin kom- in á lægri stall. Og þó menn hafi á- huga á leðurvöru sem er smíðuð hér heima, þá kemur annað til. I Ameríku þrífast ekki leðursmiðir, svo mikið er flutt inn af leðurvöru sem unnin er í hálfverksmiðjum, en er með brögðum seld sem handunnin vara. Þessi vinna fer mest fram á Spáni. Þar er vinnuaflið ódýrt. Þaðan koma íslendingar hlaðnir ódýrri leðurvöru sem þeir halda handverk. Slíkt hand- verk kalla ég loðið. — Nú hefur leðurvinna verið kennd um árabil í skólum landsins? — Já, það er míkill harmleikur. Það er aðallega seðlaveskjagerð og annað smálegt að amerískri fyrirmynd. Sú tækni sem er notuð er að vísu komin frá Cordoba á Spáni, en eftir króka- leið. I „villta vesturs“ og frumbyggja- dýrkun í Bandaríkjunum, þá hefur orðið endurvakning á slíku. Tóm- 10 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.